Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2018 20:10 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Myndin er tekin á fundi hans og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Norður-Kóreu fyrr í mánuðinum. Vísir/AFP Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa aflýst fundi við Suður-Kóreu nokkrum klukkutímum áður en hann átti að fara fram. Þá hótar Norður-Kórea að aflýsa sögulegum fundi sínum og Bandaríkjanna sem er á dagskrá innan fáeinna vikna. Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni, að því er AP-fréttaveitan hefur eftir hinni suðurkóresku Yonhap-fréttastofu. Norður- og Suður-Kórea hugðust funda um aðgerðir til að draga úr spennu milli ríkjanna á miðvikudag að kóreskum tíma en Kim Jong-un, leiðtoginn í norðri, hefur sýnt af sér ríka viðleitni til slíkra aðgerða síðustu vikur. Fundi hans og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í lok apríl síðastliðnum var fagnað sem „sögulegum“ en Kim varð þar með fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu til að stíga fæti inn í Suður-Kóreu frá því að ríkin gerðu vopnahlé árið 1953.Sjá einnig: Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fund Nú hafa yfirvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hins vegar um tilkynnt um það að fundi Kóreuríkjanna tveggja sé aflýst. Í yfirlýsingu, sem send var á ríkissjónvarpsstöð Norður-Kóreu, KCNA, í kvöld var Bandaríkjunum enn fremur ráðlagt að „ígrunda örlög ætlaðs fundar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna“ vegna sameiginlegra heræfinga þeirra og Suður-Kóreu sem hófust á föstudag. Á þriðjudag í síðustu viku var greint frá því að Norður-Kóreumenn hygðust jafna kjarnavopnatilraunasvæði sitt við jörðu síðar í þessum mánuði. Þá var ætlunin jafnframt að bjóða bandarískum vopnasérfræðingum og blaðamönnum að koma til landsins til að vera viðstaddir afkjarnorkuvæðinguna. Fundur þeirra Kim Jong-un og Donalds Trumps Bandaríkjaforseta er auk þess á dagskrá þann 12. júní næstkomandi í Singapúr. Norður-Kórea Tengdar fréttir Ætla að jafna kjarnavopnatilraunasvæði sitt við jörðu Norður-Kóreumenn hyggjast jafna kjarnorkutilraunasvæði sitt við jörðu síðar í mánuðinum. 12. maí 2018 15:53 Norður-Kórea segir Japani þvælast fyrir friðarferlinu Norður-Kóresk stjórnvöld segja að rán sín á japönskum ríkisborgurum á Kaldastríðsárunum séu „útkljáð“ og saka Japani um að þvælast fyrir friðarferlinu sem nú stendur yfir á Kóreuskaganum. 14. maí 2018 06:51 Trump tók á móti gíslum Norður-Kóreu Mennirnir þrír höfðu verið fangelsaðir í Norður-Kóreu fyrir að vinna gegn ríkinu og hafði einn þeirra verið í haldi í þrjú ár en hinir í eitt. 10. maí 2018 09:15 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa aflýst fundi við Suður-Kóreu nokkrum klukkutímum áður en hann átti að fara fram. Þá hótar Norður-Kórea að aflýsa sögulegum fundi sínum og Bandaríkjanna sem er á dagskrá innan fáeinna vikna. Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni, að því er AP-fréttaveitan hefur eftir hinni suðurkóresku Yonhap-fréttastofu. Norður- og Suður-Kórea hugðust funda um aðgerðir til að draga úr spennu milli ríkjanna á miðvikudag að kóreskum tíma en Kim Jong-un, leiðtoginn í norðri, hefur sýnt af sér ríka viðleitni til slíkra aðgerða síðustu vikur. Fundi hans og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í lok apríl síðastliðnum var fagnað sem „sögulegum“ en Kim varð þar með fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu til að stíga fæti inn í Suður-Kóreu frá því að ríkin gerðu vopnahlé árið 1953.Sjá einnig: Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fund Nú hafa yfirvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hins vegar um tilkynnt um það að fundi Kóreuríkjanna tveggja sé aflýst. Í yfirlýsingu, sem send var á ríkissjónvarpsstöð Norður-Kóreu, KCNA, í kvöld var Bandaríkjunum enn fremur ráðlagt að „ígrunda örlög ætlaðs fundar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna“ vegna sameiginlegra heræfinga þeirra og Suður-Kóreu sem hófust á föstudag. Á þriðjudag í síðustu viku var greint frá því að Norður-Kóreumenn hygðust jafna kjarnavopnatilraunasvæði sitt við jörðu síðar í þessum mánuði. Þá var ætlunin jafnframt að bjóða bandarískum vopnasérfræðingum og blaðamönnum að koma til landsins til að vera viðstaddir afkjarnorkuvæðinguna. Fundur þeirra Kim Jong-un og Donalds Trumps Bandaríkjaforseta er auk þess á dagskrá þann 12. júní næstkomandi í Singapúr.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Ætla að jafna kjarnavopnatilraunasvæði sitt við jörðu Norður-Kóreumenn hyggjast jafna kjarnorkutilraunasvæði sitt við jörðu síðar í mánuðinum. 12. maí 2018 15:53 Norður-Kórea segir Japani þvælast fyrir friðarferlinu Norður-Kóresk stjórnvöld segja að rán sín á japönskum ríkisborgurum á Kaldastríðsárunum séu „útkljáð“ og saka Japani um að þvælast fyrir friðarferlinu sem nú stendur yfir á Kóreuskaganum. 14. maí 2018 06:51 Trump tók á móti gíslum Norður-Kóreu Mennirnir þrír höfðu verið fangelsaðir í Norður-Kóreu fyrir að vinna gegn ríkinu og hafði einn þeirra verið í haldi í þrjú ár en hinir í eitt. 10. maí 2018 09:15 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Ætla að jafna kjarnavopnatilraunasvæði sitt við jörðu Norður-Kóreumenn hyggjast jafna kjarnorkutilraunasvæði sitt við jörðu síðar í mánuðinum. 12. maí 2018 15:53
Norður-Kórea segir Japani þvælast fyrir friðarferlinu Norður-Kóresk stjórnvöld segja að rán sín á japönskum ríkisborgurum á Kaldastríðsárunum séu „útkljáð“ og saka Japani um að þvælast fyrir friðarferlinu sem nú stendur yfir á Kóreuskaganum. 14. maí 2018 06:51
Trump tók á móti gíslum Norður-Kóreu Mennirnir þrír höfðu verið fangelsaðir í Norður-Kóreu fyrir að vinna gegn ríkinu og hafði einn þeirra verið í haldi í þrjú ár en hinir í eitt. 10. maí 2018 09:15