Í tilkynningu frá framboðinu kemur fram að þau, sem standi að því, séu harmi slegin yfir fregnum gærdagsins og þá óska þau Ingvari Erni fulls bata.
„En í ljósi aðstæðna munum við óska eftir því við hann að hann stigi til hliðar og taki ekki sæti fyrir hönd framboðsins í sveitastjórn, ef til þess kemur,“ segir í tilkynningu.
Þá er tekið fram að ekki komi til skoðunar að gera breytingar á lista framboðsins en slíkt er óheimilt skv. lögum svo skömmu fyrir kjördag. Að öðru leyti munu aðstandendur Nýs afls ekki svara frekari fyrirspurnum er varða þetta mál.
Ákvörðun var tekin um framtíð Ingvars á lista Nýs afls á sérstökum fundi framboðsins vegna málsins í kvöld. Jón Snæbjörnsson, oddviti lista Nýs afls, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að málið væri „mannlegur harmleikur.“
Fréttin hefur verið uppfærð.