Án Söru Bjarkar og Dagnýjar Hjörvar Ólafsson skrifar 29. maí 2018 08:30 Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson og aðstoðarmaður hans, Ásmundur Haraldsson. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fótbolti Freyr Alexandersson stendur enn og aftur frammi fyrir því sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu að geta ekki teflt fram lykilleikmanni sínum í mikilvægum leik hjá liðinu. Að þessu sinni er það Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði liðsins, sem er fjarri góðu gamni vegna hásinarmeiðslanna sem hún varð fyrir í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með Wolfsburg í síðustu viku. Hásin Söru Bjarkar er trosnuð, en myndataka sem hún fór í um helgina leiddi í ljós að rúmur mánuður er í að hún geti byrjað að æfa af fullum krafti á nýjan leik. Af þeim sökum verður Sara Björk ekki með þegar íslenska liðið mætir Slóveníu í undankeppni HM 2019 á Laugardalsvellinum 11. júní næstkomandi. Ofan á meiðsli Söru Bjarkar bætist að Rakel Hönnudóttir sem leyst hefur Dagnýju Brynjarsdóttur af hólmi með miklum sóma inni á miðsvæðinu í undanförnum leikjum íslenska liðsins í undankeppninni er í kapphlaupi við tímann með að ná leiknum gegn Slóveníu. Rakel glímir við tognun aftan í læri og ekki er útséð um hvort hún verður klár í slaginn í tæka tíð. „Það er vissulega þreytandi að við höfum verið að missa einn til tvo lykilleikmenn nánast fyrir hvert verkefni undanfarin misseri, því er ekki að neita. Ég er hins vegar fyrst og fremst leiður fyrir hönd Söru Bjarkar sem hafði átt gríðarlega gott keppnistímabil yfir að hún skyldi meiðast á þessu lykilaugnabliki,“ segir Freyr við Fréttablaðið. „Ég var aftur á móti farinn að búa mig undir að fá fregnir af því að hásinin væri slitin og fram undan væri hálft ár í fjarveru vegna meiðsla. Þar af leiðandi var það ákveðinn léttir þegar Sara Björk færði mér þau tíðindi að svo væri ekki og hún yrði komin aftur á völlinn eftir mánuð. Nú miðast endurhæfing hennar að því að hún verði komin í toppform þegar við mætum Þýskalandi í september,“ segir Freyr um stöðu mála hjá Söru Björk. „Það er huggun harmi gegn að við höfum óvenjulega langan tíma og fáum óvenju margar æfingar í þessum landsliðsglugga. Við getum því farið vel yfir það hvaða breytingar við munum gera í ljósi þess að Sara Björk og hugsanlega Rakel verði ekki með okkur. Við munum mögulega fara í breytingar á leikkerfi til þess að bregðast við þessu, en ég er að fara yfir það þessa dagana hvernig best er leysa fjarveru þessara öflugu leikmanna,“ segir Freyr aðspurður um það hvaða breytingar hann muni gera í ljósi aðstæðna. Ísland er í öðru sæti riðils síns fyrir leikinn gegn Slóveníu, en sigur í leiknum kemur liðinu upp fyrir Þýskaland á topp riðilsins. Ísland og Þýskaland mætast svo í toppslag riðilsins á Laugardalsvelli 1. september og Tékklandi í lokaleik sínum í riðlakeppninni þremur dögum síðar. Liðið sem endar í efsta sæti riðilsins fer beint í lokakeppni HM 2019, en þau fjögur lið sem ná bestum árangri í öðru sæti riðlanna fara í umspil um tvö laus sæti. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira
Fótbolti Freyr Alexandersson stendur enn og aftur frammi fyrir því sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu að geta ekki teflt fram lykilleikmanni sínum í mikilvægum leik hjá liðinu. Að þessu sinni er það Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði liðsins, sem er fjarri góðu gamni vegna hásinarmeiðslanna sem hún varð fyrir í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með Wolfsburg í síðustu viku. Hásin Söru Bjarkar er trosnuð, en myndataka sem hún fór í um helgina leiddi í ljós að rúmur mánuður er í að hún geti byrjað að æfa af fullum krafti á nýjan leik. Af þeim sökum verður Sara Björk ekki með þegar íslenska liðið mætir Slóveníu í undankeppni HM 2019 á Laugardalsvellinum 11. júní næstkomandi. Ofan á meiðsli Söru Bjarkar bætist að Rakel Hönnudóttir sem leyst hefur Dagnýju Brynjarsdóttur af hólmi með miklum sóma inni á miðsvæðinu í undanförnum leikjum íslenska liðsins í undankeppninni er í kapphlaupi við tímann með að ná leiknum gegn Slóveníu. Rakel glímir við tognun aftan í læri og ekki er útséð um hvort hún verður klár í slaginn í tæka tíð. „Það er vissulega þreytandi að við höfum verið að missa einn til tvo lykilleikmenn nánast fyrir hvert verkefni undanfarin misseri, því er ekki að neita. Ég er hins vegar fyrst og fremst leiður fyrir hönd Söru Bjarkar sem hafði átt gríðarlega gott keppnistímabil yfir að hún skyldi meiðast á þessu lykilaugnabliki,“ segir Freyr við Fréttablaðið. „Ég var aftur á móti farinn að búa mig undir að fá fregnir af því að hásinin væri slitin og fram undan væri hálft ár í fjarveru vegna meiðsla. Þar af leiðandi var það ákveðinn léttir þegar Sara Björk færði mér þau tíðindi að svo væri ekki og hún yrði komin aftur á völlinn eftir mánuð. Nú miðast endurhæfing hennar að því að hún verði komin í toppform þegar við mætum Þýskalandi í september,“ segir Freyr um stöðu mála hjá Söru Björk. „Það er huggun harmi gegn að við höfum óvenjulega langan tíma og fáum óvenju margar æfingar í þessum landsliðsglugga. Við getum því farið vel yfir það hvaða breytingar við munum gera í ljósi þess að Sara Björk og hugsanlega Rakel verði ekki með okkur. Við munum mögulega fara í breytingar á leikkerfi til þess að bregðast við þessu, en ég er að fara yfir það þessa dagana hvernig best er leysa fjarveru þessara öflugu leikmanna,“ segir Freyr aðspurður um það hvaða breytingar hann muni gera í ljósi aðstæðna. Ísland er í öðru sæti riðils síns fyrir leikinn gegn Slóveníu, en sigur í leiknum kemur liðinu upp fyrir Þýskaland á topp riðilsins. Ísland og Þýskaland mætast svo í toppslag riðilsins á Laugardalsvelli 1. september og Tékklandi í lokaleik sínum í riðlakeppninni þremur dögum síðar. Liðið sem endar í efsta sæti riðilsins fer beint í lokakeppni HM 2019, en þau fjögur lið sem ná bestum árangri í öðru sæti riðlanna fara í umspil um tvö laus sæti.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira