Setjum hagsmuni íbúa í fyrsta sæti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson skrifar 16. maí 2018 07:00 Eftir aðeins örfáa daga verður kosið í sveitarstjórnir um land allt. Samfélagsmiðlar eru stútfullir af prúðbúnum frambjóðendum, slagorðin vel útpæld og loforðin alltumlykjandi. Það taka allir þátt í þessum leik, enda skiptir máli að ná til eyrna kjósenda og boða fagnaðarerindið. Þegar keppt er um atkvæði kjósenda er vinsælt að lofa öllu fögru, lasta andstæðinginn og kasta reyksprengjum til þess eins að afvegaleiða umræðuna. Sveitarstjórnarmálin hafa líklega aldrei verið jafn þýðingarmikil og mikilvæg og nú. Fleiri verkefni og víðtækari eru nú á ábyrgð sveitarfélaga en áður og því skipta ákvarðanir sem teknar eru í sveitarstjórnum miklu máli fyrir daglegt líf fólks. Því þarf að vanda vel til verka og fulltrúar í sveitarstjórnum verða að vera meðvitaðir um þá miklu ábyrgð sem fylgir starfinu. Það skiptir því miklu máli að í sveitarstjórn veljist einstaklingar sem hafa skýr markmið og stefnu, þora að ráðast í breytingar, taka erfiðar ákvarðanir og klára málin. Þessir sömu sveitarstjórnarfulltrúar verða líka að geta átt í góðu samtali og samstarfi við þingið og þá fulltrúa sem þar sitja.Viðreisn ætlar að tryggja að sú brú verði byggð og notuð í báðar áttir. Þó að Viðreisn sé að bjóða fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningum höfum við þegar sýnt í verki að Viðreisn er stjórnmálaafl sem lætur verkin tala. Viðreisn vill frjálslyndar, jafnréttissinnaðar og lausnamiðaðar sveitarstjórnir um land allt. Við viljum að sveitarfélögin séu vel rekin og að þjónusta við íbúa sé í fyrirrúmi. Það eru víða tækifæri til að gera mun betur. Efla þarf menntakerfið, laða hæft fólk til kennslu og tryggja dagvistunarúrræði frá því að fæðingarorlofi lýkur. Við þurfum að einfalda stjórnsýslu sveitarfélaganna og leggja stóraukna áherslu á rafræna þjónustu. Efla þarf almenningssamgöngur og greiða leið strætisvagna og einkabílsins með fjárfestingu í gatnakerfinu. Tryggja þarf ungu fólki húsnæði við hæfi, hvort heldur sem er með þéttingu byggðar eða þróun nýrra hverfa. Síðast en ekki síst má aldrei gleyma að stuðla að blómlegri og fjölbreyttri menningarstarfsemi sem auðgar andann og gerir lífið skemmtilegra. Viðreisn setur hagsmuni íbúa í fyrsta sæti en ekki sérhagsmuni flokka eða hagsmunaafla. Þetta er einfalt – að almannahagsmunir gangi framar sérhagsmunum. Þannig mun Viðreisn einnig vinna í sveitarstjórnum.Höfundar eru formaður og varaformaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Eftir aðeins örfáa daga verður kosið í sveitarstjórnir um land allt. Samfélagsmiðlar eru stútfullir af prúðbúnum frambjóðendum, slagorðin vel útpæld og loforðin alltumlykjandi. Það taka allir þátt í þessum leik, enda skiptir máli að ná til eyrna kjósenda og boða fagnaðarerindið. Þegar keppt er um atkvæði kjósenda er vinsælt að lofa öllu fögru, lasta andstæðinginn og kasta reyksprengjum til þess eins að afvegaleiða umræðuna. Sveitarstjórnarmálin hafa líklega aldrei verið jafn þýðingarmikil og mikilvæg og nú. Fleiri verkefni og víðtækari eru nú á ábyrgð sveitarfélaga en áður og því skipta ákvarðanir sem teknar eru í sveitarstjórnum miklu máli fyrir daglegt líf fólks. Því þarf að vanda vel til verka og fulltrúar í sveitarstjórnum verða að vera meðvitaðir um þá miklu ábyrgð sem fylgir starfinu. Það skiptir því miklu máli að í sveitarstjórn veljist einstaklingar sem hafa skýr markmið og stefnu, þora að ráðast í breytingar, taka erfiðar ákvarðanir og klára málin. Þessir sömu sveitarstjórnarfulltrúar verða líka að geta átt í góðu samtali og samstarfi við þingið og þá fulltrúa sem þar sitja.Viðreisn ætlar að tryggja að sú brú verði byggð og notuð í báðar áttir. Þó að Viðreisn sé að bjóða fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningum höfum við þegar sýnt í verki að Viðreisn er stjórnmálaafl sem lætur verkin tala. Viðreisn vill frjálslyndar, jafnréttissinnaðar og lausnamiðaðar sveitarstjórnir um land allt. Við viljum að sveitarfélögin séu vel rekin og að þjónusta við íbúa sé í fyrirrúmi. Það eru víða tækifæri til að gera mun betur. Efla þarf menntakerfið, laða hæft fólk til kennslu og tryggja dagvistunarúrræði frá því að fæðingarorlofi lýkur. Við þurfum að einfalda stjórnsýslu sveitarfélaganna og leggja stóraukna áherslu á rafræna þjónustu. Efla þarf almenningssamgöngur og greiða leið strætisvagna og einkabílsins með fjárfestingu í gatnakerfinu. Tryggja þarf ungu fólki húsnæði við hæfi, hvort heldur sem er með þéttingu byggðar eða þróun nýrra hverfa. Síðast en ekki síst má aldrei gleyma að stuðla að blómlegri og fjölbreyttri menningarstarfsemi sem auðgar andann og gerir lífið skemmtilegra. Viðreisn setur hagsmuni íbúa í fyrsta sæti en ekki sérhagsmuni flokka eða hagsmunaafla. Þetta er einfalt – að almannahagsmunir gangi framar sérhagsmunum. Þannig mun Viðreisn einnig vinna í sveitarstjórnum.Höfundar eru formaður og varaformaður Viðreisnar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun