Lífið

Daði hættur við Eurovision og hvetur RÚV til að sniðganga keppnina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daði Freyr hafnaði í öðru sæti í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra.
Daði Freyr hafnaði í öðru sæti í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra. vísir/andri marínó
Eins og Vísir greindi frá í morgun hafa um 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 

Nú hafa Daði Freyr og Gagnamagnið greint frá því að sveitin ætli sér ekki að taka þátt í Söngvakeppninni árið 2019, eins og fyrirhugað var.

„Við getum ekki ímyndað okkur að taka þátt í Eurovisiongleðinni með góðri samvisku á meðan Ísraelsríki og þeirra her beitir Palestínumönnum hrottalegu ofbeldi í næsta nágrenni. Við hvetjum RÚV til að taka ekki þátt í keppninni á næsta ári,“ segir Daði Freyr sjálfur í stöðufærslur á Facebook.

Daði Freyr og Gagnamagnið slógu í gegn á síðasta ári þegar sveitin tók þátt í Söngvakeppninni og hafnaði í öðru sæti með lagið Hvað með það?






Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.