Hvaða meirihlutar eru mögulegir í borginni? Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. maí 2018 12:47 Hluti oddvitanna í borginni samankomnir á kosningavöku í gær. Vísir/Vilhelm Ljóst er að breytingar verða á meirihlutasamstarfi í höfuðborginni í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar féll í kosningunum í gær og Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn stærstur í borginni. En hvaða meirihlutar eru nú mögulegir? 23 borgarfulltrúar voru kosnir í borgarstjórn í gær og því þarf a.m.k. 12 fulltrúa til að mynda meirihluta. Sjálfstæðisflokkur er stærstur með 8, Samfylkingin er næst með 7, Viðreisn og Píratar eru með 2 hvor og þá eru Miðflokkurinn, Vinstri græn, Sósíalistaflokkurinn og Flokkur fólksins allir með einn. Nokkrir flokkar hafa nú þegar útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkin þar á meðal Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, að því er fram kom í frétt Mbl frá því í dag. Þá hefur Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, einnig útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og því detta allir meirihlutar þessara flokka út af borðinu. Eins og áður hefur komið fram er Viðreisn í lykilstöðu þar eð flokkurinn gæti myndað meirihluta til bæði vinstri og hægri. Þá sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag að flokkurinn útilokaði ekki samstarf við neinn.Þórdís Lóa segir að meirihlutaþreifingar hefjist strax í dag.Vísir/Margrét HelgaEf miðað er við fjögurra flokka meirihluta, og þannig minnsta mögulega meirihluta í fulltrúum talið, standa því tiltölulega fáir möguleikar eftir – en glöggir sjá að Viðreisn á aðild að þeim öllum:CDFM: Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, MiðflokkurinnCDFV: Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Vinstri grænCDMV: Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Vinstri grænCFPS: Viðreisn, Flokkur fólksins, Píratar, SamfylkinginCJPS: Viðreisn, Sósíalistaflokkurinn, Píratar, SamfylkinginCMPS: Viðreisn, Miðflokkurinn, Píratar, SamfylkinginCPSV: Viðreisn, Píratar, Samfylkingin, Vinstri græn Þá gæti einhverjum hugnast að mynda meirihluta með fleiri en fjórum flokkum og þar kæmu eins-manns-flokkarnir, Sósíalistar, Vinstri græn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn, líklega sterkir inn. Nú verður því forvitnilegt að sjá hvernig flokkarnir semja en ljóst er boltinn er hjá Lóu og Pawel í Viðreisn. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ljóst er að breytingar verða á meirihlutasamstarfi í höfuðborginni í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar féll í kosningunum í gær og Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn stærstur í borginni. En hvaða meirihlutar eru nú mögulegir? 23 borgarfulltrúar voru kosnir í borgarstjórn í gær og því þarf a.m.k. 12 fulltrúa til að mynda meirihluta. Sjálfstæðisflokkur er stærstur með 8, Samfylkingin er næst með 7, Viðreisn og Píratar eru með 2 hvor og þá eru Miðflokkurinn, Vinstri græn, Sósíalistaflokkurinn og Flokkur fólksins allir með einn. Nokkrir flokkar hafa nú þegar útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkin þar á meðal Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, að því er fram kom í frétt Mbl frá því í dag. Þá hefur Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, einnig útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og því detta allir meirihlutar þessara flokka út af borðinu. Eins og áður hefur komið fram er Viðreisn í lykilstöðu þar eð flokkurinn gæti myndað meirihluta til bæði vinstri og hægri. Þá sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag að flokkurinn útilokaði ekki samstarf við neinn.Þórdís Lóa segir að meirihlutaþreifingar hefjist strax í dag.Vísir/Margrét HelgaEf miðað er við fjögurra flokka meirihluta, og þannig minnsta mögulega meirihluta í fulltrúum talið, standa því tiltölulega fáir möguleikar eftir – en glöggir sjá að Viðreisn á aðild að þeim öllum:CDFM: Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, MiðflokkurinnCDFV: Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Vinstri grænCDMV: Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Vinstri grænCFPS: Viðreisn, Flokkur fólksins, Píratar, SamfylkinginCJPS: Viðreisn, Sósíalistaflokkurinn, Píratar, SamfylkinginCMPS: Viðreisn, Miðflokkurinn, Píratar, SamfylkinginCPSV: Viðreisn, Píratar, Samfylkingin, Vinstri græn Þá gæti einhverjum hugnast að mynda meirihluta með fleiri en fjórum flokkum og þar kæmu eins-manns-flokkarnir, Sósíalistar, Vinstri græn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn, líklega sterkir inn. Nú verður því forvitnilegt að sjá hvernig flokkarnir semja en ljóst er boltinn er hjá Lóu og Pawel í Viðreisn.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22
Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44