Innlent

Jafnréttið hefur bætt efnahaginn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lilja Dögg Alfreðsdóttir hitti Angel Gurría hjá OECD.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir hitti Angel Gurría hjá OECD. Vísir/ERNIR
Norðurlönd væru tuttugu árum skemur á veg komin efnahagslega ef umbætur í jafnréttismálum hefðu ekki stuðlað að aukinni atvinnuþátttöku kvenna. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sem unnin var að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hitti Ángel Gurría, framkvæmdastjóra OECD, í liðinni viku og ræddi skýrsluna við hann.

„Þau framfaraskref sem stigin hafa verið í jafnréttisátt á Norðurlöndunum hafa skilað okkur miklum árangri í efnahagslegu tilliti. Þar skiptir menntun máli – efling leikskólastigsins hefur aukið möguleika fólks á vinnumarkaði og menntunarstig kvenna hefur fjölgað tækifærum þeirra til fjölbreyttari starfa,“ segir í frétt mennta- og menningarmálaráðuneytisins af fundinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×