Ein af stjörnum kosninganæturinnar skildi ekki af hverju svo margir vildu taka „selfie“ með honum Birgir Olgeirsson skrifar 27. maí 2018 16:08 Hér má sjá Boga Ágústsson óska eftir tölum frá Birni Davíðssyni í kosningasjónvarpinu. Skjáskot RÚV „Ef ég hefði ímyndað mér þessi viðbrögð hefði ég mætt í einhverju skærara,“ segir Björn Davíðsson, formaður kjörstjórnar Ísafjarðarbæjar, en hann sló heldur betur í gegn í kosningasjónvarpinu í gær þegar hann las upp tölur frá Ísafjarðarbæ í beinni útsendingu. Björn var klæddur í forláta Havaí-skyrtu og vakti uppátækið mikla athygli þar sem margir höfðu orð á klæðaburði Björns og skrifuðu skemmtilega um þetta fataval. Björn var þó alveg grunlaus um athyglina. Það var ekki fyrr en hann tók rölt á kosningaskrifstofur á Ísafirði sem honum var sagt frá því að hann hefði slegið í gegn. „Það voru margir sem vildu taka selfie af sér með mér, sem ég átti ekki von á, en ég fékk fljótt skýringar á því,“ segir Björn.Tropical stuðkveðjur frá Ibizafirði! #kosningar #bjössi pic.twitter.com/xip7grtsz5— Arnheiður (@arnheidur) May 27, 2018 Hann segist ekki óvanur að ganga í svona skyrtum frá degi til dags, sérstaklega á sumrin og það kemur fyrir að hann fari í þær á veturna. Björn ákvað að sýna fólki að um hefði verið að ræða fremur hógværa skyrtu úr fataskáp hans. Hann skellti sér því í mun skærari skyrtu á kosninganótt. „Og hún féll ekkert síður í kramið.“ Spurður hvort að það séu einhverjar reglur um klæðaburð þegar kemur að kjörstjórn segir hann svo vera, en það sé kveðið á um snyrtilegan klæðnað. „Að menn séu ekki í tættum klæðnaði eða mikið notuðum. Menn séu bara hreinlega snyrtilega klæddir, það er það sem er farið fram á.“ Hann tekur fram að það þurfi þó að huga vel að klæðnaði þegar atkvæði eru talin, því það getur gengið ansi mikið á. „Það er ekki gott að vera í fatnaði sem er of heitur og þá klæðir maður sig fyrst og fremst þægilega. Ég átti ekki von á þessu og gerði mér ekki grein fyrir að svona skyrta myndi vekja svo mikla athygli. Þetta er í sjálfu sér skemmtilegt atvik,“ segir Björn.íbísafjörður sá vinsælasti kominn í sparigallann #kosningar #x18 pic.twitter.com/kWCTZ1AxHH— Herra Matthildur (@HrMatthildur) May 27, 2018 Hann rekur tölvu- og netþjónustufyrirtækið Snerpu á Vestfjörðum en hann var einn af þeim sem stofnuðu fyrirtækið árið 1994. Björn er ættaður úr Dýrafirði og er bróðir rithöfundarins Vilborgar Davíðsdóttur. Hann segist kaupa skyrturnar á ferðalögum sínum erlendis. Hann hefur keypt þær til dæmis í Kanada og á Jamaíka og sá gríðarlegt úrval af þessum skyrtum í Japan en átti erfitt með að finna stærð sem passaði á hann þar því Japanir séu smærri í smíðum en hann. „Ég hef átt svona skyrtur hátt í tuttugu ár. Ég geng ekki í þeim dags daglega, í vinnu eða slíku, en ég nota þær samt sem áður töluvert,“ segir Björn. Hann á allt eins von á því að vera áfram í kjörstjórn í næstu kosningum og þá verður samskonar skyrta fyrir valinu.Fyrstu tölur frá Flórída. #kosningar18 pic.twitter.com/GhDJvilVFh— Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) May 26, 2018 Kosningar 2018 Tengdar fréttir Twitter-grín á kosninganótt: „Fyrstu tölur frá Flórída“ Klæðaburður Björns Davíðssonar vakti sérstaka athygli en hann var íklæddur sumarlegri skyrtu með litríku mynstri. 