Trylltur fögnuður braust út í Ísrael þegar ljóst var að sigurinn í Eurovision væri í höfn Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2018 17:30 Fögnuðurinn í Tel Aviv þegar sigurinn í Eurovision lá fyrir. Vísir/Getty Það var mikil gleði í Ísrael í gærkvöldi þegar ljóst var að Netta Barzilai hafði unnið söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, með laginu sínu Toy. Margir fóru út á götur í Tel Aviv og stigu kjúklinga-dans til heiðurs Nettu. Mannfjöldinn stöðvaði umferð og gerðu margir sér það að leik að stökkva í vatnsbrunn á Rabín-torginu fyrir framan ráðhúsið í Tel Aviv til að fagna sigri þessarar 25 ára gömlu söngkonu sem hafði áður sungið með hljómsveit ísraelska sjóhersins.החגיגות לכבוד נטע נמשכות לתוך הלילה - נתראה בשנה הבאה בישראל! pic.twitter.com/UEHjhIuNwJ— גלצ (@GLZRadio) May 12, 2018 Sigur Nettu gerir það að verkum að Ísrael verður gestgjafi Eurovision á næsta ári en búist er við að keppnina fari fram í Jerúsalem, en Netta hrópaði það þegar hún tók við verðlaunagrip Eurovision. Fjöldi þekktra Ísraela fagnaði sigri Nettu, þar á meðal leikkonan Gal Gadot, sem er þekktust fyrir að leika Wonder Woman, en hún sagði Nettu í raun vera holdgerving hinnar raunverulegu ofurkonu. Netta hefur greint frá því að hún sótti innblástur í Metoo-byltinguna þegar hún samdi lagið Toy. Netta sagði frá því fyrir keppnina að henni hefði oft á tíðum verið strítt í æsku sökum holdafars og að hún hefði þróað með sér átröskun eftir fjölda tilrauna til að grennast.Israelis celebrate @NettaBarzilai's amazing #Eurovision victory in Jerusalem's Mahane Yehuda Market. #ESC2018 pic.twitter.com/ss9klGoALl— Avi Mayer (@AviMayer) May 13, 2018 Forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, hringdi í Nettu til að óska henni til hamingju með sigurinn en hann sagði hana vera besta fulltrúa Ísraels á erlendri grundu. Forsætisráðherrann var svo ánægður með sigurinn að hann reyndi að dansa kjúklinga-dansinn fyrir blaðamenn.ראש הממשלה @netanyahu במחווה מיוחדת ל@NettaBarzilai pic.twitter.com/0TJFxPcK16— כאן חדשות (@kann_news) May 13, 2018 Þetta er í fjórða skiptið sem Ísrael vinnur Eurovision. Það gerðist fyrst árið 1978 þegar Izhar Cohen og Alphabeta unnu í París með lagið A-Ba-Ni-Bi. Ísrael varði titilinn árið eftir með laginu Hallelujah sem Gali Atari og Milk and Honey fluttu. Árið 1998 vann svo Dana International Eurovision með lagið Diva.Greint er frá því á vef breska dagblaðsins The Guardian að sigur Nettu hafi varpað mikilli athygli á Jerúsalem eftir að Netta hrópaði að keppnina færi fram þar að ári liðnu.Netta vann Eurovision í ár með laginu Toy. Hún segist hafa sótt innblástur í Metoo-byltinguna þegar hún samdi lagið.Vísir/GettyÍsraelsher tók borgina yfir árið 1967 en stutt er síðan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Fór það áralangöngum samhljómi á meðal þjóða heimsins að líta á borgina sem hluta af bæði Ísrael og Palestínu og einhverskonar friðarsamkomulagi milli þessara tveggja þjóða. Donald Trump hefur ákveðið að senda dóttur sína Ivönku Trump til Ísrael til að vera viðstadda opnun nýs sendiráðs Bandaríkjanna í borginni á morgun. Forseti ísraelska þingsins sagði sigurinn í Eurovision vera frábæra kynningu Ísrael. Borgin væri ekki aðeins að fá bandarískt sendiráð heldur einnig Eurovision-keppnina á næsta ári.Frá fagnaðarlátunum í Tel Aviv í gær.Vísir/Getty Eurovision Tengdar fréttir Ísland fékk 0 stig frá evrópskum áhorfendum Var neðst í sínum riðli. 13. maí 2018 00:22 Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15 Segir að huga megi betur að sviðsetningunni Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir keppendur ganga sátta frá borði þó atriðið hafi hafnað í neðsta sæti í keppninni. Þó sé tilefni til að huga betur að sviðsetningu okkar atriða í framtíðinni. Hann kveðst vona að hægt sé að horfa framhjá pólitík í úrslitum gærkvöldsins. 13. maí 2018 15:45 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira
Það var mikil gleði í Ísrael í gærkvöldi þegar ljóst var að Netta Barzilai hafði unnið söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, með laginu sínu Toy. Margir fóru út á götur í Tel Aviv og stigu kjúklinga-dans til heiðurs Nettu. Mannfjöldinn stöðvaði umferð og gerðu margir sér það að leik að stökkva í vatnsbrunn á Rabín-torginu fyrir framan ráðhúsið í Tel Aviv til að fagna sigri þessarar 25 ára gömlu söngkonu sem hafði áður sungið með hljómsveit ísraelska sjóhersins.החגיגות לכבוד נטע נמשכות לתוך הלילה - נתראה בשנה הבאה בישראל! pic.twitter.com/UEHjhIuNwJ— גלצ (@GLZRadio) May 12, 2018 Sigur Nettu gerir það að verkum að Ísrael verður gestgjafi Eurovision á næsta ári en búist er við að keppnina fari fram í Jerúsalem, en Netta hrópaði það þegar hún tók við verðlaunagrip Eurovision. Fjöldi þekktra Ísraela fagnaði sigri Nettu, þar á meðal leikkonan Gal Gadot, sem er þekktust fyrir að leika Wonder Woman, en hún sagði Nettu í raun vera holdgerving hinnar raunverulegu ofurkonu. Netta hefur greint frá því að hún sótti innblástur í Metoo-byltinguna þegar hún samdi lagið Toy. Netta sagði frá því fyrir keppnina að henni hefði oft á tíðum verið strítt í æsku sökum holdafars og að hún hefði þróað með sér átröskun eftir fjölda tilrauna til að grennast.Israelis celebrate @NettaBarzilai's amazing #Eurovision victory in Jerusalem's Mahane Yehuda Market. #ESC2018 pic.twitter.com/ss9klGoALl— Avi Mayer (@AviMayer) May 13, 2018 Forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, hringdi í Nettu til að óska henni til hamingju með sigurinn en hann sagði hana vera besta fulltrúa Ísraels á erlendri grundu. Forsætisráðherrann var svo ánægður með sigurinn að hann reyndi að dansa kjúklinga-dansinn fyrir blaðamenn.ראש הממשלה @netanyahu במחווה מיוחדת ל@NettaBarzilai pic.twitter.com/0TJFxPcK16— כאן חדשות (@kann_news) May 13, 2018 Þetta er í fjórða skiptið sem Ísrael vinnur Eurovision. Það gerðist fyrst árið 1978 þegar Izhar Cohen og Alphabeta unnu í París með lagið A-Ba-Ni-Bi. Ísrael varði titilinn árið eftir með laginu Hallelujah sem Gali Atari og Milk and Honey fluttu. Árið 1998 vann svo Dana International Eurovision með lagið Diva.Greint er frá því á vef breska dagblaðsins The Guardian að sigur Nettu hafi varpað mikilli athygli á Jerúsalem eftir að Netta hrópaði að keppnina færi fram þar að ári liðnu.Netta vann Eurovision í ár með laginu Toy. Hún segist hafa sótt innblástur í Metoo-byltinguna þegar hún samdi lagið.Vísir/GettyÍsraelsher tók borgina yfir árið 1967 en stutt er síðan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Fór það áralangöngum samhljómi á meðal þjóða heimsins að líta á borgina sem hluta af bæði Ísrael og Palestínu og einhverskonar friðarsamkomulagi milli þessara tveggja þjóða. Donald Trump hefur ákveðið að senda dóttur sína Ivönku Trump til Ísrael til að vera viðstadda opnun nýs sendiráðs Bandaríkjanna í borginni á morgun. Forseti ísraelska þingsins sagði sigurinn í Eurovision vera frábæra kynningu Ísrael. Borgin væri ekki aðeins að fá bandarískt sendiráð heldur einnig Eurovision-keppnina á næsta ári.Frá fagnaðarlátunum í Tel Aviv í gær.Vísir/Getty
Eurovision Tengdar fréttir Ísland fékk 0 stig frá evrópskum áhorfendum Var neðst í sínum riðli. 13. maí 2018 00:22 Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15 Segir að huga megi betur að sviðsetningunni Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir keppendur ganga sátta frá borði þó atriðið hafi hafnað í neðsta sæti í keppninni. Þó sé tilefni til að huga betur að sviðsetningu okkar atriða í framtíðinni. Hann kveðst vona að hægt sé að horfa framhjá pólitík í úrslitum gærkvöldsins. 13. maí 2018 15:45 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira
Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15
Segir að huga megi betur að sviðsetningunni Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir keppendur ganga sátta frá borði þó atriðið hafi hafnað í neðsta sæti í keppninni. Þó sé tilefni til að huga betur að sviðsetningu okkar atriða í framtíðinni. Hann kveðst vona að hægt sé að horfa framhjá pólitík í úrslitum gærkvöldsins. 13. maí 2018 15:45