„Vinstrið er að fá rassskellingu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. maí 2018 11:17 Líf bregður á leik í sjónvarpssal í gær. Hún telur mikilvægt að Vinstri græn komi að meirihlutaviðræðum, sem verða vart haldnar án aðkomu Eyþórs Arnalds eða Dags B. Eggertssonar, sem sjást með henni á mynd. Vísir/Vilhelm Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, var eini frambjóðandi flokksins sem náði kjöri í borgarstjórnarkosningunum í gær. Hún segir niðurstöðuna mikil vonbrigði, sérstaklega fyrir vinstrimenn, auk þess sem nýir flokkar njóti líklega góðs af „nýjum spilum“. Þá telur Líf mikilvægt að flokkurinn eigi aðild að meirihlutaviðræðum. Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar féll í sveitastjórnarkosningunum í gær. Vinstri græn hlutu 4,6% atkvæða og tapar 3,7% prósentustigum frá því í síðustu kosningum, þar sem flokkurinn fékk 8,3% atkvæða.Nýir flokkar taka fylgi Líf segir í samtali við Vísi að niðurstaðan sé óverðskulduð. „Að sjálfsögðu eru þetta ótrúlega mikil vonbrigði og ég ætla að segja eins og er að þetta er algjörlega óverðskuldað, finnst mér, af því að við höfum komið til leiðar mjög mörgum framfaramálum í borginni á kjörtímabilinu,“ segir Líf. „En vinstrið er að fá rassskellingu,“ bætir hún við. Þá telur hún augljóst að nýir flokkar eins og Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn hafi tekið fylgi af Vinstri grænum, auk smáframboða á borð við Kvennahreyfinguna. Líf segir nýju flokkanna mögulega njóta góðs af reynsluleysi í borgarstjórn. „Þessir flokkar sem byrja með nýtt spil eiga kannski eftir að vera í sömu stöðu og við í Vinstri grænum einn daginn,“ segir Líf. Sárir vinstrimenn vilja líka refsa Ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefur verið umdeilt, sérstaklega meðal flokksfélaga innan Vinstri grænna. Þegar Líf er innt eftir því hvort fylgistapið megi e.t.v. rekja til ríkisstjórnarsamstarfsins segir hún að niðurstaða sveitarstjórnarkosninganna sé engum að kenna. „Við erum bara búin að vera í ríkisstjórn í fimm mánuði, við erum ekki farin að sjá öll góðu verkin sem þessi ríkisstjórn er að leiða í gegn. Það er ekki komin reynsla á þetta ríkisstjórnarsamstarf og menn eru kannski enn í sárum, okkar kjósendur,“ segir Líf. „Og ég held að þegar vinstri menn verða sárir, vegna þess að þeir eru að drepast úr réttlætiskennd og ég elska það, þá vilja þeir líka refsa.“ Um mögulega aðkomu Vinstri grænna að meirihluta í nýkjörinni borgarstjórn segir Líf að engar þreifingar séu enn hafnar af sinni hálfu. Hún segist þó vera að meta samningsstöðu flokksins og telur mikilvægt að hann komi að samningsborðinu. „Aldrei að vanmeta Vinstri græn,“ segir Líf. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, var eini frambjóðandi flokksins sem náði kjöri í borgarstjórnarkosningunum í gær. Hún segir niðurstöðuna mikil vonbrigði, sérstaklega fyrir vinstrimenn, auk þess sem nýir flokkar njóti líklega góðs af „nýjum spilum“. Þá telur Líf mikilvægt að flokkurinn eigi aðild að meirihlutaviðræðum. Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar féll í sveitastjórnarkosningunum í gær. Vinstri græn hlutu 4,6% atkvæða og tapar 3,7% prósentustigum frá því í síðustu kosningum, þar sem flokkurinn fékk 8,3% atkvæða.Nýir flokkar taka fylgi Líf segir í samtali við Vísi að niðurstaðan sé óverðskulduð. „Að sjálfsögðu eru þetta ótrúlega mikil vonbrigði og ég ætla að segja eins og er að þetta er algjörlega óverðskuldað, finnst mér, af því að við höfum komið til leiðar mjög mörgum framfaramálum í borginni á kjörtímabilinu,“ segir Líf. „En vinstrið er að fá rassskellingu,“ bætir hún við. Þá telur hún augljóst að nýir flokkar eins og Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn hafi tekið fylgi af Vinstri grænum, auk smáframboða á borð við Kvennahreyfinguna. Líf segir nýju flokkanna mögulega njóta góðs af reynsluleysi í borgarstjórn. „Þessir flokkar sem byrja með nýtt spil eiga kannski eftir að vera í sömu stöðu og við í Vinstri grænum einn daginn,“ segir Líf. Sárir vinstrimenn vilja líka refsa Ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefur verið umdeilt, sérstaklega meðal flokksfélaga innan Vinstri grænna. Þegar Líf er innt eftir því hvort fylgistapið megi e.t.v. rekja til ríkisstjórnarsamstarfsins segir hún að niðurstaða sveitarstjórnarkosninganna sé engum að kenna. „Við erum bara búin að vera í ríkisstjórn í fimm mánuði, við erum ekki farin að sjá öll góðu verkin sem þessi ríkisstjórn er að leiða í gegn. Það er ekki komin reynsla á þetta ríkisstjórnarsamstarf og menn eru kannski enn í sárum, okkar kjósendur,“ segir Líf. „Og ég held að þegar vinstri menn verða sárir, vegna þess að þeir eru að drepast úr réttlætiskennd og ég elska það, þá vilja þeir líka refsa.“ Um mögulega aðkomu Vinstri grænna að meirihluta í nýkjörinni borgarstjórn segir Líf að engar þreifingar séu enn hafnar af sinni hálfu. Hún segist þó vera að meta samningsstöðu flokksins og telur mikilvægt að hann komi að samningsborðinu. „Aldrei að vanmeta Vinstri græn,“ segir Líf.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46
Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22
Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44