Svona er röð laganna í Eurovision ákveðin Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. maí 2018 17:30 Christer Björkman framleiðandi Eurovision keppninnar. Skjáskot/Youtube Röðun laganna í söngvakeppni eins og Eurovision er engin tilviljun og er mikil hugsun á bak við hina fullkomnu lagauppröðun. Eftir báðar undankeppnirnar sest framleiðandinn niður með sínu teymi og talar um bestu leiðina til þess að raða niður lögunum á úrslitakvöldinu. „Þetta snýst allt um að byggja upp flotta sýningu,“ segir Christer Björkman framleiðandi keppninnar. „Þú vilt byrja á góðri orku og koma partýinu af stað.“ Hann segir að þetta sé næstum því eins og að setja upp söngleik. „Þetta er eins og að búa til lag úr mörgum lögum.“ Nauðsynlegt að hafa gott flæði Það sem Björkman þarf svo að taka inn í reikninginn er að lögin eru dregin inn í annað hvort fyrri eða seinni hluta úrslitakvöldsins. Einnig þarf að hafa í huga alla aukahlutina sem fylgja sumum atriðunum, en starfsfólkið hefur aðeins 40 sekúndur á milli laga til þess að ganga frá og gera tilbúið fyrir næsta atriði. Við skipulagið notar hann litríka minnismiða sem límdir eru upp á stóra töflu. „Post-it miðarnir minna mig á það hvernig lagið er og hvernig tilfinningu það gefur mér.“ Litirnir gefa honum vísbendingu um það hvort gott flæði sé á uppröðuninni, þegar hann er enn að kynnast lögunum snemma í ferlinu. Aldrei fimm ballöður í röð „Til að láta hvert lag skína og verða demanturinn sem það á að vera, þarf að umkringja það með tveimur ólíkum lögum og það get ég gert þegar ég hef tækifærið til þess. Það er margt sem þarf að taka tillit til.“ „Það er sviðsmyndin, litur atriðisins, því ég vil helst ekki seta fjögur rauð atriði í röð, svo er það hraðinn, stundum tungumálið.“ Einnig spáir hann stundum í kyni flytjanda og hvort um er að ræða einstakling eða hóp. „Það eru svo margar breytur sem ég get notað en það mikilvægasta er orka lagsins og tegund. Ég myndi ekki setja þrjú hröð popplög í röð til dæmis og ég myndi ekki setja fimm ballöður í röð, aldrei.“ Eurovision Tengdar fréttir Bannað að sýna Eurovision eftir að hafa átt við útsendinguna Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur bannað einni vinsælustu sjónvarpsstöð í Kína að senda frá Eurovision-söngvakeppninni, sem fram fer þessa dagana. 11. maí 2018 06:52 „Skammastu þín, Salvador Sobral“ Portúgalski söngvarinn Salvador Sobral segir að framlag Ísrael til keppninnar í ár sé hræðilegt. 11. maí 2018 11:45 Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
Röðun laganna í söngvakeppni eins og Eurovision er engin tilviljun og er mikil hugsun á bak við hina fullkomnu lagauppröðun. Eftir báðar undankeppnirnar sest framleiðandinn niður með sínu teymi og talar um bestu leiðina til þess að raða niður lögunum á úrslitakvöldinu. „Þetta snýst allt um að byggja upp flotta sýningu,“ segir Christer Björkman framleiðandi keppninnar. „Þú vilt byrja á góðri orku og koma partýinu af stað.“ Hann segir að þetta sé næstum því eins og að setja upp söngleik. „Þetta er eins og að búa til lag úr mörgum lögum.“ Nauðsynlegt að hafa gott flæði Það sem Björkman þarf svo að taka inn í reikninginn er að lögin eru dregin inn í annað hvort fyrri eða seinni hluta úrslitakvöldsins. Einnig þarf að hafa í huga alla aukahlutina sem fylgja sumum atriðunum, en starfsfólkið hefur aðeins 40 sekúndur á milli laga til þess að ganga frá og gera tilbúið fyrir næsta atriði. Við skipulagið notar hann litríka minnismiða sem límdir eru upp á stóra töflu. „Post-it miðarnir minna mig á það hvernig lagið er og hvernig tilfinningu það gefur mér.“ Litirnir gefa honum vísbendingu um það hvort gott flæði sé á uppröðuninni, þegar hann er enn að kynnast lögunum snemma í ferlinu. Aldrei fimm ballöður í röð „Til að láta hvert lag skína og verða demanturinn sem það á að vera, þarf að umkringja það með tveimur ólíkum lögum og það get ég gert þegar ég hef tækifærið til þess. Það er margt sem þarf að taka tillit til.“ „Það er sviðsmyndin, litur atriðisins, því ég vil helst ekki seta fjögur rauð atriði í röð, svo er það hraðinn, stundum tungumálið.“ Einnig spáir hann stundum í kyni flytjanda og hvort um er að ræða einstakling eða hóp. „Það eru svo margar breytur sem ég get notað en það mikilvægasta er orka lagsins og tegund. Ég myndi ekki setja þrjú hröð popplög í röð til dæmis og ég myndi ekki setja fimm ballöður í röð, aldrei.“
Eurovision Tengdar fréttir Bannað að sýna Eurovision eftir að hafa átt við útsendinguna Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur bannað einni vinsælustu sjónvarpsstöð í Kína að senda frá Eurovision-söngvakeppninni, sem fram fer þessa dagana. 11. maí 2018 06:52 „Skammastu þín, Salvador Sobral“ Portúgalski söngvarinn Salvador Sobral segir að framlag Ísrael til keppninnar í ár sé hræðilegt. 11. maí 2018 11:45 Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
Bannað að sýna Eurovision eftir að hafa átt við útsendinguna Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur bannað einni vinsælustu sjónvarpsstöð í Kína að senda frá Eurovision-söngvakeppninni, sem fram fer þessa dagana. 11. maí 2018 06:52
„Skammastu þín, Salvador Sobral“ Portúgalski söngvarinn Salvador Sobral segir að framlag Ísrael til keppninnar í ár sé hræðilegt. 11. maí 2018 11:45