„Hefði verið flott að sjá liðsfélagana koma strax til hans“ Stefán Árni Pálsson skrifar 28. maí 2018 15:30 Markús Máni var lengi atvinnumaður í handbolta og lék með íslenska landsliðinu. Þýski markvörðurinn Loris Karius var heldur mikið á milli tannanna á fólki um helgina en hann kostaði í raun Liverpool sigur í Meistaradeild Evrópu þegar liðið tapaði 3-1 í úrslitaleiknum og gaf Karius tvö mörk. Handknattleiksmaðurinn fyrrverandi Markús Máni skrifaði færslu um málið á Facebook þar sem hann hvetur fólk til að nýta þetta tækifæri til að auka meðvitund barna- og unglinga á að takast á við mótlæti og hvernig maður getur hjálpað félaganum á erfiðum tíma. Markús var sjálfur atvinnumaður í handknattleik og lék fyrir íslenska landsliðið á sínum tíma. Hann var gestur í Brennslunni á FM957 í morgun og ræddi þetta mál. „Mergur málsins af hverju ég póstaði þessu var til þess að opna þessa umræðu um samkennd og um þessar aðstæður sem geta komið upp,“ segir Markús og bætir því við að mikilvægt sé að vera góður liðsfélagi og geta sett sig í spor annarra. „Þetta er sjálfsagt eitthvað sem gerist um hverja helgi á einhverjum barna- og unglingamótum um allt land,“ segir Markús en Karius grét mikið eftir leikinn og bað stuðningsmenn Liverpool í Kænugarði ítrekað afsökunar. „Ég tók bara eftir því hvernig honum leið og sá einnig að hann var töluvert einn inni á vellinum eftir leik. Þú getur aldrei fengið of mikinn stuðning á svona augnabliki og að hefði verið flott að sjá liðsfélagana koma strax til hans eftir leik.“ Hann segir að það geti fylgt því mikill skömm að verða fyrir því að gera stór mistök í íþróttaleik. „Þú miklar þetta rosalega mikið fyrir sjálfum þér. Svo er bara spurning hvernig þú tekur á þessum innri gangrýnanda í sjálfum þér en það er hægt að kenna börnum þetta mun fyrr.“ Markús segir mikilvægt hvernig foreldrar barna bregðist við þegar svona aðstæður koma upp. „Það er mikilvægt að reyna ekkert endilega að reyna taka þennan sársauka frá barninu. Íþróttir eru frábær undirbúningur fyrir lífið því maður er að reyna díla við allskonar tilfinningar og það er miklu betra að læra að vinna með þessar neikvæðu tilfinningar og bara ræða þær.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið. Brennslan Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Liverpool ætlar að reyna aftur við Alisson eftir mistökin hjá Karius Brasilíski markvörðurinn í Rómarborg er eftirsóttur. 28. maí 2018 09:00 Lögreglan rannsakar morðhótanir sem Karius barst á samskiptamiðlum Merseyside lögreglan hefur hafið rannsókn á morðhótunum sem Loris Karius, markverði Liverpool, barst eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardagskvöldið. 28. maí 2018 07:30 Henderson: Þetta snýst ekki um einn leikmann Jordan Henderson vill ekki setja sökina á Loris Karius eftir tap Liverpool í úrslitaleik Meistradeildarinnar. 27. maí 2018 11:30 Sjáðu stórbrotna hjólhestaspyrnu Bale og mistök Karius Real Madrid vann í kvöld Meistaradeild Evrópu þriðja árið í röð er liðið vann 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleiknum í Kiev í kvöld. 26. maí 2018 20:50 Karius: Við komum sterkari til baka „Ég hef í rauninni ekkert sofið. Atvikin eru enn að renna í gegnum huga mér,“ segir Loris Karius, en hann gerðist sekur um skelfileg mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. 27. maí 2018 20:30 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
Þýski markvörðurinn Loris Karius var heldur mikið á milli tannanna á fólki um helgina en hann kostaði í raun Liverpool sigur í Meistaradeild Evrópu þegar liðið tapaði 3-1 í úrslitaleiknum og gaf Karius tvö mörk. Handknattleiksmaðurinn fyrrverandi Markús Máni skrifaði færslu um málið á Facebook þar sem hann hvetur fólk til að nýta þetta tækifæri til að auka meðvitund barna- og unglinga á að takast á við mótlæti og hvernig maður getur hjálpað félaganum á erfiðum tíma. Markús var sjálfur atvinnumaður í handknattleik og lék fyrir íslenska landsliðið á sínum tíma. Hann var gestur í Brennslunni á FM957 í morgun og ræddi þetta mál. „Mergur málsins af hverju ég póstaði þessu var til þess að opna þessa umræðu um samkennd og um þessar aðstæður sem geta komið upp,“ segir Markús og bætir því við að mikilvægt sé að vera góður liðsfélagi og geta sett sig í spor annarra. „Þetta er sjálfsagt eitthvað sem gerist um hverja helgi á einhverjum barna- og unglingamótum um allt land,“ segir Markús en Karius grét mikið eftir leikinn og bað stuðningsmenn Liverpool í Kænugarði ítrekað afsökunar. „Ég tók bara eftir því hvernig honum leið og sá einnig að hann var töluvert einn inni á vellinum eftir leik. Þú getur aldrei fengið of mikinn stuðning á svona augnabliki og að hefði verið flott að sjá liðsfélagana koma strax til hans eftir leik.“ Hann segir að það geti fylgt því mikill skömm að verða fyrir því að gera stór mistök í íþróttaleik. „Þú miklar þetta rosalega mikið fyrir sjálfum þér. Svo er bara spurning hvernig þú tekur á þessum innri gangrýnanda í sjálfum þér en það er hægt að kenna börnum þetta mun fyrr.“ Markús segir mikilvægt hvernig foreldrar barna bregðist við þegar svona aðstæður koma upp. „Það er mikilvægt að reyna ekkert endilega að reyna taka þennan sársauka frá barninu. Íþróttir eru frábær undirbúningur fyrir lífið því maður er að reyna díla við allskonar tilfinningar og það er miklu betra að læra að vinna með þessar neikvæðu tilfinningar og bara ræða þær.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið.
Brennslan Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Liverpool ætlar að reyna aftur við Alisson eftir mistökin hjá Karius Brasilíski markvörðurinn í Rómarborg er eftirsóttur. 28. maí 2018 09:00 Lögreglan rannsakar morðhótanir sem Karius barst á samskiptamiðlum Merseyside lögreglan hefur hafið rannsókn á morðhótunum sem Loris Karius, markverði Liverpool, barst eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardagskvöldið. 28. maí 2018 07:30 Henderson: Þetta snýst ekki um einn leikmann Jordan Henderson vill ekki setja sökina á Loris Karius eftir tap Liverpool í úrslitaleik Meistradeildarinnar. 27. maí 2018 11:30 Sjáðu stórbrotna hjólhestaspyrnu Bale og mistök Karius Real Madrid vann í kvöld Meistaradeild Evrópu þriðja árið í röð er liðið vann 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleiknum í Kiev í kvöld. 26. maí 2018 20:50 Karius: Við komum sterkari til baka „Ég hef í rauninni ekkert sofið. Atvikin eru enn að renna í gegnum huga mér,“ segir Loris Karius, en hann gerðist sekur um skelfileg mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. 27. maí 2018 20:30 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
Liverpool ætlar að reyna aftur við Alisson eftir mistökin hjá Karius Brasilíski markvörðurinn í Rómarborg er eftirsóttur. 28. maí 2018 09:00
Lögreglan rannsakar morðhótanir sem Karius barst á samskiptamiðlum Merseyside lögreglan hefur hafið rannsókn á morðhótunum sem Loris Karius, markverði Liverpool, barst eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardagskvöldið. 28. maí 2018 07:30
Henderson: Þetta snýst ekki um einn leikmann Jordan Henderson vill ekki setja sökina á Loris Karius eftir tap Liverpool í úrslitaleik Meistradeildarinnar. 27. maí 2018 11:30
Sjáðu stórbrotna hjólhestaspyrnu Bale og mistök Karius Real Madrid vann í kvöld Meistaradeild Evrópu þriðja árið í röð er liðið vann 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleiknum í Kiev í kvöld. 26. maí 2018 20:50
Karius: Við komum sterkari til baka „Ég hef í rauninni ekkert sofið. Atvikin eru enn að renna í gegnum huga mér,“ segir Loris Karius, en hann gerðist sekur um skelfileg mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. 27. maí 2018 20:30