Innlent

Nýstúdentar með nýlendu í Mexíkó

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Playa Del Carmen verður Íslenska ströndin næstu vikurnar.
Playa Del Carmen verður Íslenska ströndin næstu vikurnar. Vísir/afp
Nýstúdentar fimm framhaldsskóla fagna útskrift sinni í sama strandbænum í Mexíkó. Það verður því sannkölluð Íslendinganýlenda í Playa Del Carmen næstu vikurnar.

Skólarnir sem um ræðir eru Kvennaskólinn sem lagði upp á laugardag, Verslunarskólinn sem fór í gær, Fjölbrautaskóli Suðurlands og Menntaskólinn að Laugarvatni sem fara á morgun og Flensborgarskólinn sem fer næsta laugardag.

Samkvæmt upplýsingum frá ferðaskrifstofunni Trans-Atlantic verða allir hóparnir samtímis í nokkra daga í Playa Del Carmen, samtals um 500 manns. Er það meira fjölmenni frá Íslandi á þessum stað en nokkru sinni fyrr í einu lagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×