Kúabændur segja greiðslur til Eyþórs út úr kú Jakob Bjarnar skrifar 11. maí 2018 11:56 Gramir bændur telja fráleitt að MS og KS styrki framboð Eyþórs Arnalds. en framboðsstyrkir MS til Eyþórs Arnalds voru ekki samþykktir á stjórnarfundi og verður málið tekið upp á næsta fundi. Á Facebooksíðunni Kúabændur og spekúlantar eru menn gramir. Þar er vitnað til fréttar Vísis um kostnað vegna framboðs Eyþórs Arnalds þar sem fram kemur meðal annars að MS eða Mjólkursamsalan hafi stutt framboð Eyþórs Arnalds um 200 þúsund krónur og KS, Kaupfélag Skagfirðinga, um aðrar 200 þúsund krónur. „MS er í eigu kúabænda og þar er ég einn eigenda, sá sem lagði þessa peninga inn á framboð Eyþórs var ekki að gera það í mínu umboði,“ segir málshefjandi í hópi kúabænda, sem er Ragnhildur Sævarsdóttir. Og hún spyr: „Hvað næst? Á að styðja fleiri framboð?“ Óhætt er að segja að þessar upplýsingar fari ekki vel í kúabændur. Ester Guðjónsdóttir tekur undir með Ragnhildi, segir að þó Eyþór sé eflaust ágætismaður þá eigi MS ekki að skipta sér af pólitík. Og fleiri segja að þetta sé ekki í sínu umboði. María Úlfarsdóttir segist sammála Ragnhildi: „Algjörlega ólíðandi!“ Og Katrín Andrésdóttir segir:Til háborinnar skammar! Þetta verður að skýra opinberlega og sjálfsögð krafa að þau sem stóðu fyrir þessu greiði þetta úr eigin vasa.“ Birna Þorsteinsdóttir leggur orð í belg og segir að fljótlega eftir að hún kom í stjórn MS þá hafi verið tekin ákvörðun um að styðja engin framboð, „það hefur þá orðið breyting á“. Kallað er eftir viðbrögðum Ara Edwald, forstjóra MS og Egils Sigurðssonar, sem er stjórnarmaður í Auðhumlu, sem á 90 prósenta hlut í MS og hann upplýsir að þessi styrkveiting hafi ekki verið samþykkt í stjórn og slíkir styrkir hafa ekki tíðkast hjá MS um langt árabil. „Hér hafa orðið einhver mistök eða misskilningur sem við förum yfir á næsta stjórnarfundi.“ Kosningar 2018 Landbúnaður Tengdar fréttir Framboð Eyþórs kostaði 4,9 milljónir Framlög til framboðsins voru rúmar 3,3 milljónir króna, þar af ein milljón sem Eyþór lagði sjálfur til. 3. maí 2018 15:21 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Á Facebooksíðunni Kúabændur og spekúlantar eru menn gramir. Þar er vitnað til fréttar Vísis um kostnað vegna framboðs Eyþórs Arnalds þar sem fram kemur meðal annars að MS eða Mjólkursamsalan hafi stutt framboð Eyþórs Arnalds um 200 þúsund krónur og KS, Kaupfélag Skagfirðinga, um aðrar 200 þúsund krónur. „MS er í eigu kúabænda og þar er ég einn eigenda, sá sem lagði þessa peninga inn á framboð Eyþórs var ekki að gera það í mínu umboði,“ segir málshefjandi í hópi kúabænda, sem er Ragnhildur Sævarsdóttir. Og hún spyr: „Hvað næst? Á að styðja fleiri framboð?“ Óhætt er að segja að þessar upplýsingar fari ekki vel í kúabændur. Ester Guðjónsdóttir tekur undir með Ragnhildi, segir að þó Eyþór sé eflaust ágætismaður þá eigi MS ekki að skipta sér af pólitík. Og fleiri segja að þetta sé ekki í sínu umboði. María Úlfarsdóttir segist sammála Ragnhildi: „Algjörlega ólíðandi!“ Og Katrín Andrésdóttir segir:Til háborinnar skammar! Þetta verður að skýra opinberlega og sjálfsögð krafa að þau sem stóðu fyrir þessu greiði þetta úr eigin vasa.“ Birna Þorsteinsdóttir leggur orð í belg og segir að fljótlega eftir að hún kom í stjórn MS þá hafi verið tekin ákvörðun um að styðja engin framboð, „það hefur þá orðið breyting á“. Kallað er eftir viðbrögðum Ara Edwald, forstjóra MS og Egils Sigurðssonar, sem er stjórnarmaður í Auðhumlu, sem á 90 prósenta hlut í MS og hann upplýsir að þessi styrkveiting hafi ekki verið samþykkt í stjórn og slíkir styrkir hafa ekki tíðkast hjá MS um langt árabil. „Hér hafa orðið einhver mistök eða misskilningur sem við förum yfir á næsta stjórnarfundi.“
Kosningar 2018 Landbúnaður Tengdar fréttir Framboð Eyþórs kostaði 4,9 milljónir Framlög til framboðsins voru rúmar 3,3 milljónir króna, þar af ein milljón sem Eyþór lagði sjálfur til. 3. maí 2018 15:21 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Framboð Eyþórs kostaði 4,9 milljónir Framlög til framboðsins voru rúmar 3,3 milljónir króna, þar af ein milljón sem Eyþór lagði sjálfur til. 3. maí 2018 15:21