Tvær fylkingar funda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. maí 2018 19:30 Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. Tólf borgarfulltrúa þarf til að mynda meirihluta og er Viðreisn í lykilstöðu en flokkurinn getur annars vegar hallað sér til hægri og þá líklega myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. Hins vegar gæti flokkurinn farið í meirihluta með Samfylkingunni, Pírötum, Vinstri grænum eða Sósíalistaflokki Íslands. Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins segist þó hafa fengið símtöl frá báðum vængjum. Oddviti Sjálfstæðisflokksins telur sig í góðri stöðu sem leiðtogi stærsta flokksins í borgarstjórn. „Hefðin er sú að stærsti flokkurinn leiði borgarstjórn með þeim hætti að hafa borgarstjóra og það er það sem ég veit að Sjálfstæðismenn telja að sé rétt," segir Eyþór Arnalds. Hann segr opið samtal vera í gangi. „Við erum búin að fá okkur nokkra kaffibolla og það eru spennandi tímar framundan.Eyþór Arnalds fundaði með Vigdísi Hauksdóttur yfir kaffibolla í dag.Vísir/Stöð 2Með hvaða flokkum? „Ég ætla ekki að segja hverja við hittum en við höfum hitt fleiri en einn og það er búið að vera mjög áhugavert," segir Eyþór. „Við Eyþór tókum einn kaffibolla í dag bara svona til að segja það hreint út," segir Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins. „Þetta er bara á mjög viðkvæmu stigi allt," segir hún.Varst þú í þessu kaffiboði með Vigdísi og Eyþóri? „Nei, nei ég var ekki í því," segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar. „En þetta er nákvæmlega það sem er að gerast. Fólk er að hittast tvö og tvö eða fleiri og nú í rauninni er þetta að gerast í rólegheitunum. Við þurfum að passa okkur að flýta okkur hægt," segir Þórdís Lóa.Dóra Björt pírati telur valkostina eftir kosningarnar skýra.Vísir/Stöð 2Nýkjörnir borgarfulltrúar eru í dag að funda með sínum flokkum til að fara yfir málefnin sem verða í forgrunni í viðræðunum. Ekki náðist í oddvita Samfylkingarinnar en oddviti Pírata segir óformlegar viðræður í gangi á milli þeirra og annarra.Þetta voru þá núverandi meirihluti og Viðreisn sem þið hittuð í dag? „Já, það voru þessir oddvitar sem hittust í örstuttu spjalli," segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. „Það er gaman að taka bara þátt í því að búa til mjög skýran valkost um svona frjálslynda borg jafnréttis og velferðar eða síðan á hinum endanum borg íhalds og fortíðar. Þannig þetta verður spennandi að sjá hvað Viðreisn vill gera," segir Dóra. Kosningar 2018 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. Tólf borgarfulltrúa þarf til að mynda meirihluta og er Viðreisn í lykilstöðu en flokkurinn getur annars vegar hallað sér til hægri og þá líklega myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. Hins vegar gæti flokkurinn farið í meirihluta með Samfylkingunni, Pírötum, Vinstri grænum eða Sósíalistaflokki Íslands. Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins segist þó hafa fengið símtöl frá báðum vængjum. Oddviti Sjálfstæðisflokksins telur sig í góðri stöðu sem leiðtogi stærsta flokksins í borgarstjórn. „Hefðin er sú að stærsti flokkurinn leiði borgarstjórn með þeim hætti að hafa borgarstjóra og það er það sem ég veit að Sjálfstæðismenn telja að sé rétt," segir Eyþór Arnalds. Hann segr opið samtal vera í gangi. „Við erum búin að fá okkur nokkra kaffibolla og það eru spennandi tímar framundan.Eyþór Arnalds fundaði með Vigdísi Hauksdóttur yfir kaffibolla í dag.Vísir/Stöð 2Með hvaða flokkum? „Ég ætla ekki að segja hverja við hittum en við höfum hitt fleiri en einn og það er búið að vera mjög áhugavert," segir Eyþór. „Við Eyþór tókum einn kaffibolla í dag bara svona til að segja það hreint út," segir Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins. „Þetta er bara á mjög viðkvæmu stigi allt," segir hún.Varst þú í þessu kaffiboði með Vigdísi og Eyþóri? „Nei, nei ég var ekki í því," segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar. „En þetta er nákvæmlega það sem er að gerast. Fólk er að hittast tvö og tvö eða fleiri og nú í rauninni er þetta að gerast í rólegheitunum. Við þurfum að passa okkur að flýta okkur hægt," segir Þórdís Lóa.Dóra Björt pírati telur valkostina eftir kosningarnar skýra.Vísir/Stöð 2Nýkjörnir borgarfulltrúar eru í dag að funda með sínum flokkum til að fara yfir málefnin sem verða í forgrunni í viðræðunum. Ekki náðist í oddvita Samfylkingarinnar en oddviti Pírata segir óformlegar viðræður í gangi á milli þeirra og annarra.Þetta voru þá núverandi meirihluti og Viðreisn sem þið hittuð í dag? „Já, það voru þessir oddvitar sem hittust í örstuttu spjalli," segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. „Það er gaman að taka bara þátt í því að búa til mjög skýran valkost um svona frjálslynda borg jafnréttis og velferðar eða síðan á hinum endanum borg íhalds og fortíðar. Þannig þetta verður spennandi að sjá hvað Viðreisn vill gera," segir Dóra.
Kosningar 2018 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira