Hundi frá Litháen vísað úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. maí 2018 10:50 Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/Anton Brink. Nýlega staðfesti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið synjun Matvælastofnunar á innflutningi hunds frá Litháen og var hundurinn því fluttur út að nýju daginn eftir komuna til landsins. Var hundurinn allan tímann í sóttvarnarstöð gæludýra á Keflavíkurflugvelli. Kærandi hafði fengið leyfi frá Matvælastofnun til innflutnings á tíkinni. Við komuna til landsins kom hins vegar í ljós þegar örmerki hennar var skannað að örmerkisnúmer hennar stemmdi ekki við það númer sem tilgreint var á heilbrigðis- og upprunavottorði og fleiri gögnum. Matvælastofnun synjaði því um innflutning á þeim grundvelli að kærandi hefði sótt um innflutningsleyfi fyrir einn hund en flutt inn annan hund. Kærandi var ósáttur við þetta og taldi stofnunina hafa brotið lögmætisreglu stjórnsýsluréttar og einnig rannsóknar- og meðalhófsreglu stjórnsýslulaga við málsmeðferð sína. Lögum um velferð dýra hafi ekki verið fylgt með því að mæla fyrir um flutning dýrsins úr landi að nýju. Ákvörðun stofnunarinnar hefði verið geðþóttaákvörðun og hægt hefði verið að leysa málið á annan hátt. Í úrskurðinum tekur ráðuneytið undir það mat stofnunarinnar að skilyrði vegna innflutningsins hefðu ekki verið uppfyllt. Verulegur vafi hafi leikið á því að tíkin sem flutt var til landsins hefði verið skoðuð með þeim hætti sem lög og reglugerðir gera ráð fyrir. Ráðuneytið féllst heldur ekki á að stofnunin hefði brotið önnur lagaákvæði í stjórnsýslu sinni. Var því synjun Matvælastofnunar staðfest og ekki vikið að öðrum kröfum kæranda. Dýr Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Nýlega staðfesti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið synjun Matvælastofnunar á innflutningi hunds frá Litháen og var hundurinn því fluttur út að nýju daginn eftir komuna til landsins. Var hundurinn allan tímann í sóttvarnarstöð gæludýra á Keflavíkurflugvelli. Kærandi hafði fengið leyfi frá Matvælastofnun til innflutnings á tíkinni. Við komuna til landsins kom hins vegar í ljós þegar örmerki hennar var skannað að örmerkisnúmer hennar stemmdi ekki við það númer sem tilgreint var á heilbrigðis- og upprunavottorði og fleiri gögnum. Matvælastofnun synjaði því um innflutning á þeim grundvelli að kærandi hefði sótt um innflutningsleyfi fyrir einn hund en flutt inn annan hund. Kærandi var ósáttur við þetta og taldi stofnunina hafa brotið lögmætisreglu stjórnsýsluréttar og einnig rannsóknar- og meðalhófsreglu stjórnsýslulaga við málsmeðferð sína. Lögum um velferð dýra hafi ekki verið fylgt með því að mæla fyrir um flutning dýrsins úr landi að nýju. Ákvörðun stofnunarinnar hefði verið geðþóttaákvörðun og hægt hefði verið að leysa málið á annan hátt. Í úrskurðinum tekur ráðuneytið undir það mat stofnunarinnar að skilyrði vegna innflutningsins hefðu ekki verið uppfyllt. Verulegur vafi hafi leikið á því að tíkin sem flutt var til landsins hefði verið skoðuð með þeim hætti sem lög og reglugerðir gera ráð fyrir. Ráðuneytið féllst heldur ekki á að stofnunin hefði brotið önnur lagaákvæði í stjórnsýslu sinni. Var því synjun Matvælastofnunar staðfest og ekki vikið að öðrum kröfum kæranda.
Dýr Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira