Erlent

Popúlistar á Ítalíu nálgast samkomulag

Grétar Þór Sigurðsson skrifar
Matteo Salvini greiðir hér atkvæði.
Matteo Salvini greiðir hér atkvæði. Vísir/AFP
Fimm stjörnu hreyfingin og Norðurbandalagið nálgast það að mynda ríkisstjórn á Ítalíu. Tveir mánuðir eru síðan kosið var á Ítalíu og takist flokkunum að mynda ríkisstjórn kemur það í veg fyrir áframhaldandi stjórnarkreppu og möguleikann á öðrum kosningum.

Sergio Mattarella, forseti Ítalíu, hafði gefið leiðtogum hreyfinganna frest til dagsins í gær með ríkisstjórnarmyndunina en hefur nú framlengt frestinn fram á sunnudag.

Forsetinn sagði nýlega í ræðu að leiðtogar flokkanna ættu að forðast það að mynda ríkisstjórn í andstöðu við Evrópusambandið. Hann sagði að það yrðu mistök og mælti gegn því „að horfa til 19. aldar lausna til að leysa vandamál 21. aldarinnar“.

Óvíst er hvort Mattarella fær það uppfyllt því báðir þessir flokkar eru andsnúnir komu flóttamanna til Ítalíu og á móti Evrópusambandinu.




Tengdar fréttir

Ítalir aftur að kjörborðinu

Ítalir þurfa að öllum líkindum að ganga til annarra kosninga eftir að stjórnarmyndunarviðræður runnu út í sandinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×