Ráðherra óviss um nauðsyn breytinga á meiðyrðalöggjöf Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. maí 2018 11:00 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki viss um að allir séu sammála um nauðsyn þess að breyta löggjöf um meiðyrði þrátt fyrir fjölda dóma gegn Íslandi frá Mannréttindadómstólnum í Strassborg. Vísir/Ernir Dómsmál Þingsályktunartillögu um endurskoðun löggjafar um ærumeiðingar var vísað til ríkisstjórnarinnar með atkvæðagreiðslu á Alþingi fyrr í vikunni. Markmið endurskoðunarinnar er að ná betur utan um tjáningarfrelsisákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu eins og það hefur verið túlkað af Mannréttindadómstólnum. Á árunum 2012 til 2017 hefur íslenska ríkið verið dæmt sex sinnum af Mannréttindadómstólnum fyrir brot gegn tjáningarfrelsi fjölmiðlamanna sem hlotið höfðu dóma fyrir meiðyrði fyrir íslenskum dómstólum. Í öllum tilvikum reyndi á ákvæði hegningarlaga um aðdróttanir í garð nafngreindrar persónu. Í dómunum var í raun ekki sett út á lagaákvæðið sjálft heldur beitingu þess fyrir íslenskum dómstólum. Ekki verður hins vegar séð að dómarnir hafi haft áhrif á dómaframkvæmd hér á landi sem veldur því að tjáningarfrelsi blaðamanna er reglulegt umræðuefni í samfélaginu, ekki síst meðal blaðamanna og stjórnmálamanna sem vilja bæta úr. Þingmál hljóta brautargengi á Alþingi, vinnuhópar og nefndir eru skipaðar, frumvörp verða til. Lögunum hefur þó enn ekki verið breytt og dómaframkvæmd íslenskra dómstóla er sú sama. „Ég er ekki alveg viss um að það séu allir sammála um hvort það sé einhver þörf á að breyta þessu,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra aðspurð um endurskoðun löggjafarinnar, sem er á hennar málefnasviði. Hún segist munu bíða niðurstöðu nefndar forsætisráðherra og sjá hvað hún leggur til. „Ef niðurstaðan er sú að menn telji að það þurfi að breyta einhverju þá gerum við það auðvitað,“ segir Sigríður en hyggst þó bíða álits refsiréttarnefndar áður en til þess kæmi enda kunni ólík sjónarmið að vera uppi um nauðsyn breytinga. „Menn hafa stundum verið að misskilja dóma Mannréttindadómstólsins í þessu þannig að það þarf að skoða þetta vel,“ segir ráðherra. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira
Dómsmál Þingsályktunartillögu um endurskoðun löggjafar um ærumeiðingar var vísað til ríkisstjórnarinnar með atkvæðagreiðslu á Alþingi fyrr í vikunni. Markmið endurskoðunarinnar er að ná betur utan um tjáningarfrelsisákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu eins og það hefur verið túlkað af Mannréttindadómstólnum. Á árunum 2012 til 2017 hefur íslenska ríkið verið dæmt sex sinnum af Mannréttindadómstólnum fyrir brot gegn tjáningarfrelsi fjölmiðlamanna sem hlotið höfðu dóma fyrir meiðyrði fyrir íslenskum dómstólum. Í öllum tilvikum reyndi á ákvæði hegningarlaga um aðdróttanir í garð nafngreindrar persónu. Í dómunum var í raun ekki sett út á lagaákvæðið sjálft heldur beitingu þess fyrir íslenskum dómstólum. Ekki verður hins vegar séð að dómarnir hafi haft áhrif á dómaframkvæmd hér á landi sem veldur því að tjáningarfrelsi blaðamanna er reglulegt umræðuefni í samfélaginu, ekki síst meðal blaðamanna og stjórnmálamanna sem vilja bæta úr. Þingmál hljóta brautargengi á Alþingi, vinnuhópar og nefndir eru skipaðar, frumvörp verða til. Lögunum hefur þó enn ekki verið breytt og dómaframkvæmd íslenskra dómstóla er sú sama. „Ég er ekki alveg viss um að það séu allir sammála um hvort það sé einhver þörf á að breyta þessu,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra aðspurð um endurskoðun löggjafarinnar, sem er á hennar málefnasviði. Hún segist munu bíða niðurstöðu nefndar forsætisráðherra og sjá hvað hún leggur til. „Ef niðurstaðan er sú að menn telji að það þurfi að breyta einhverju þá gerum við það auðvitað,“ segir Sigríður en hyggst þó bíða álits refsiréttarnefndar áður en til þess kæmi enda kunni ólík sjónarmið að vera uppi um nauðsyn breytinga. „Menn hafa stundum verið að misskilja dóma Mannréttindadómstólsins í þessu þannig að það þarf að skoða þetta vel,“ segir ráðherra.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira