Innlent

Alexandra Briem fær að hafa rétt nafn á kjörseðlinum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Alexandra Briem, trans kona sem skipar þriðja sæti á framboðslista Pírata til borgarstjórnarkosninga, fær að hafa sitt rétta nafn á kjörseðlinum í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Alexandra Briem, trans kona sem skipar þriðja sæti á framboðslista Pírata til borgarstjórnarkosninga, fær að hafa sitt rétta nafn á kjörseðlinum í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Alexandra Briem, trans kona sem skipar þriðja sæti á framboðslista Pírata til borgarstjórnarkosninga, fær að hafa sitt rétta nafn á kjörseðlinum í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Embætti landlæknis tók fyrir beiðni hennar um nafnbreytingu. Um tíma var tvísýnt hvort nafnabreytingin næði í gegn í tæka tíð.

Í tilkynningu á Facebooksíðu sinni sagði Alexandra: „Kærar þakkir öllsömul. Það var frábært að sjá hvað kerfið var tilbúið til að drífa sig til að þetta næðist í tæka tíð.“

Í samtali við Fréttablaðið sagðist Alexandra hafa háð alla sína kosningabaráttu undir sínu rétta nafni. Hún lýsti yfir áhyggjum sínum yfir því að þurfa hugsanlega að hafa sitt gamla nafn á kjörseðlinum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×