Lögfræðingur Weinstein telur að konurnar séu ekki að segja satt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. maí 2018 14:45 Weinstein komst upp með að áreita og beita konur kynferðislegu ofbeldi um áratugaskeið óáreittur. Vísir/AFP Í viðtali við BBC sagði Benjamin Brafman lögfræðingur Harvey Weinstein að fyrrum framleiðandinn sé núna einmana og reiður en þeir ræða saman tuttugu sinnum á dag. Weinstein hefur bæði tapað starfinu og fjölskyldunni. Lögregla rannsakar nú mál gegn honum í Los Angeles, New York og London. Meira en 80 konur hafa stigið fram með ásakanir gegn Weinstein síðan í október, meðal annars vegna nauðgunar. Lögfræðingurinn telur að konurnar sem hafa stigið fram með ásakanir gegn Weinstein séu ekki að segja sannleikann. „Þetta er eitt af skrítnustu málum sem ég hef komið nálægt.“ Lögfræðingurinn viðurkennir að Weinstein gæti hafa hegðað sér á óviðeigandi hátt, en segir að hann hafi ekki gert neitt ólöglegt. Brafman óttast samt að Weinstein myndi ekki fá sanngjörn réttarhöld. Niðurlægð og brotin Georgina Chapman fyrrum eiginkona Harvey Weinstein sagði í viðtali við Vogue í vikunni að hún hafi ekki vitað um kynferðislega áreitni og ofbeldi hans. Þetta er fyrsta skiptið sem hún tjáir sig opinberlega eftir skilnaðinn. Í viðtali nuvið Vogue viðurkenndi Chapman að hún hafi varla farið út úr húsi síðustu mánuði, síðan fyrstu fréttirnar birtust um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi Weinstein. Sjá einnig: Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn „Ég hélt að ég væri í hamingjusömu sambandi, ég elskaði líf mitt,“ segir Chapman. Hún segir í viðtalinu að Weinstein hafi ferðast mikið og því hafi hún verið alveg grunlaus. „Ég léttist um fjögur og hálft kíló á fimm dögum, ég hélt engum mat niðri,“ segir Chapman um fyrstu dagana eftir að fréttirnar birtust um Weinstein. „Ég vissi að ég þyrfti að fara og taka börnin í burtu.“ Weinstein og Chapman giftust árið 2007 og eiga saman tvö börn. Í október tilkynnti hún um skilnaðinn. Hún segist hafa verið bæði ringluð og reið síðustu mánuði. „Ég var svo niðurlægð og svo brotin.“ MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Ashley Judd í mál við Harvey Weinstein Harvey Weinstein á að hafa beitt áhrifum sínum í Hollywood til að koma í veg fyrir framgang Judd í starfi. 30. apríl 2018 23:53 Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26 Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30 Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Í viðtali við BBC sagði Benjamin Brafman lögfræðingur Harvey Weinstein að fyrrum framleiðandinn sé núna einmana og reiður en þeir ræða saman tuttugu sinnum á dag. Weinstein hefur bæði tapað starfinu og fjölskyldunni. Lögregla rannsakar nú mál gegn honum í Los Angeles, New York og London. Meira en 80 konur hafa stigið fram með ásakanir gegn Weinstein síðan í október, meðal annars vegna nauðgunar. Lögfræðingurinn telur að konurnar sem hafa stigið fram með ásakanir gegn Weinstein séu ekki að segja sannleikann. „Þetta er eitt af skrítnustu málum sem ég hef komið nálægt.“ Lögfræðingurinn viðurkennir að Weinstein gæti hafa hegðað sér á óviðeigandi hátt, en segir að hann hafi ekki gert neitt ólöglegt. Brafman óttast samt að Weinstein myndi ekki fá sanngjörn réttarhöld. Niðurlægð og brotin Georgina Chapman fyrrum eiginkona Harvey Weinstein sagði í viðtali við Vogue í vikunni að hún hafi ekki vitað um kynferðislega áreitni og ofbeldi hans. Þetta er fyrsta skiptið sem hún tjáir sig opinberlega eftir skilnaðinn. Í viðtali nuvið Vogue viðurkenndi Chapman að hún hafi varla farið út úr húsi síðustu mánuði, síðan fyrstu fréttirnar birtust um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi Weinstein. Sjá einnig: Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn „Ég hélt að ég væri í hamingjusömu sambandi, ég elskaði líf mitt,“ segir Chapman. Hún segir í viðtalinu að Weinstein hafi ferðast mikið og því hafi hún verið alveg grunlaus. „Ég léttist um fjögur og hálft kíló á fimm dögum, ég hélt engum mat niðri,“ segir Chapman um fyrstu dagana eftir að fréttirnar birtust um Weinstein. „Ég vissi að ég þyrfti að fara og taka börnin í burtu.“ Weinstein og Chapman giftust árið 2007 og eiga saman tvö börn. Í október tilkynnti hún um skilnaðinn. Hún segist hafa verið bæði ringluð og reið síðustu mánuði. „Ég var svo niðurlægð og svo brotin.“
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Ashley Judd í mál við Harvey Weinstein Harvey Weinstein á að hafa beitt áhrifum sínum í Hollywood til að koma í veg fyrir framgang Judd í starfi. 30. apríl 2018 23:53 Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26 Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30 Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Ashley Judd í mál við Harvey Weinstein Harvey Weinstein á að hafa beitt áhrifum sínum í Hollywood til að koma í veg fyrir framgang Judd í starfi. 30. apríl 2018 23:53
Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26
Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40
Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30