Fagnar gullnu tækifæri Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. maí 2018 11:00 Cho Myoung-gyon, sameiningarráðherra Suður-Kóreu. Vísir/EPA Gullið tækifæri er nú til þess að ná fram algerri kjarnorkuafvopnun og varanlegum friði á Kóreuskaga. Þetta sagði Cho Myoung-gyon, sameiningarráðherra Suður-Kóreu, á ráðstefnu í höfuðborginni Seúl. „Við vitum ekki hvort eða hvenær slíkt tækifæri býðst aftur,“ sagði Cho. Að mati ráðherrans eru kjöraðstæður nú til að ná þessum markmiðum í ljósi góðs fundar Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, sem haldinn var í landamærabænum Panmunjom rétt fyrir mánaðamót. Þar sammæltust leiðtogarnir meðal annars um að vinna að kjarnorkuafvopnun og formlegum lokum Kóreustríðsins. „Ekki var hægt að fylgja eftir samningum sem náðust í fyrri leiðtogaviðræðum þar sem þær voru haldnar þegar þáverandi forsetar Suður-Kóreu áttu lítið eftir af kjörtímabili sínu. Nú eru horfur betri þar sem fundurinn var haldinn snemma á kjörtímabilinu,“ sagði Cho enn fremur og vísaði til leiðtogafunda sem haldnir voru árin 2000 og 2007. Senn líður að leiðtogafundi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, með Kim. Hann verður haldinn í Singapúr þann 12. júní næstkomandi. Þá mun Moon forseti heimsækja Trump til Washington 22. maí. Á ráðstefnunni í gær sagði Cho að Moon og Trump myndu á fundi sínum í Washington útkljá allar deilur um hvernig væri best að nálgast Norður-Kóreu. Þá mun Suður-Kórea eiga í sams konar viðræðum við Kína, að því er suðurkóreski miðillinn Yonhap greinir frá. Reuters greindi frá því í gær að Singapúr hafi orðið fyrir valinu þar sem ríkið er tiltölulega hlutlaust og vegna þess að norðurkóreska sendinefndin þarf ekki að fljúga langt til að komast á áfangastað. Frá því að Kim varð einræðisherra árið 2011 hefur hann bara ferðast einu sinni til útlanda með flugi, svo vitað sé. Það var í síðustu viku þegar hann ræddi við Xi Jinping, forseta Kína, í Dalian. Flaug hann þangað á Ilyushin-62M einkaþotu sinni á meðan flogið var með glæsikerru hans á áfangastað í fraktflugvél. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Sjá meira
Gullið tækifæri er nú til þess að ná fram algerri kjarnorkuafvopnun og varanlegum friði á Kóreuskaga. Þetta sagði Cho Myoung-gyon, sameiningarráðherra Suður-Kóreu, á ráðstefnu í höfuðborginni Seúl. „Við vitum ekki hvort eða hvenær slíkt tækifæri býðst aftur,“ sagði Cho. Að mati ráðherrans eru kjöraðstæður nú til að ná þessum markmiðum í ljósi góðs fundar Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, sem haldinn var í landamærabænum Panmunjom rétt fyrir mánaðamót. Þar sammæltust leiðtogarnir meðal annars um að vinna að kjarnorkuafvopnun og formlegum lokum Kóreustríðsins. „Ekki var hægt að fylgja eftir samningum sem náðust í fyrri leiðtogaviðræðum þar sem þær voru haldnar þegar þáverandi forsetar Suður-Kóreu áttu lítið eftir af kjörtímabili sínu. Nú eru horfur betri þar sem fundurinn var haldinn snemma á kjörtímabilinu,“ sagði Cho enn fremur og vísaði til leiðtogafunda sem haldnir voru árin 2000 og 2007. Senn líður að leiðtogafundi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, með Kim. Hann verður haldinn í Singapúr þann 12. júní næstkomandi. Þá mun Moon forseti heimsækja Trump til Washington 22. maí. Á ráðstefnunni í gær sagði Cho að Moon og Trump myndu á fundi sínum í Washington útkljá allar deilur um hvernig væri best að nálgast Norður-Kóreu. Þá mun Suður-Kórea eiga í sams konar viðræðum við Kína, að því er suðurkóreski miðillinn Yonhap greinir frá. Reuters greindi frá því í gær að Singapúr hafi orðið fyrir valinu þar sem ríkið er tiltölulega hlutlaust og vegna þess að norðurkóreska sendinefndin þarf ekki að fljúga langt til að komast á áfangastað. Frá því að Kim varð einræðisherra árið 2011 hefur hann bara ferðast einu sinni til útlanda með flugi, svo vitað sé. Það var í síðustu viku þegar hann ræddi við Xi Jinping, forseta Kína, í Dalian. Flaug hann þangað á Ilyushin-62M einkaþotu sinni á meðan flogið var með glæsikerru hans á áfangastað í fraktflugvél.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Sjá meira