Vilja nýta bætta fjárhagsstöðu Norðurþings til góðra verkefna Höskuldur Kári Schram skrifar 12. maí 2018 18:45 Rúmlega þrjú þúsund manns búa í Norðurþingi og það stefnir í spennandi kosningar. Fimm listar berjast um hylli kjósenda í komandi kosningum. Vísir Oddvitar framboðslista í Norðurþingi eru sammála um að fjárhagsleg staða sveitarfélagsins hafi styrkst verulega á undanförnum árum og nú sé tækifæri til að fara í ný verkefni og bæta þjónustu á svæðinu. Rúmlega þrjú þúsund manns búa í Norðurþingi og það stefnir í spennandi kosningar. Fimm listar berjast um hylli kjósenda í komandi kosningum. Mikil uppbygging hefur verið á svæðinu á undanförnum árum í kringum stóriðjuna á Bakka og þá hefur ferðaþjónustan einnig farið ört vaxandi. Mikillar bjartsýni gætir meðal oddvita sem vilja nú horfa til annarra verkefna. „Í upphafi síðasta kjörtímabils vorum við í erfiðri stöðu rekstrarlega með skuldastafla á bakinu og óvissu í lofti. Nú er staðan önnur. Mikil fjárfesting búin að eiga sér stað og atvinnulífið tekið kipp bæði í framleiðslu, iðnaði og ferðaþjónustu. Fyrir vikið er sveitarfélagið í allt annarri stöðu núna og við erum frekar bjartsýn á það að núna getum við farið að horfa á skemmtilegri verkefni heldur en grafa skurði og byggja hafnir,“ segir Óli Halldórsson oddviti VG. Guðbjartur Ellert Jónsson oddviti E-listans segir mikilvægt að nýta þetta svigrúm til góðra verkefna. „Eins og menn þekkja þá hefur verið þungur róður í þessu sveitarfélagi kannski umfram önnur. En nú horfir til betri vegar og við munum einbeita okkur að því að nýta þetta afl sem er komið í atvinnumálunum og halda því áfram og nýta afleiðuna fyrir samfélagið, fyrirtækin, heimilin og fólkið sem hér býr,“ segir Guðbjartur. Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna leggur áherslu á að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. „Það er mjög mikilvægt að við höldum áfram að auka fjölbreytni í atvinnulífinu á svæðinu. Við erum búnir að ná annarri stoð inn í atvinnulífið með uppbyggingu á Bakka. Ferðaþjónustan er í góðum vexti og við þurfum að tryggja að sjávarútvegur blómstri hér áfram og landbúnaður er líka mikilvægur,“ segir Kristján. Silja Jóhannesdóttir oddviti Samfylkingarinnar vill líka horfa til fjölskyldu- og velferðarmála. „Það er alltaf verið að leita leiða til að lækka álögur á fjölskyldur og við erum að skoða þau mál. Geðheilbrigðismál hafa líka verið til umræðu og hvernig styðjum við ungt fólk sem þarf á hjálp að halda. Atvinnuuppbygging, hvert höldum við eftir að Bakki er kominn, það er líka rosalega stórt mál,“ segir Silja. Framsóknarmenn vilja byggja upp skíðasvæðið á Húsavík. „Þarna er skíðasvæði sem er algjör paradís og þar hafa frumkvöðlar og áhugafólk verið að byggja upp. Og nú er kominn vegur og rafmagn þannig að það er kominn tími til að skella sér í uppbyggingu,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason oddviti framsóknarmanna Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra El Mayo sagður ætla að játa sekt Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Oddvitar framboðslista í Norðurþingi eru sammála um að fjárhagsleg staða sveitarfélagsins hafi styrkst verulega á undanförnum árum og nú sé tækifæri til að fara í ný verkefni og bæta þjónustu á svæðinu. Rúmlega þrjú þúsund manns búa í Norðurþingi og það stefnir í spennandi kosningar. Fimm listar berjast um hylli kjósenda í komandi kosningum. Mikil uppbygging hefur verið á svæðinu á undanförnum árum í kringum stóriðjuna á Bakka og þá hefur ferðaþjónustan einnig farið ört vaxandi. Mikillar bjartsýni gætir meðal oddvita sem vilja nú horfa til annarra verkefna. „Í upphafi síðasta kjörtímabils vorum við í erfiðri stöðu rekstrarlega með skuldastafla á bakinu og óvissu í lofti. Nú er staðan önnur. Mikil fjárfesting búin að eiga sér stað og atvinnulífið tekið kipp bæði í framleiðslu, iðnaði og ferðaþjónustu. Fyrir vikið er sveitarfélagið í allt annarri stöðu núna og við erum frekar bjartsýn á það að núna getum við farið að horfa á skemmtilegri verkefni heldur en grafa skurði og byggja hafnir,“ segir Óli Halldórsson oddviti VG. Guðbjartur Ellert Jónsson oddviti E-listans segir mikilvægt að nýta þetta svigrúm til góðra verkefna. „Eins og menn þekkja þá hefur verið þungur róður í þessu sveitarfélagi kannski umfram önnur. En nú horfir til betri vegar og við munum einbeita okkur að því að nýta þetta afl sem er komið í atvinnumálunum og halda því áfram og nýta afleiðuna fyrir samfélagið, fyrirtækin, heimilin og fólkið sem hér býr,“ segir Guðbjartur. Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna leggur áherslu á að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. „Það er mjög mikilvægt að við höldum áfram að auka fjölbreytni í atvinnulífinu á svæðinu. Við erum búnir að ná annarri stoð inn í atvinnulífið með uppbyggingu á Bakka. Ferðaþjónustan er í góðum vexti og við þurfum að tryggja að sjávarútvegur blómstri hér áfram og landbúnaður er líka mikilvægur,“ segir Kristján. Silja Jóhannesdóttir oddviti Samfylkingarinnar vill líka horfa til fjölskyldu- og velferðarmála. „Það er alltaf verið að leita leiða til að lækka álögur á fjölskyldur og við erum að skoða þau mál. Geðheilbrigðismál hafa líka verið til umræðu og hvernig styðjum við ungt fólk sem þarf á hjálp að halda. Atvinnuuppbygging, hvert höldum við eftir að Bakki er kominn, það er líka rosalega stórt mál,“ segir Silja. Framsóknarmenn vilja byggja upp skíðasvæðið á Húsavík. „Þarna er skíðasvæði sem er algjör paradís og þar hafa frumkvöðlar og áhugafólk verið að byggja upp. Og nú er kominn vegur og rafmagn þannig að það er kominn tími til að skella sér í uppbyggingu,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason oddviti framsóknarmanna
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra El Mayo sagður ætla að játa sekt Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira