Andstæðingar byssueignar hafa gagnrýnt framherjann eftir að hann birti mynd af sér og nýja húðflúrinu á samfélagsmiðlum. Á myndinni sést glögglega hvernig M16-hríðskotariffill gægist upp úr sokk knattspyrnumannsins, sem var þá að æfa með enska landsliðinu í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í sumar.

Í færslu á Instagram brást Sterling við gagnrýninni og segir að byssan sé ekki til marks um aðdáun hans á skotvopnum. Þvert á móti sé hún til að minna sig á heit sem hann strengdi þegar faðir hans var skotinn bana.
Sterling segir að þá hafi hann lofað sjálfum sér að snerta aldrei byssu - en nota þess í stað hægri fótinn til að „skjóta“ boltanum.
Færslu Sterling má sjá hér að neðan.