27. maí 2018 07:28 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Ef ég hefði ímyndað mér þessi viðbrögð hefði ég mætt í einhverju skærara,“ segir Björn Davíðsson, formaður kjörstjórnar Ísafjarðarbæjar, en hann sló heldur betur í gegn í kosningasjónvarpinu í gær þegar hann las upp tölur frá Ísafjarðarbæ í beinni útsendingu. Björn var klæddur í forláta Havaí-skyrtu og vakti uppátækið mikla athygli þar sem margir höfðu orð á klæðaburði Björns og skrifuðu skemmtilega um þetta fataval. Björn var þó alveg grunlaus um athyglina. Það var ekki fyrr en hann tók rölt á kosningaskrifstofur á Ísafirði sem honum var sagt frá því að hann hefði slegið í gegn. „Það voru margir sem vildu taka selfie af sér með mér, sem ég átti ekki von á, en ég fékk fljótt skýringar á því,“ segir Björn.Tropical stuðkveðjur frá Ibizafirði! #kosningar #bjössi pic.twitter.com/xip7grtsz5— Arnheiður (@arnheidur) May 27, 2018 Hann segist ekki óvanur að ganga í svona skyrtum frá degi til dags, sérstaklega á sumrin og það kemur fyrir að hann fari í þær á veturna. Björn ákvað að sýna fólki að um hefði verið að ræða fremur hógværa skyrtu úr fataskáp hans. Hann skellti sér því í mun skærari skyrtu á kosninganótt. „Og hún féll ekkert síður í kramið.“ Spurður hvort að það séu einhverjar reglur um klæðaburð þegar kemur að kjörstjórn segir hann svo vera, en það sé kveðið á um snyrtilegan klæðnað. „Að menn séu ekki í tættum klæðnaði eða mikið notuðum. Menn séu bara hreinlega snyrtilega klæddir, það er það sem er farið fram á.“ Hann tekur fram að það þurfi þó að huga vel að klæðnaði þegar atkvæði eru talin, því það getur gengið ansi mikið á. „Það er ekki gott að vera í fatnaði sem er of heitur og þá klæðir maður sig fyrst og fremst þægilega. Ég átti ekki von á þessu og gerði mér ekki grein fyrir að svona skyrta myndi vekja svo mikla athygli. Þetta er í sjálfu sér skemmtilegt atvik,“ segir Björn.íbísafjörður sá vinsælasti kominn í sparigallann #kosningar #x18 pic.twitter.com/kWCTZ1AxHH— Herra Matthildur (@HrMatthildur) May 27, 2018 Hann rekur tölvu- og netþjónustufyrirtækið Snerpu á Vestfjörðum en hann var einn af þeim sem stofnuðu fyrirtækið árið 1994. Björn er ættaður úr Dýrafirði og er bróðir rithöfundarins Vilborgar Davíðsdóttur. Hann segist kaupa skyrturnar á ferðalögum sínum erlendis. Hann hefur keypt þær til dæmis í Kanada og á Jamaíka og sá gríðarlegt úrval af þessum skyrtum í Japan en átti erfitt með að finna stærð sem passaði á hann þar því Japanir séu smærri í smíðum en hann. „Ég hef átt svona skyrtur hátt í tuttugu ár. Ég geng ekki í þeim dags daglega, í vinnu eða slíku, en ég nota þær samt sem áður töluvert,“ segir Björn. Hann á allt eins von á því að vera áfram í kjörstjórn í næstu kosningum og þá verður samskonar skyrta fyrir valinu.Fyrstu tölur frá Flórída. #kosningar18 pic.twitter.com/GhDJvilVFh— Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) May 26, 2018
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Twitter-grín á kosninganótt: „Fyrstu tölur frá Flórída“ Klæðaburður Björns Davíðssonar vakti sérstaka athygli en hann var íklæddur sumarlegri skyrtu með litríku mynstri. 27. maí 2018 07:28 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Twitter-grín á kosninganótt: „Fyrstu tölur frá Flórída“ Klæðaburður Björns Davíðssonar vakti sérstaka athygli en hann var íklæddur sumarlegri skyrtu með litríku mynstri. 27. maí 2018 07:28