Forstjóri bresku leyniþjónustunnar kallar eftir nánu samstarfi til að koma í veg fyrir árásir Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2018 23:30 Forstjóri MI5 segir að miðað við þá óvissu sem ríkir í heiminum í dag sé mikilvægt fyrir þjóðir í Evrópu að eiga í samstarfi. Forstjóri bresku leyniþjónustunnar segir Bretland og Evrópusambandið verða að eiga gott samstarf eftir Brexit til að hindra árásir hryðjuverkamanna og veita viðnám við tilraunum Rússa við að grafa undan lýðræði í Vesturlöndum.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að Bretar leitist eftir samkomulagi til að tryggja að þeir muni áfram hafa aðgang að upplýsingum sem stærstu þjóðir Evrópusambandsins búa yfir. Er vonast eftir samkomulagi í ljósi væntanlegrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu sem hefur verið nefnd Brexit. Reuters segir Andrew Parker, forstjóra MI5, ætla að flytja ávarp á ráðstefnu sem leyniþjónusta Þýskalands heldur í Berlín á morgun. Þar muni hann greina frá því að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki séu að undirbúa árásir sem Parker heldur fram að séu mun flóknari en gengur og gerist. Hann segir samstarf evrópskra leyniþjónusta ekki í líkingu við hvernig það var fyrir fimm árum. Hann segir að miðað við þá óvissu sem ríkir í heiminum í dag sé mikilvægt fyrir þjóðir í Evrópu að eiga í samstarfi. 36 fórust í fjórum hryðjuverkaárásum í Bretlandi í fyrra. Í mars í fyrra fórust fimm þegar bíl var ekið inn í hóp vegfarenda á Westminister-brúnni í London. Árásarmaðurinn stakk síðan lögreglumann til bana fyrir utan breska þingið. Þeirri árás fylgdi sjálfsvígssprengjuárás á tónleikum Ariönu Grande í Manchester 22. maí í fyrra þar sem 22 létu lífið. Í sama mánuði dóu átta þegar bíl var ekið inn í hóp vegfarenda á Lundúnarbrúnni áður en árásarmennirnir stungu gesti á nálægum veitingastöðum og börum. Tveimur vikum síðar var sendiferðabíl ekið inn í hóp nærri mosku í London en einn fórst í þeirri árás. Reuters hefur eftir Andrew Parker að komið var í veg fyrir 12 árásir frá hryðjuverkinu við Westminister í fyrra. Sagði hann að frá árinu 2013 hefði verið komið í veg fyrir 25 árásir. Parker benti á að Rússar væru orðnir ógn við Evrópu en Bretar hafa sakað Rússa um að eitra fyrir Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara, og dóttur hans Yuliu. Sakaði hann rússnesk yfirvöld um að hafa þverbrotið alþjóðalög með þessari árás en rússneskir embættismenn hafa velt upp þeim möguleika að bresk yfirvöld beri ábyrgð á árásinni á Skripal-feðginin til að vekja andúð á Rússum. Brexit Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Forstjóri bresku leyniþjónustunnar segir Bretland og Evrópusambandið verða að eiga gott samstarf eftir Brexit til að hindra árásir hryðjuverkamanna og veita viðnám við tilraunum Rússa við að grafa undan lýðræði í Vesturlöndum.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að Bretar leitist eftir samkomulagi til að tryggja að þeir muni áfram hafa aðgang að upplýsingum sem stærstu þjóðir Evrópusambandsins búa yfir. Er vonast eftir samkomulagi í ljósi væntanlegrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu sem hefur verið nefnd Brexit. Reuters segir Andrew Parker, forstjóra MI5, ætla að flytja ávarp á ráðstefnu sem leyniþjónusta Þýskalands heldur í Berlín á morgun. Þar muni hann greina frá því að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki séu að undirbúa árásir sem Parker heldur fram að séu mun flóknari en gengur og gerist. Hann segir samstarf evrópskra leyniþjónusta ekki í líkingu við hvernig það var fyrir fimm árum. Hann segir að miðað við þá óvissu sem ríkir í heiminum í dag sé mikilvægt fyrir þjóðir í Evrópu að eiga í samstarfi. 36 fórust í fjórum hryðjuverkaárásum í Bretlandi í fyrra. Í mars í fyrra fórust fimm þegar bíl var ekið inn í hóp vegfarenda á Westminister-brúnni í London. Árásarmaðurinn stakk síðan lögreglumann til bana fyrir utan breska þingið. Þeirri árás fylgdi sjálfsvígssprengjuárás á tónleikum Ariönu Grande í Manchester 22. maí í fyrra þar sem 22 létu lífið. Í sama mánuði dóu átta þegar bíl var ekið inn í hóp vegfarenda á Lundúnarbrúnni áður en árásarmennirnir stungu gesti á nálægum veitingastöðum og börum. Tveimur vikum síðar var sendiferðabíl ekið inn í hóp nærri mosku í London en einn fórst í þeirri árás. Reuters hefur eftir Andrew Parker að komið var í veg fyrir 12 árásir frá hryðjuverkinu við Westminister í fyrra. Sagði hann að frá árinu 2013 hefði verið komið í veg fyrir 25 árásir. Parker benti á að Rússar væru orðnir ógn við Evrópu en Bretar hafa sakað Rússa um að eitra fyrir Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara, og dóttur hans Yuliu. Sakaði hann rússnesk yfirvöld um að hafa þverbrotið alþjóðalög með þessari árás en rússneskir embættismenn hafa velt upp þeim möguleika að bresk yfirvöld beri ábyrgð á árásinni á Skripal-feðginin til að vekja andúð á Rússum.
Brexit Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira