Jane Fonda: „Fyrir mér er þetta kraftaverk“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. maí 2018 16:22 Jane Fonda er þakklát fyrir hvert einasta ár. Vísir/getty Leikkonan Jane Fonda hélt upp á áttatíu ára afmæli sitt í desember síðastliðnum. Hún er enn í fullu fjöri og er ein tveggja aðalleikkvenna í gamanþáttunum Grace and Frankie sem eru sýndir á streymisveitunni Netflix. Fonda var gestur hjá Ellen Degeneres og ræddi sína sýn á á lífið sem hefur tekið miklum breytingum í gegnum árin. Í dag sé hún mun yfirvegaðri og æðrulausari. Hún finni til aukinni samkenndar með öðrum og getur forgangsraðað betur með þeirri yfirsýn sem hún hefur hlotið með aukinni reynslu og þroska. Hún sagði Ellen frá því að á sínum yngri árum hafi hún talið sér trú um að hún yrði ekki langlíf. Hún virðist hafa búist við hinu versta því hún hélt að hún myndi deyja ung að árum og einmana og ennfremur að áfengisfíkn yrði orsakavaldurinn. „Fyrir mér er þetta kraftaverk,“ segir Fonda. Það sé blessun að fá að lifa svona lengi og að vera enn svona virk í leiklistinni.Þegar hún lítur í baksýnisspegilinn segir hún að það sé ekkert sem jafnist á við þann þroska sem hún hefur tekið út. Henni líður mun betur í eigin skinni í dag heldur en til dæmis þegar hún var á þrítugsaldri. Fonda segist finna fyrir stolti þegar hún hugsi til baka til erfiðistímabila í lífi sínu því hún hafi náð að klóra sig fram úr þeim öllum með farsælum hætti. Að sögn Fonda giftist hún þremur alkóhólistum sem hafi tekið sinn toll. Í janúar tilkynnti Netflix að fimmta þáttaröð Grace and Frankie sé væntanleg á næsta ári. Þá kemur út kvikmynd á þessu ári sem Fonda leikur í sem nefnist Book Club. Í kvikmyndinni leikur Fonda á móti Diane Keaton, Candice Bergen og Mary Steenburgen. Hér að neðan er hægt að horfa á stikluna fyrir Book Club. Heilsa Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Leikkonan Jane Fonda hélt upp á áttatíu ára afmæli sitt í desember síðastliðnum. Hún er enn í fullu fjöri og er ein tveggja aðalleikkvenna í gamanþáttunum Grace and Frankie sem eru sýndir á streymisveitunni Netflix. Fonda var gestur hjá Ellen Degeneres og ræddi sína sýn á á lífið sem hefur tekið miklum breytingum í gegnum árin. Í dag sé hún mun yfirvegaðri og æðrulausari. Hún finni til aukinni samkenndar með öðrum og getur forgangsraðað betur með þeirri yfirsýn sem hún hefur hlotið með aukinni reynslu og þroska. Hún sagði Ellen frá því að á sínum yngri árum hafi hún talið sér trú um að hún yrði ekki langlíf. Hún virðist hafa búist við hinu versta því hún hélt að hún myndi deyja ung að árum og einmana og ennfremur að áfengisfíkn yrði orsakavaldurinn. „Fyrir mér er þetta kraftaverk,“ segir Fonda. Það sé blessun að fá að lifa svona lengi og að vera enn svona virk í leiklistinni.Þegar hún lítur í baksýnisspegilinn segir hún að það sé ekkert sem jafnist á við þann þroska sem hún hefur tekið út. Henni líður mun betur í eigin skinni í dag heldur en til dæmis þegar hún var á þrítugsaldri. Fonda segist finna fyrir stolti þegar hún hugsi til baka til erfiðistímabila í lífi sínu því hún hafi náð að klóra sig fram úr þeim öllum með farsælum hætti. Að sögn Fonda giftist hún þremur alkóhólistum sem hafi tekið sinn toll. Í janúar tilkynnti Netflix að fimmta þáttaröð Grace and Frankie sé væntanleg á næsta ári. Þá kemur út kvikmynd á þessu ári sem Fonda leikur í sem nefnist Book Club. Í kvikmyndinni leikur Fonda á móti Diane Keaton, Candice Bergen og Mary Steenburgen. Hér að neðan er hægt að horfa á stikluna fyrir Book Club.
Heilsa Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira