Heimir: Myndum vera léleg eftirlíking af Spáni eða Þýskalandi Einar Sigurvinsson skrifar 10. maí 2018 22:00 Arnar Bill og Heimir á FIFA safninu í Zurich. mynd/ksi.is „Það er sjaldan sem þú finnur landsliðsþjálfara á bar með stuðningsmönnum, tveimur klukkustundum áður en leikur hefst. En þegar Ísland kemur við sögu eiga hlutirnir það til að vera öðruvísi.“ Svona hefst umfjöllun fréttastofu Reuters um íslenska landsliðið sem birt var í dag. Fyrr í vikunni sat Heimir Hallgrímssonar pallborðsumræður á safni FIFA í Zurich ásamt Arnari Bill Gunnarssyni, fræðslustjóra KSÍ. Þeim var nýlokið þegar blaðamaður Reuters náði tali við hann. Fyrir utan árangur íslenska landsliðsins vekur fátt meiri athygli erlendra íþróttafréttamanna en það að Heimir skuli hitta stuðningsmenn rétt áður en leikur hefst. „Hálf stúkan var auð á landsleikjum. Fyrsta sinn sem við gerðum þetta mættu sjö stuðningsmenn. Nú mæta 500 til 600 manns,“ sagði Heimir við blaðamann Reuters. Önnur spurning sem Heimir þarf reglulega að svara þegar erlendir blaðamann koma við sögu snýst að starfi hans sem tannlæknir. Heimir útskýrir hvernig tannlækningarnar hafa nýst honum í þjálfarastarfinu. „Þegar þú er tannlæknir þarftu að aðlaga þig að skjólstæðingnum. Sumir gætu verið mjög hræddir, sumir mjög rólegir. Það er eins þegar þú þjálfar knattspyrnumenn. Þú þarft að vita hvers konar tegund af leikmanni hann er og aðlaga þig að hans hugarfari.“ Þá útskýrir Heimir sínar áherslur fyrir leikstíl íslenska liðsins. „Við vitum að við getum ekki verið bestir á öllum sviðum, við erum Ísland. Við myndum vera léleg eftirlíking af Spáni eða Þýskalandi ef við reyndum að herma eftir þeim.“ „Við vitum að við erum ekki besta sendingaliðið, svo við höfum ekki áhyggjur af tölfræði um heppnaðar sendingar eða hlutfall um vald á bolta. Við verðum að vera betri á öðrum sviðum,“ segir Heimir og nefnir þá þætti sem íslenska liðið þarf að hafa. „Við verðum að berjast meira en hitt liðið, við verðum að vera agaðir, við verðum að vera mjög skipulagðir, við verðum að vera einbeittir, við verðum að vera góðir í föstum leikatriðum. Þetta eru atriði sem leikmenn okkar verða að hafa á hreinu.“ Heimsmeistaramótið í Rússlandi hefst 14. júní og eru því aðeins 34 dagar til stefnu. Lokahópur íslenska landsliðsins fyrir mótið verður kynntur á morgun. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
„Það er sjaldan sem þú finnur landsliðsþjálfara á bar með stuðningsmönnum, tveimur klukkustundum áður en leikur hefst. En þegar Ísland kemur við sögu eiga hlutirnir það til að vera öðruvísi.“ Svona hefst umfjöllun fréttastofu Reuters um íslenska landsliðið sem birt var í dag. Fyrr í vikunni sat Heimir Hallgrímssonar pallborðsumræður á safni FIFA í Zurich ásamt Arnari Bill Gunnarssyni, fræðslustjóra KSÍ. Þeim var nýlokið þegar blaðamaður Reuters náði tali við hann. Fyrir utan árangur íslenska landsliðsins vekur fátt meiri athygli erlendra íþróttafréttamanna en það að Heimir skuli hitta stuðningsmenn rétt áður en leikur hefst. „Hálf stúkan var auð á landsleikjum. Fyrsta sinn sem við gerðum þetta mættu sjö stuðningsmenn. Nú mæta 500 til 600 manns,“ sagði Heimir við blaðamann Reuters. Önnur spurning sem Heimir þarf reglulega að svara þegar erlendir blaðamann koma við sögu snýst að starfi hans sem tannlæknir. Heimir útskýrir hvernig tannlækningarnar hafa nýst honum í þjálfarastarfinu. „Þegar þú er tannlæknir þarftu að aðlaga þig að skjólstæðingnum. Sumir gætu verið mjög hræddir, sumir mjög rólegir. Það er eins þegar þú þjálfar knattspyrnumenn. Þú þarft að vita hvers konar tegund af leikmanni hann er og aðlaga þig að hans hugarfari.“ Þá útskýrir Heimir sínar áherslur fyrir leikstíl íslenska liðsins. „Við vitum að við getum ekki verið bestir á öllum sviðum, við erum Ísland. Við myndum vera léleg eftirlíking af Spáni eða Þýskalandi ef við reyndum að herma eftir þeim.“ „Við vitum að við erum ekki besta sendingaliðið, svo við höfum ekki áhyggjur af tölfræði um heppnaðar sendingar eða hlutfall um vald á bolta. Við verðum að vera betri á öðrum sviðum,“ segir Heimir og nefnir þá þætti sem íslenska liðið þarf að hafa. „Við verðum að berjast meira en hitt liðið, við verðum að vera agaðir, við verðum að vera mjög skipulagðir, við verðum að vera einbeittir, við verðum að vera góðir í föstum leikatriðum. Þetta eru atriði sem leikmenn okkar verða að hafa á hreinu.“ Heimsmeistaramótið í Rússlandi hefst 14. júní og eru því aðeins 34 dagar til stefnu. Lokahópur íslenska landsliðsins fyrir mótið verður kynntur á morgun.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira