Fjöldi framboða gæti gert talningu seinlegri Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. maí 2018 07:00 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst í Smáralind í gær og stendur allt fram á kjördag. Fyrrverandi formaður yfirkjörstjórnar Reykjavíkur telur að atkvæðagreiðsla og talning geti orðið flóknari. Vísir/Stefán Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá Sýslumanninum í Reykjavík fluttist yfir í Smáralind í gær og verður þar fram á kjördag, þann 26. maí. Sextán framboð verða með lista á kjörseðlinum í Reykjavík. Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, telur að þessi mikli fjöldi framboða gæti valdið því að meira yrði af vafaatkvæðum en ella. Þetta eigi þó jafnvel enn frekar við um atkvæði sem greidd eru utan kjörfundar. Utankjörfundaratkvæði eru greidd þannig að stimplar fyrir hvert framboð eiga að vera tiltækir. Kjósandi velur þá stimpilinn og stimplar á kjörseðilinn, í stað þess að merkja x í tiltekinn reit. „Voru komnir stimplar fyrir öll framboð þegar utankjörfundaratkvæðagreiðslan byrjaði? Eru þeir stimplar til alls staðar?“ spyr Þórunn og minnir á að utankjörfundaratkvæðagreiðslan fer fram um allan heim.Þórunn Guðmundsdóttir, lögmaður á Lex lögmannsstofu.Þrátt fyrir þennan mikla fjölda framboða, bæði í Reykjavík og í fleiri sveitarfélögum, er Þórunn ekki viss um að breyta skuli kosningalöggjöfinni, til dæmis með því að krefjast fleiri meðmælenda með hverjum lista. „Þetta vegast alltaf á, það er að segja lýðræðið og að þeir sem vilji bjóða fram geti boðið fram og hins vegar praktíski hlutinn. Ég er nú svo mikill lýðræðissinni að ég vil að sem flestir komist að. En það er spurning hvort fjöldi meðmælenda eigi ekki að vera hlutfall af íbúafjölda. Þetta virðist hafa verið hugsað þannig í upphafi,“ segir Þórunn. Framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og talningarinnar að kvöldi 26. maí kann líka að verða flóknari en áður. Hingað til hefur hverju framboði verið gefið sex sentimetra breidd á hverjum kjörseðli. Í Reykjavík eru 16 framboð sem þýðir að framboðin munu í heild fá 96 sentimetra á kjörseðlinum. Þannig má búast við að kjörseðillinn verði einna helst líkastur landakorti. Þórunn bendir líka á að kosningalöggjöfin geri ráð fyrir að hverjum og einum lista sé gefinn kostur á að hafa umboðsmann við talningu. „Þá ertu kominn með meðalstórt sveitaball inni í talningasalnum,“ segir hún og bætir við að það verði flóknara að flokka atkvæðin í sextán bunka. Þetta geti gert talninguna seinlegri og tölur gætu því hugsanlega borist seinna á kosninganótt en ella. „Auðvitað ertu lengur að flokka þegar þú ert með marga bunka fyrir framan þig.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá Sýslumanninum í Reykjavík fluttist yfir í Smáralind í gær og verður þar fram á kjördag, þann 26. maí. Sextán framboð verða með lista á kjörseðlinum í Reykjavík. Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, telur að þessi mikli fjöldi framboða gæti valdið því að meira yrði af vafaatkvæðum en ella. Þetta eigi þó jafnvel enn frekar við um atkvæði sem greidd eru utan kjörfundar. Utankjörfundaratkvæði eru greidd þannig að stimplar fyrir hvert framboð eiga að vera tiltækir. Kjósandi velur þá stimpilinn og stimplar á kjörseðilinn, í stað þess að merkja x í tiltekinn reit. „Voru komnir stimplar fyrir öll framboð þegar utankjörfundaratkvæðagreiðslan byrjaði? Eru þeir stimplar til alls staðar?“ spyr Þórunn og minnir á að utankjörfundaratkvæðagreiðslan fer fram um allan heim.Þórunn Guðmundsdóttir, lögmaður á Lex lögmannsstofu.Þrátt fyrir þennan mikla fjölda framboða, bæði í Reykjavík og í fleiri sveitarfélögum, er Þórunn ekki viss um að breyta skuli kosningalöggjöfinni, til dæmis með því að krefjast fleiri meðmælenda með hverjum lista. „Þetta vegast alltaf á, það er að segja lýðræðið og að þeir sem vilji bjóða fram geti boðið fram og hins vegar praktíski hlutinn. Ég er nú svo mikill lýðræðissinni að ég vil að sem flestir komist að. En það er spurning hvort fjöldi meðmælenda eigi ekki að vera hlutfall af íbúafjölda. Þetta virðist hafa verið hugsað þannig í upphafi,“ segir Þórunn. Framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og talningarinnar að kvöldi 26. maí kann líka að verða flóknari en áður. Hingað til hefur hverju framboði verið gefið sex sentimetra breidd á hverjum kjörseðli. Í Reykjavík eru 16 framboð sem þýðir að framboðin munu í heild fá 96 sentimetra á kjörseðlinum. Þannig má búast við að kjörseðillinn verði einna helst líkastur landakorti. Þórunn bendir líka á að kosningalöggjöfin geri ráð fyrir að hverjum og einum lista sé gefinn kostur á að hafa umboðsmann við talningu. „Þá ertu kominn með meðalstórt sveitaball inni í talningasalnum,“ segir hún og bætir við að það verði flóknara að flokka atkvæðin í sextán bunka. Þetta geti gert talninguna seinlegri og tölur gætu því hugsanlega borist seinna á kosninganótt en ella. „Auðvitað ertu lengur að flokka þegar þú ert með marga bunka fyrir framan þig.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira