Dæmi um að strokufiskur úr eldi dreifi sér um allar ár landsins Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 15. maí 2018 11:44 vísir/sigurjón Jón Kaldal blaðamaður og félagi í Icelandic Wildlife Fund, segir að fullyrðingar Landssambands fiskeldisstöðva um öryggi sjókvíaeldis séu rangar. Þekkt dæmi séu um að fiskur hafi sloppið úr kvíum og fundist í ám um allt land skömmu síðar. Mikil umræða hefur spunnist út frá heimildarmynd sem Ríkissjónvarpið sýndi á dögunum en Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, sagði myndina einhliða og fjármagnaða af andstæðingum fiskeldis. Þá sagði hann að rangfærslur væru í myndinni og lax sem slyppi úr kvíum gæti ekki dreift sér um allt land. Jón Kaldal, blaðamaður og félagi í Icelandic Wildlife Fund, sagði í Býtinu í morgun að fullyrðingar Einars stæðust ekki skoðun. „Þannig að það er ekki rétt, sem sagt var í gær, að lax sem sleppur úr kví í Arnarfirði komist ekki upp í Norðurá í Borgarfirði?“ spurði annar þáttastjórnenda „Ég hjó einmitt eftir því að Einar K. Sagði að það væri óumdeilt að þetta gæti ekki gerst,“ Sagði Jón. „Hið sanna er að við höfum dæmi frá haustinu 2016 þegar regnbogasilungur fór að veiðast í miklu magni á sunnanverðum Vestfjörðum. Á nokkrum mánuðum veiddist þessi fiskur í öllum ám landsins,“ sagði Jón. „Lögum samkvæmt ber að tilkynna sleppingu úr kvíum, eða strok. Ekkert fiskeldisfyrirtæki kannaðist við að hafa misst fisk. Hvað segir það okkur? Fiskurinn fer langt. Við höfum konkret dæmi úr náttúrinni hér. Leó Alexander, sérfræðingur Hafrannsóknarstofnunar, hefur sagt að allar ár landsins séu í hættu. Þannig að þetta er ekki eitthvað sem einhverjir umhverfissinnar halda fram. Þetta er bara staðreynd sem við höfum séð raungerast og sérfræðingar benda á.“ Fiskeldi Tengdar fréttir Undir yfirborðinu „ekki heimildarmynd“ að mati Einars Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldsstöðva, segir að kvikmyndin Undir yfirborðinu sé ekki "heimildarmynd“ í þeim skilningi orðsins. 14. maí 2018 08:54 Segir laxeldismyndina einhliða og fjármagnaða af andstæðingum Framkvæmdastjóri Arnarlax vísar gagnrýni í heimildarmynd um laxeldi á bug 14. maí 2018 22:30 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Sjá meira
Jón Kaldal blaðamaður og félagi í Icelandic Wildlife Fund, segir að fullyrðingar Landssambands fiskeldisstöðva um öryggi sjókvíaeldis séu rangar. Þekkt dæmi séu um að fiskur hafi sloppið úr kvíum og fundist í ám um allt land skömmu síðar. Mikil umræða hefur spunnist út frá heimildarmynd sem Ríkissjónvarpið sýndi á dögunum en Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, sagði myndina einhliða og fjármagnaða af andstæðingum fiskeldis. Þá sagði hann að rangfærslur væru í myndinni og lax sem slyppi úr kvíum gæti ekki dreift sér um allt land. Jón Kaldal, blaðamaður og félagi í Icelandic Wildlife Fund, sagði í Býtinu í morgun að fullyrðingar Einars stæðust ekki skoðun. „Þannig að það er ekki rétt, sem sagt var í gær, að lax sem sleppur úr kví í Arnarfirði komist ekki upp í Norðurá í Borgarfirði?“ spurði annar þáttastjórnenda „Ég hjó einmitt eftir því að Einar K. Sagði að það væri óumdeilt að þetta gæti ekki gerst,“ Sagði Jón. „Hið sanna er að við höfum dæmi frá haustinu 2016 þegar regnbogasilungur fór að veiðast í miklu magni á sunnanverðum Vestfjörðum. Á nokkrum mánuðum veiddist þessi fiskur í öllum ám landsins,“ sagði Jón. „Lögum samkvæmt ber að tilkynna sleppingu úr kvíum, eða strok. Ekkert fiskeldisfyrirtæki kannaðist við að hafa misst fisk. Hvað segir það okkur? Fiskurinn fer langt. Við höfum konkret dæmi úr náttúrinni hér. Leó Alexander, sérfræðingur Hafrannsóknarstofnunar, hefur sagt að allar ár landsins séu í hættu. Þannig að þetta er ekki eitthvað sem einhverjir umhverfissinnar halda fram. Þetta er bara staðreynd sem við höfum séð raungerast og sérfræðingar benda á.“
Fiskeldi Tengdar fréttir Undir yfirborðinu „ekki heimildarmynd“ að mati Einars Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldsstöðva, segir að kvikmyndin Undir yfirborðinu sé ekki "heimildarmynd“ í þeim skilningi orðsins. 14. maí 2018 08:54 Segir laxeldismyndina einhliða og fjármagnaða af andstæðingum Framkvæmdastjóri Arnarlax vísar gagnrýni í heimildarmynd um laxeldi á bug 14. maí 2018 22:30 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Sjá meira
Undir yfirborðinu „ekki heimildarmynd“ að mati Einars Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldsstöðva, segir að kvikmyndin Undir yfirborðinu sé ekki "heimildarmynd“ í þeim skilningi orðsins. 14. maí 2018 08:54
Segir laxeldismyndina einhliða og fjármagnaða af andstæðingum Framkvæmdastjóri Arnarlax vísar gagnrýni í heimildarmynd um laxeldi á bug 14. maí 2018 22:30