Íslenska kraftlyftingavorið Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. maí 2018 07:30 Kara Gautadóttir lyftir 152,5 kíló á Evrópumótinu í Plzen. Fréttablaðið/EPF Íslenskt kraftlyftingafólk var sigursælt á Evrópumótinu í kraftlyftingum sem fór fram í Plzen í Tékklandi í síðustu viku en íslenska afreksfólkið kom heim með níu verðlaunapeninga, þar af sex gullverðlaun. Íslenska sveitin var skipuð sjö manns en þrjár stelpur kepptu og fjórir strákar. Hópurinn setti sér háleit markmið í bland við áætlanir um að yngri keppendur fengju reynslu af því að keppa á stóra sviðinu. Mikill vöxtur hefur átt sér stað í kraftlyftingum á Íslandi undanfarin ár en Grétar Skúli Gunnarsson, þjálfari, ferðaðist með liðinu til Tékklands og var sáttur með heildarniðurstöðuna þegar Fréttablaðið heyrði í honum. „Við fórum með háleit markmið, Sóley var fyrirfram með töluverða yfirburði í sínum flokki en fyrir Guðfinn, Karl og Köru var þetta frábær reynsla að máta sig á stóra sviðinu. Á þessum aldri skiptir miklu máli að fá reynslu og sjá hvað þau bestu í heiminum eru að gera og að vinna verðlaun er góð viðbót. Þetta er annað árið sem Sóley vinnur gull en það er langur vegur fram undan fyrir hana,“ sagði Grétar og hélt áfram: „Hún á í raun ekki að toppa fyrr en eftir tíu ár, um 26 ára aldurinn, rétt eins og Viktor og Júlían eiga eftir að ná toppnum. Það tekur langan tíma að verða sterkur í kraftlyftingum án þess að nota stera. Maður getur verið að bæta sig í 15-20 ár.“ Hann segir að það geti verið erfitt að fá ungt fólk í kraftlyftingar. „Það getur verið erfitt að finna ungt fólk sem hefur áhuga á að tileinka sér íþrótt eins og kraftlyftingar, það liggur ofboðslega mikil vinna að baki, það er ekki hægt að verða bara skyndilega góður. Svo er ekki mikill peningur í þessu á Íslandi. Það er erfitt að hafa atvinnu af því að vera í kraftlyftingum án þess að vera að þjálfa,“ sagði Grétar en hann segist þrátt fyrir það finna fyrir auknum áhuga. „Ég held að þetta sé mesti meðbyr sem kraftlyftingar hafa haft á Íslandi síðan Jón Páll Sigmarsson var í þessu, það er hægt að kalla þetta vor íslenskra kraftlyftinga. Það er mikil hefð á Íslandi fyrir kraftlyftingum og mikil saga. Svo er vilji hjá öllum sem æfa þetta að gera vel, standa saman og bæta okkur,“ sagði Grétar og bætti við: „Hefðin og sagan er það sem Ísland hefur, við getum ekki keppt við önnur sambönd erlendis þar sem samböndin fá meira fjármagn og betri aðstöðu en hefðin vinnur með okkur, það er menning fyrir aflraunum á Íslandi og við höfum það fram yfir samkeppnisþjóðirnar.“ Hann segir að það séu háleit markmið á Íslandi. „Við erum með frábæra krakka að æfa sem eiga eftir að ná langt og eftir nokkur ár verða innviðir og aðstaðan í bland við gæðin komin í takt við það sem þekkist erlendis. Aðstöðuleysið er kannski það helsta sem er að hrjá okkur, það vantar betri keppnisaðstöðu og aðstöðuleysið er það sem heldur mest aftur af íslensku kraftlyftingafólki.“ Aðrar íþróttir Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Sjá meira
Íslenskt kraftlyftingafólk var sigursælt á Evrópumótinu í kraftlyftingum sem fór fram í Plzen í Tékklandi í síðustu viku en íslenska afreksfólkið kom heim með níu verðlaunapeninga, þar af sex gullverðlaun. Íslenska sveitin var skipuð sjö manns en þrjár stelpur kepptu og fjórir strákar. Hópurinn setti sér háleit markmið í bland við áætlanir um að yngri keppendur fengju reynslu af því að keppa á stóra sviðinu. Mikill vöxtur hefur átt sér stað í kraftlyftingum á Íslandi undanfarin ár en Grétar Skúli Gunnarsson, þjálfari, ferðaðist með liðinu til Tékklands og var sáttur með heildarniðurstöðuna þegar Fréttablaðið heyrði í honum. „Við fórum með háleit markmið, Sóley var fyrirfram með töluverða yfirburði í sínum flokki en fyrir Guðfinn, Karl og Köru var þetta frábær reynsla að máta sig á stóra sviðinu. Á þessum aldri skiptir miklu máli að fá reynslu og sjá hvað þau bestu í heiminum eru að gera og að vinna verðlaun er góð viðbót. Þetta er annað árið sem Sóley vinnur gull en það er langur vegur fram undan fyrir hana,“ sagði Grétar og hélt áfram: „Hún á í raun ekki að toppa fyrr en eftir tíu ár, um 26 ára aldurinn, rétt eins og Viktor og Júlían eiga eftir að ná toppnum. Það tekur langan tíma að verða sterkur í kraftlyftingum án þess að nota stera. Maður getur verið að bæta sig í 15-20 ár.“ Hann segir að það geti verið erfitt að fá ungt fólk í kraftlyftingar. „Það getur verið erfitt að finna ungt fólk sem hefur áhuga á að tileinka sér íþrótt eins og kraftlyftingar, það liggur ofboðslega mikil vinna að baki, það er ekki hægt að verða bara skyndilega góður. Svo er ekki mikill peningur í þessu á Íslandi. Það er erfitt að hafa atvinnu af því að vera í kraftlyftingum án þess að vera að þjálfa,“ sagði Grétar en hann segist þrátt fyrir það finna fyrir auknum áhuga. „Ég held að þetta sé mesti meðbyr sem kraftlyftingar hafa haft á Íslandi síðan Jón Páll Sigmarsson var í þessu, það er hægt að kalla þetta vor íslenskra kraftlyftinga. Það er mikil hefð á Íslandi fyrir kraftlyftingum og mikil saga. Svo er vilji hjá öllum sem æfa þetta að gera vel, standa saman og bæta okkur,“ sagði Grétar og bætti við: „Hefðin og sagan er það sem Ísland hefur, við getum ekki keppt við önnur sambönd erlendis þar sem samböndin fá meira fjármagn og betri aðstöðu en hefðin vinnur með okkur, það er menning fyrir aflraunum á Íslandi og við höfum það fram yfir samkeppnisþjóðirnar.“ Hann segir að það séu háleit markmið á Íslandi. „Við erum með frábæra krakka að æfa sem eiga eftir að ná langt og eftir nokkur ár verða innviðir og aðstaðan í bland við gæðin komin í takt við það sem þekkist erlendis. Aðstöðuleysið er kannski það helsta sem er að hrjá okkur, það vantar betri keppnisaðstöðu og aðstöðuleysið er það sem heldur mest aftur af íslensku kraftlyftingafólki.“
Aðrar íþróttir Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Sjá meira