Dagvistun barna er eitt af stóru málunum á Akureyri Höskuldur Kári Schram skrifar 14. maí 2018 23:27 Dagvistun barna er eitt af stóru málunum á Akureyri fyrir komandi kosningar en íbúum hefur fjölgað nokkuð hratt á undanförnum misserum sem hefur skapað vandræði á leikskólum bæjarins. Akureyrarbær er fjölmennasta sveitarfélagið fyrir utan höfuðborgarsvæðið með rúmlega 18 þúsund íbúa. Hér verða sjö framboðslistar í boði í komandi kosningum. Þetta eru Píratar, Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin, Framsókn, L-listinn, Vinstri græn og Miðflokkur. Framsókn, Samfylking og L-listinn mynda núverandi meirihluta en könnun sem Háskólinn á Akureyri gerði nýlega fyrir Vikudag bendir til þess að meirihlutinn sé fallinn. Oddvitar nefna dagvistunarmál sem eitt af stóru málunum fyrir komandi kosningar. „Þetta fór í tómt tjón í fyrra og það var töluvert af fólki sem lenti í vandræðum og var verið að koma börnum fyrir í nágranna sveitarfélögum fyrir vikið. En við viljum leysa þetta með þeim einfalda hætti að taka 12 mánaða börn inn í leikskóla og taka þau þá inn strax og fæðingarorlofi lýkur enda er ríkið búið að lofa því að lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði. Þá ætti þessari óvissu að vera eytt og fólk ætti að geta gengið að því tryggu að það komi barninu inn þegar það verður 12 mánaða,“ segir Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokks. „Þetta voru vaxtarverkir. Það fluttu mun fleiri í bæinn heldur en bjartsýnustu spár gerðu ráð fyrir og það kom leiðinda tímabil þar sem 18 mánaða börn komust ekki inn á leikskóla og það má ekki gerast og fólk þarf að læra svolítið af reynslunni þar og hafa meira svigrúm. Svo síðan leggja áherslu á að ná inn 12 mánaða börnum og hvetja síðan ríkisvaldið til að fara með fæðingarorlofið upp í 12 mánaða og brúa þannig bilið,“ segir Hilda Jana Gísladóttir oddviti Samfylkingar. Kosningar 2018 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Dagvistun barna er eitt af stóru málunum á Akureyri fyrir komandi kosningar en íbúum hefur fjölgað nokkuð hratt á undanförnum misserum sem hefur skapað vandræði á leikskólum bæjarins. Akureyrarbær er fjölmennasta sveitarfélagið fyrir utan höfuðborgarsvæðið með rúmlega 18 þúsund íbúa. Hér verða sjö framboðslistar í boði í komandi kosningum. Þetta eru Píratar, Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin, Framsókn, L-listinn, Vinstri græn og Miðflokkur. Framsókn, Samfylking og L-listinn mynda núverandi meirihluta en könnun sem Háskólinn á Akureyri gerði nýlega fyrir Vikudag bendir til þess að meirihlutinn sé fallinn. Oddvitar nefna dagvistunarmál sem eitt af stóru málunum fyrir komandi kosningar. „Þetta fór í tómt tjón í fyrra og það var töluvert af fólki sem lenti í vandræðum og var verið að koma börnum fyrir í nágranna sveitarfélögum fyrir vikið. En við viljum leysa þetta með þeim einfalda hætti að taka 12 mánaða börn inn í leikskóla og taka þau þá inn strax og fæðingarorlofi lýkur enda er ríkið búið að lofa því að lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði. Þá ætti þessari óvissu að vera eytt og fólk ætti að geta gengið að því tryggu að það komi barninu inn þegar það verður 12 mánaða,“ segir Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokks. „Þetta voru vaxtarverkir. Það fluttu mun fleiri í bæinn heldur en bjartsýnustu spár gerðu ráð fyrir og það kom leiðinda tímabil þar sem 18 mánaða börn komust ekki inn á leikskóla og það má ekki gerast og fólk þarf að læra svolítið af reynslunni þar og hafa meira svigrúm. Svo síðan leggja áherslu á að ná inn 12 mánaða börnum og hvetja síðan ríkisvaldið til að fara með fæðingarorlofið upp í 12 mánaða og brúa þannig bilið,“ segir Hilda Jana Gísladóttir oddviti Samfylkingar.
Kosningar 2018 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira