Konur 65 prósent borgarfulltrúa Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. maí 2018 09:20 Oddvitar flokkanna sem náðu inn manni í borgarstjórn eru flestir konur. Á mynd sjást oddvitarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Líf Magneudóttir, Kolbrún Baldursdóttir og Dóra Björt Guðjónsdóttir sem allar voru kosnar inn í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Fimmtán af tuttugu og þremur borgarfulltrúum í Reykjavík, eða 65,2%, eru konur. Hlutfall kvenna eykst töluvert frá því í síðustu kosningum en síðast voru konur fleiri en karlar í borgarstjórn árið 2013 og þar áður árið 1994.Sjá einnig: Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Fjórir af átta borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins eru konur en þær Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðarfóttir, Marta Guðjónsdóttir og Katrín Atladóttir voru allar kosnar inn í borgarstjórn. Þá eru jafnmargar konur úr Samfylkingunni, eða fjórar: Heiða Björg Hilmisdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sabine Leskopf og Guðrún Ögmundsdóttir. Allir fulltrúar flokkanna sem náðu einum manni inn í borgarstjórn eru konur en það eru þær Vigdís Hauksdóttir úr Miðflokknum, Sanna Magdalena Mörtudóttur úr Sósíalistaflokknum, Kolbrún Baldursdóttir úr Flokki fólksins og Líf Magneudóttir úr Vinstri grænum. Báðir fulltrúar Pírata í borgarstjórn eru konur, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, og þá er Þórdís Lóa Þórhallsdóttir önnur af tveimur fulltrúum Viðreisnar.Sjálfstæðiskonurnar sem komust inn í borgarstjórn, Marta Guðjónsdóttir, Hildur Björnsdóttir, Katrín Atladóttir og Valgerður Sigurðardóttir, sjást hér fagna góðum árangri ásamt Sjálfstæðiskörlunum Eyþóri Arnalds, Agli Þór Jónssyni, Erni Þórðarsyni og Birni Gíslasyni.Vísir/VilhelmÞetta er töluverð aukning frá því í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014 en þá voru sjö af fimmtán kjörnum borgarfulltrúum konur eða 46,7%. Árið 2013 varð hlutfall kvenna í borgarstjórn það hæsta í 19 ár þegar Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tók við af Gísla Marteini Baldurssyni. Þá höfðu konur aðeins einu sinni áður verið fleiri en karlar í borgarstjórn, árið 1994. Hlutfall kvenna er mismunandi eftir sveitarfélögum en í Hafnarfirði eru fimm af ellefu bæjarfulltrúum konur, í Mosfellsbæ eru konur tvær af níu fulltrúum, á Seltjarnarnesi eru þær þrjár af sjö, í Reykjanesbæ fimm af ellefu og á Akureyri sex af ellefu. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins í Reykjavík Miðað við aðrar tölur sem kynntar voru fyrir skemmstu í Reykjavík stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins. 27. maí 2018 01:23 Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Fimmtán af tuttugu og þremur borgarfulltrúum í Reykjavík, eða 65,2%, eru konur. Hlutfall kvenna eykst töluvert frá því í síðustu kosningum en síðast voru konur fleiri en karlar í borgarstjórn árið 2013 og þar áður árið 1994.Sjá einnig: Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Fjórir af átta borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins eru konur en þær Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðarfóttir, Marta Guðjónsdóttir og Katrín Atladóttir voru allar kosnar inn í borgarstjórn. Þá eru jafnmargar konur úr Samfylkingunni, eða fjórar: Heiða Björg Hilmisdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sabine Leskopf og Guðrún Ögmundsdóttir. Allir fulltrúar flokkanna sem náðu einum manni inn í borgarstjórn eru konur en það eru þær Vigdís Hauksdóttir úr Miðflokknum, Sanna Magdalena Mörtudóttur úr Sósíalistaflokknum, Kolbrún Baldursdóttir úr Flokki fólksins og Líf Magneudóttir úr Vinstri grænum. Báðir fulltrúar Pírata í borgarstjórn eru konur, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, og þá er Þórdís Lóa Þórhallsdóttir önnur af tveimur fulltrúum Viðreisnar.Sjálfstæðiskonurnar sem komust inn í borgarstjórn, Marta Guðjónsdóttir, Hildur Björnsdóttir, Katrín Atladóttir og Valgerður Sigurðardóttir, sjást hér fagna góðum árangri ásamt Sjálfstæðiskörlunum Eyþóri Arnalds, Agli Þór Jónssyni, Erni Þórðarsyni og Birni Gíslasyni.Vísir/VilhelmÞetta er töluverð aukning frá því í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014 en þá voru sjö af fimmtán kjörnum borgarfulltrúum konur eða 46,7%. Árið 2013 varð hlutfall kvenna í borgarstjórn það hæsta í 19 ár þegar Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tók við af Gísla Marteini Baldurssyni. Þá höfðu konur aðeins einu sinni áður verið fleiri en karlar í borgarstjórn, árið 1994. Hlutfall kvenna er mismunandi eftir sveitarfélögum en í Hafnarfirði eru fimm af ellefu bæjarfulltrúum konur, í Mosfellsbæ eru konur tvær af níu fulltrúum, á Seltjarnarnesi eru þær þrjár af sjö, í Reykjanesbæ fimm af ellefu og á Akureyri sex af ellefu.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins í Reykjavík Miðað við aðrar tölur sem kynntar voru fyrir skemmstu í Reykjavík stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins. 27. maí 2018 01:23 Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins í Reykjavík Miðað við aðrar tölur sem kynntar voru fyrir skemmstu í Reykjavík stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins. 27. maí 2018 01:23
Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46
Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44