Samkeppni á jafnréttisgrundvelli Margrét Gísladóttir skrifar 12. maí 2018 10:19 Í kjölfar erindis Ara Edwald, forstjóra MS, á fundi Viðskiptaráðs um daginn þar sem hann ræddi samkeppnisumhverfi fyrirtækja, spratt upp nokkur umræða um heilbrigða samkeppni í íslensku viðskiptalífi. Margir tóku undir skilaboð Ara og ritstjóri Fréttablaðsins ritaði í kjölfarið leiðara þar sem hún bendir meðal annars á að ekki væri einungis hægt að líta á aðra íslenska fjölmiðla sem samkeppnisaðila þeirra þar sem samkeppni frá Facebook og Google væri orðin umtalsverð og íslenskur auglýsingamarkaður væri markaður af því. Eins bendir hún á samkeppnisumhverfi á smásölumarkaði, hversu auðvelt það væri í raun fyrir Costco að ryðja íslenskum samkeppnisaðilum af markaði í krafti stærðarinnar og hagkvæmni sem af henni hlýst. Og það er stóri punkturinn. Þetta á líka við um íslenskan landbúnað. Tollfrjáls innflutningur stóreykst 1. maí tók gildi nýr viðskiptasamningur milli Íslands og Evrópusambandsins með landbúnaðarvörur. Í samningnum felst að hægt verður að flytja inn margfalt meira magn af landbúnaðarvörum frá ESB án tolla en nú er. Magn nautakjöts sjöfaldast, sérostar fara úr 20 tonnum í 230 tonn og venjulegir ostar úr 80 tonnum í 380 tonn svo eitthvað sé nefnt. Tollkvóti Íslands til ESB eykst á móti en vert er að nefna að á meðan tollfrjálsir kvótar Íslands þrefaldast, þá fimmfaldast innflutningskvótar frá ESB. Nokkur munur er á framleiðslukostnaði landbúnaðarvara hér á landi og innan Evrópu og hefur því svo stóraukinn innflutningur eðlilega áhrif á íslenska bændur. Margar ástæður geta verið fyrir því af hverju framleiðslukostnaður er mismikill milli landa en háan framleiðslukostnað hér á landi má meðal annars rekja til sívaxandi launakostnaðar -og þar af leiðandi kostnaðar á aðföngum bænda og ýmis konar þjónustu svo sem dýralækna og eftirlits- og aðbúnaðarkrafna sem kalla á dýrar framkvæmdir. Það er langsótt að einhver vilji slá af kröfum þegar kemur að þessum atriðum. Einnig spila óviðráðanleg atriði eins og loftslag inní myndina. Uppskerur eru til að mynda færri hér á landi en víða á meginlandi Evrópu. Það er því eðlilegt að samhliða nýjum tollasamningi sem stóreykur innflutning á landbúnaðarvörum, sé horft gagnrýnum augum á íslenskt tollaumhverfi og úrbætur gerðar þar sem þörf er á. Evrópusambandið miðar við kjöt með beini Í skýrslu starfshóps sem hafði það hlutverk að kanna áhrif tollasamnings við ESB er meðal annars lagt til að við útreikning á magni tollkvóta við innflutning verði miðað við ígildi kjöts með beini. Er það í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og sambærilegt því sem þekkist annars staðar. Við tollafgreiðslu Evrópusambandsins á lambakjöti er almennt miðað við ígildi kjöts með beini að frátöldu unnu kindakjöti, en langstærstur hluti útfluttra landbúnaðarvara frá Íslandi er lambakjöt. Sem dæmi eru úrbeinuð lambaslög, sem flutt eru héðan til ESB-landa, uppreiknuð með beini í bókhaldi ESB. Ekki virðist vera ein algild regla varðandi tollkvóta á nautakjöti og svínakjöti innan ESB en sem dæmi er innflutt svínakjöt frá Kanada til Evrópusambandsins uppreiknað um allt að 20% við umreikning í heila skrokka. Varðandi innflutning á nautakjöti til ESB þá eru sérstakir tollkvótar ætlaðir fyrir beinlaust kjöt en aðrir eru uppreiknaðir um allt að 35%. Það er því síður en svo þannig að hér sé um einhverja séríslenska leið að ræða, þvert á móti. Það er afar eðlilegt að sambærilegar reiknireglur gildi hérlendis og fagna bændur því að þetta mál sé í vinnslu hjá landbúnaðarráðherra. Að stunda landbúnað á 66. breiddargráðu er hvorki sjálfsagt né auðvelt. Tilurð íslensks landbúnaðar er því að miklum hluta pólitísk ákvörðun. Þar er ábyrgð stjórnvalda mikil. Margrét Gísladóttir er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Gísladóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í kjölfar erindis Ara Edwald, forstjóra MS, á fundi Viðskiptaráðs um daginn þar sem hann ræddi samkeppnisumhverfi fyrirtækja, spratt upp nokkur umræða um heilbrigða samkeppni í íslensku viðskiptalífi. Margir tóku undir skilaboð Ara og ritstjóri Fréttablaðsins ritaði í kjölfarið leiðara þar sem hún bendir meðal annars á að ekki væri einungis hægt að líta á aðra íslenska fjölmiðla sem samkeppnisaðila þeirra þar sem samkeppni frá Facebook og Google væri orðin umtalsverð og íslenskur auglýsingamarkaður væri markaður af því. Eins bendir hún á samkeppnisumhverfi á smásölumarkaði, hversu auðvelt það væri í raun fyrir Costco að ryðja íslenskum samkeppnisaðilum af markaði í krafti stærðarinnar og hagkvæmni sem af henni hlýst. Og það er stóri punkturinn. Þetta á líka við um íslenskan landbúnað. Tollfrjáls innflutningur stóreykst 1. maí tók gildi nýr viðskiptasamningur milli Íslands og Evrópusambandsins með landbúnaðarvörur. Í samningnum felst að hægt verður að flytja inn margfalt meira magn af landbúnaðarvörum frá ESB án tolla en nú er. Magn nautakjöts sjöfaldast, sérostar fara úr 20 tonnum í 230 tonn og venjulegir ostar úr 80 tonnum í 380 tonn svo eitthvað sé nefnt. Tollkvóti Íslands til ESB eykst á móti en vert er að nefna að á meðan tollfrjálsir kvótar Íslands þrefaldast, þá fimmfaldast innflutningskvótar frá ESB. Nokkur munur er á framleiðslukostnaði landbúnaðarvara hér á landi og innan Evrópu og hefur því svo stóraukinn innflutningur eðlilega áhrif á íslenska bændur. Margar ástæður geta verið fyrir því af hverju framleiðslukostnaður er mismikill milli landa en háan framleiðslukostnað hér á landi má meðal annars rekja til sívaxandi launakostnaðar -og þar af leiðandi kostnaðar á aðföngum bænda og ýmis konar þjónustu svo sem dýralækna og eftirlits- og aðbúnaðarkrafna sem kalla á dýrar framkvæmdir. Það er langsótt að einhver vilji slá af kröfum þegar kemur að þessum atriðum. Einnig spila óviðráðanleg atriði eins og loftslag inní myndina. Uppskerur eru til að mynda færri hér á landi en víða á meginlandi Evrópu. Það er því eðlilegt að samhliða nýjum tollasamningi sem stóreykur innflutning á landbúnaðarvörum, sé horft gagnrýnum augum á íslenskt tollaumhverfi og úrbætur gerðar þar sem þörf er á. Evrópusambandið miðar við kjöt með beini Í skýrslu starfshóps sem hafði það hlutverk að kanna áhrif tollasamnings við ESB er meðal annars lagt til að við útreikning á magni tollkvóta við innflutning verði miðað við ígildi kjöts með beini. Er það í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og sambærilegt því sem þekkist annars staðar. Við tollafgreiðslu Evrópusambandsins á lambakjöti er almennt miðað við ígildi kjöts með beini að frátöldu unnu kindakjöti, en langstærstur hluti útfluttra landbúnaðarvara frá Íslandi er lambakjöt. Sem dæmi eru úrbeinuð lambaslög, sem flutt eru héðan til ESB-landa, uppreiknuð með beini í bókhaldi ESB. Ekki virðist vera ein algild regla varðandi tollkvóta á nautakjöti og svínakjöti innan ESB en sem dæmi er innflutt svínakjöt frá Kanada til Evrópusambandsins uppreiknað um allt að 20% við umreikning í heila skrokka. Varðandi innflutning á nautakjöti til ESB þá eru sérstakir tollkvótar ætlaðir fyrir beinlaust kjöt en aðrir eru uppreiknaðir um allt að 35%. Það er því síður en svo þannig að hér sé um einhverja séríslenska leið að ræða, þvert á móti. Það er afar eðlilegt að sambærilegar reiknireglur gildi hérlendis og fagna bændur því að þetta mál sé í vinnslu hjá landbúnaðarráðherra. Að stunda landbúnað á 66. breiddargráðu er hvorki sjálfsagt né auðvelt. Tilurð íslensks landbúnaðar er því að miklum hluta pólitísk ákvörðun. Þar er ábyrgð stjórnvalda mikil. Margrét Gísladóttir er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun