Ráðherra óviss um nauðsyn breytinga á meiðyrðalöggjöf Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. maí 2018 11:00 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki viss um að allir séu sammála um nauðsyn þess að breyta löggjöf um meiðyrði þrátt fyrir fjölda dóma gegn Íslandi frá Mannréttindadómstólnum í Strassborg. Vísir/Ernir Dómsmál Þingsályktunartillögu um endurskoðun löggjafar um ærumeiðingar var vísað til ríkisstjórnarinnar með atkvæðagreiðslu á Alþingi fyrr í vikunni. Markmið endurskoðunarinnar er að ná betur utan um tjáningarfrelsisákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu eins og það hefur verið túlkað af Mannréttindadómstólnum. Á árunum 2012 til 2017 hefur íslenska ríkið verið dæmt sex sinnum af Mannréttindadómstólnum fyrir brot gegn tjáningarfrelsi fjölmiðlamanna sem hlotið höfðu dóma fyrir meiðyrði fyrir íslenskum dómstólum. Í öllum tilvikum reyndi á ákvæði hegningarlaga um aðdróttanir í garð nafngreindrar persónu. Í dómunum var í raun ekki sett út á lagaákvæðið sjálft heldur beitingu þess fyrir íslenskum dómstólum. Ekki verður hins vegar séð að dómarnir hafi haft áhrif á dómaframkvæmd hér á landi sem veldur því að tjáningarfrelsi blaðamanna er reglulegt umræðuefni í samfélaginu, ekki síst meðal blaðamanna og stjórnmálamanna sem vilja bæta úr. Þingmál hljóta brautargengi á Alþingi, vinnuhópar og nefndir eru skipaðar, frumvörp verða til. Lögunum hefur þó enn ekki verið breytt og dómaframkvæmd íslenskra dómstóla er sú sama. „Ég er ekki alveg viss um að það séu allir sammála um hvort það sé einhver þörf á að breyta þessu,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra aðspurð um endurskoðun löggjafarinnar, sem er á hennar málefnasviði. Hún segist munu bíða niðurstöðu nefndar forsætisráðherra og sjá hvað hún leggur til. „Ef niðurstaðan er sú að menn telji að það þurfi að breyta einhverju þá gerum við það auðvitað,“ segir Sigríður en hyggst þó bíða álits refsiréttarnefndar áður en til þess kæmi enda kunni ólík sjónarmið að vera uppi um nauðsyn breytinga. „Menn hafa stundum verið að misskilja dóma Mannréttindadómstólsins í þessu þannig að það þarf að skoða þetta vel,“ segir ráðherra. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Dómsmál Þingsályktunartillögu um endurskoðun löggjafar um ærumeiðingar var vísað til ríkisstjórnarinnar með atkvæðagreiðslu á Alþingi fyrr í vikunni. Markmið endurskoðunarinnar er að ná betur utan um tjáningarfrelsisákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu eins og það hefur verið túlkað af Mannréttindadómstólnum. Á árunum 2012 til 2017 hefur íslenska ríkið verið dæmt sex sinnum af Mannréttindadómstólnum fyrir brot gegn tjáningarfrelsi fjölmiðlamanna sem hlotið höfðu dóma fyrir meiðyrði fyrir íslenskum dómstólum. Í öllum tilvikum reyndi á ákvæði hegningarlaga um aðdróttanir í garð nafngreindrar persónu. Í dómunum var í raun ekki sett út á lagaákvæðið sjálft heldur beitingu þess fyrir íslenskum dómstólum. Ekki verður hins vegar séð að dómarnir hafi haft áhrif á dómaframkvæmd hér á landi sem veldur því að tjáningarfrelsi blaðamanna er reglulegt umræðuefni í samfélaginu, ekki síst meðal blaðamanna og stjórnmálamanna sem vilja bæta úr. Þingmál hljóta brautargengi á Alþingi, vinnuhópar og nefndir eru skipaðar, frumvörp verða til. Lögunum hefur þó enn ekki verið breytt og dómaframkvæmd íslenskra dómstóla er sú sama. „Ég er ekki alveg viss um að það séu allir sammála um hvort það sé einhver þörf á að breyta þessu,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra aðspurð um endurskoðun löggjafarinnar, sem er á hennar málefnasviði. Hún segist munu bíða niðurstöðu nefndar forsætisráðherra og sjá hvað hún leggur til. „Ef niðurstaðan er sú að menn telji að það þurfi að breyta einhverju þá gerum við það auðvitað,“ segir Sigríður en hyggst þó bíða álits refsiréttarnefndar áður en til þess kæmi enda kunni ólík sjónarmið að vera uppi um nauðsyn breytinga. „Menn hafa stundum verið að misskilja dóma Mannréttindadómstólsins í þessu þannig að það þarf að skoða þetta vel,“ segir ráðherra.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira