Sjö fórust í verstu árásinni í tvo áratugi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. maí 2018 09:00 Árásin var sú hrottalegasta í áratugi í Ástralíu og mun skilja eftir sig djúpt sár í áströlsku samfélagi. Vísir/EPA Sjö, þar af fjögur börn, fundust látin í smábænum Osmington á suðvesturströnd Ástralíu seint á fimmtudagskvöld. Samkvæmt ástralska ABC News var um að ræða þrjá ættliði sömu fjölskyldu, fjögur börn, móður þeirra, ömmu og afa. Tvær byssur fundust á vettvangi og staðfesti Chris Dawson lögreglustjóri að skotsár væru á hinum látnu. Lögregla vildi þó ekki staðfesta hvort árásin flokkaðist sem fjöldaskotárás. Þá staðfesti lögregla ekki heldur að árásarmaðurinn hefði verið einn hinna látnu, líkt og ástralskir fjölmiðlar hafa sumir haldið fram. „Þessi harmleikur mun koma til með að hafa varanleg áhrif á fjölskylduna, samfélagið í kring og reyndar öll samfélög hér á suðvesturströndinni,“ sagði Dawson á blaðamannafundi Ljóst er að samfélagið í Osmington er slegið. Felicity Haynes, vinur fjölskyldunnar, sagði í samtali við 9 News að málið væri hryllilegt. „Manni verður bara óglatt. Ég hélt að svona lagað gæti ekki gerst hér. Þetta var gott fólk. Þetta er ekki sanngjarnt, þetta er ekki sanngjarnt,“ sagði Haynes. Washington Post greindi frá því í gær að um væri að ræða verstu fjöldaskotárás í Ástralíu í 22 ár, eða allt frá því 35 voru myrt og 23 særð þegar Martin Bryant hóf skotárás á Port Arthur í Tasmaníu árið 1996. Bryant afplánar nú 35 lífstíðardóma auk 1.035 ára í fangelsi án möguleika á reynslulausn. Í gegnum tíðina hefur hann gefið mismunandi ástæður fyrir árásinni. Meðal annars sagst hafa gert árásina til þess að eftir honum yrði munað. Bryant skaut á fólk með Colt AR-15, hálfsjálfvirkum riffli, en eftir árásina kom John Howard, þá nýorðinn forsætisráðherra, á strangri byssulöggjöf. Löggjöfin kallast National Firearms Agreement, eða NFA, og felur í sér bann við eign, framleiðslu og sölu allra hálfsjálfvirkra skotvopna og haglabyssna nema í algjörum undantekningartilfellum. Þá þurfa allir sem vilja kaupa skotvopn að bíða í 28 daga eftir leyfi. Þurfa byssukaupendur jafnframt að sækja námskeið um örugga meðferð skotvopna. Mikill einhugur var um löggjöfina í Ástralíu. Í könnun frá sama ári sögðust 95 prósent Ástrala hlynnt löggjöfinni. Þeir fáu sem stóðu gegn henni sögðu lögin ekki til þess fallin að draga úr skotárásum. Glæpirnir yrðu einungis verri þar sem fórnarlömbin hefðu ekki greiðan aðgang að skotvopnum til að verja sig. Á tuttugu ára afmæli löggjafarinnar árið 2016 fjallaði Washington Post um áhrif hennar og tók fram að engin fjöldaskotárás hefði verið gerð frá því löggjöfinni var komið á. Þá hefði sjálfsmorðstíðni lækkað en tíðni morða er framin voru með skotvopni hefði staðið í stað. Rannsókn ástralska dagblaðsins The Age frá sama ári leiddi hins vegar í ljós að byssutengdum glæpum hafði fjölgað á undanförnum fimm árum í Melbourne. Ástralía Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Sjö, þar af fjögur börn, fundust látin í smábænum Osmington á suðvesturströnd Ástralíu seint á fimmtudagskvöld. Samkvæmt ástralska ABC News var um að ræða þrjá ættliði sömu fjölskyldu, fjögur börn, móður þeirra, ömmu og afa. Tvær byssur fundust á vettvangi og staðfesti Chris Dawson lögreglustjóri að skotsár væru á hinum látnu. Lögregla vildi þó ekki staðfesta hvort árásin flokkaðist sem fjöldaskotárás. Þá staðfesti lögregla ekki heldur að árásarmaðurinn hefði verið einn hinna látnu, líkt og ástralskir fjölmiðlar hafa sumir haldið fram. „Þessi harmleikur mun koma til með að hafa varanleg áhrif á fjölskylduna, samfélagið í kring og reyndar öll samfélög hér á suðvesturströndinni,“ sagði Dawson á blaðamannafundi Ljóst er að samfélagið í Osmington er slegið. Felicity Haynes, vinur fjölskyldunnar, sagði í samtali við 9 News að málið væri hryllilegt. „Manni verður bara óglatt. Ég hélt að svona lagað gæti ekki gerst hér. Þetta var gott fólk. Þetta er ekki sanngjarnt, þetta er ekki sanngjarnt,“ sagði Haynes. Washington Post greindi frá því í gær að um væri að ræða verstu fjöldaskotárás í Ástralíu í 22 ár, eða allt frá því 35 voru myrt og 23 særð þegar Martin Bryant hóf skotárás á Port Arthur í Tasmaníu árið 1996. Bryant afplánar nú 35 lífstíðardóma auk 1.035 ára í fangelsi án möguleika á reynslulausn. Í gegnum tíðina hefur hann gefið mismunandi ástæður fyrir árásinni. Meðal annars sagst hafa gert árásina til þess að eftir honum yrði munað. Bryant skaut á fólk með Colt AR-15, hálfsjálfvirkum riffli, en eftir árásina kom John Howard, þá nýorðinn forsætisráðherra, á strangri byssulöggjöf. Löggjöfin kallast National Firearms Agreement, eða NFA, og felur í sér bann við eign, framleiðslu og sölu allra hálfsjálfvirkra skotvopna og haglabyssna nema í algjörum undantekningartilfellum. Þá þurfa allir sem vilja kaupa skotvopn að bíða í 28 daga eftir leyfi. Þurfa byssukaupendur jafnframt að sækja námskeið um örugga meðferð skotvopna. Mikill einhugur var um löggjöfina í Ástralíu. Í könnun frá sama ári sögðust 95 prósent Ástrala hlynnt löggjöfinni. Þeir fáu sem stóðu gegn henni sögðu lögin ekki til þess fallin að draga úr skotárásum. Glæpirnir yrðu einungis verri þar sem fórnarlömbin hefðu ekki greiðan aðgang að skotvopnum til að verja sig. Á tuttugu ára afmæli löggjafarinnar árið 2016 fjallaði Washington Post um áhrif hennar og tók fram að engin fjöldaskotárás hefði verið gerð frá því löggjöfinni var komið á. Þá hefði sjálfsmorðstíðni lækkað en tíðni morða er framin voru með skotvopni hefði staðið í stað. Rannsókn ástralska dagblaðsins The Age frá sama ári leiddi hins vegar í ljós að byssutengdum glæpum hafði fjölgað á undanförnum fimm árum í Melbourne.
Ástralía Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira