Fjöldi framboða gæti gert talningu seinlegri Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. maí 2018 07:00 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst í Smáralind í gær og stendur allt fram á kjördag. Fyrrverandi formaður yfirkjörstjórnar Reykjavíkur telur að atkvæðagreiðsla og talning geti orðið flóknari. Vísir/Stefán Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá Sýslumanninum í Reykjavík fluttist yfir í Smáralind í gær og verður þar fram á kjördag, þann 26. maí. Sextán framboð verða með lista á kjörseðlinum í Reykjavík. Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, telur að þessi mikli fjöldi framboða gæti valdið því að meira yrði af vafaatkvæðum en ella. Þetta eigi þó jafnvel enn frekar við um atkvæði sem greidd eru utan kjörfundar. Utankjörfundaratkvæði eru greidd þannig að stimplar fyrir hvert framboð eiga að vera tiltækir. Kjósandi velur þá stimpilinn og stimplar á kjörseðilinn, í stað þess að merkja x í tiltekinn reit. „Voru komnir stimplar fyrir öll framboð þegar utankjörfundaratkvæðagreiðslan byrjaði? Eru þeir stimplar til alls staðar?“ spyr Þórunn og minnir á að utankjörfundaratkvæðagreiðslan fer fram um allan heim.Þórunn Guðmundsdóttir, lögmaður á Lex lögmannsstofu.Þrátt fyrir þennan mikla fjölda framboða, bæði í Reykjavík og í fleiri sveitarfélögum, er Þórunn ekki viss um að breyta skuli kosningalöggjöfinni, til dæmis með því að krefjast fleiri meðmælenda með hverjum lista. „Þetta vegast alltaf á, það er að segja lýðræðið og að þeir sem vilji bjóða fram geti boðið fram og hins vegar praktíski hlutinn. Ég er nú svo mikill lýðræðissinni að ég vil að sem flestir komist að. En það er spurning hvort fjöldi meðmælenda eigi ekki að vera hlutfall af íbúafjölda. Þetta virðist hafa verið hugsað þannig í upphafi,“ segir Þórunn. Framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og talningarinnar að kvöldi 26. maí kann líka að verða flóknari en áður. Hingað til hefur hverju framboði verið gefið sex sentimetra breidd á hverjum kjörseðli. Í Reykjavík eru 16 framboð sem þýðir að framboðin munu í heild fá 96 sentimetra á kjörseðlinum. Þannig má búast við að kjörseðillinn verði einna helst líkastur landakorti. Þórunn bendir líka á að kosningalöggjöfin geri ráð fyrir að hverjum og einum lista sé gefinn kostur á að hafa umboðsmann við talningu. „Þá ertu kominn með meðalstórt sveitaball inni í talningasalnum,“ segir hún og bætir við að það verði flóknara að flokka atkvæðin í sextán bunka. Þetta geti gert talninguna seinlegri og tölur gætu því hugsanlega borist seinna á kosninganótt en ella. „Auðvitað ertu lengur að flokka þegar þú ert með marga bunka fyrir framan þig.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá Sýslumanninum í Reykjavík fluttist yfir í Smáralind í gær og verður þar fram á kjördag, þann 26. maí. Sextán framboð verða með lista á kjörseðlinum í Reykjavík. Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, telur að þessi mikli fjöldi framboða gæti valdið því að meira yrði af vafaatkvæðum en ella. Þetta eigi þó jafnvel enn frekar við um atkvæði sem greidd eru utan kjörfundar. Utankjörfundaratkvæði eru greidd þannig að stimplar fyrir hvert framboð eiga að vera tiltækir. Kjósandi velur þá stimpilinn og stimplar á kjörseðilinn, í stað þess að merkja x í tiltekinn reit. „Voru komnir stimplar fyrir öll framboð þegar utankjörfundaratkvæðagreiðslan byrjaði? Eru þeir stimplar til alls staðar?“ spyr Þórunn og minnir á að utankjörfundaratkvæðagreiðslan fer fram um allan heim.Þórunn Guðmundsdóttir, lögmaður á Lex lögmannsstofu.Þrátt fyrir þennan mikla fjölda framboða, bæði í Reykjavík og í fleiri sveitarfélögum, er Þórunn ekki viss um að breyta skuli kosningalöggjöfinni, til dæmis með því að krefjast fleiri meðmælenda með hverjum lista. „Þetta vegast alltaf á, það er að segja lýðræðið og að þeir sem vilji bjóða fram geti boðið fram og hins vegar praktíski hlutinn. Ég er nú svo mikill lýðræðissinni að ég vil að sem flestir komist að. En það er spurning hvort fjöldi meðmælenda eigi ekki að vera hlutfall af íbúafjölda. Þetta virðist hafa verið hugsað þannig í upphafi,“ segir Þórunn. Framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og talningarinnar að kvöldi 26. maí kann líka að verða flóknari en áður. Hingað til hefur hverju framboði verið gefið sex sentimetra breidd á hverjum kjörseðli. Í Reykjavík eru 16 framboð sem þýðir að framboðin munu í heild fá 96 sentimetra á kjörseðlinum. Þannig má búast við að kjörseðillinn verði einna helst líkastur landakorti. Þórunn bendir líka á að kosningalöggjöfin geri ráð fyrir að hverjum og einum lista sé gefinn kostur á að hafa umboðsmann við talningu. „Þá ertu kominn með meðalstórt sveitaball inni í talningasalnum,“ segir hún og bætir við að það verði flóknara að flokka atkvæðin í sextán bunka. Þetta geti gert talninguna seinlegri og tölur gætu því hugsanlega borist seinna á kosninganótt en ella. „Auðvitað ertu lengur að flokka þegar þú ert með marga bunka fyrir framan þig.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira