Rannsakað af stríðsglæpadómstólnum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. maí 2018 06:00 Riyad Mansour sendiherra Palestínu hjá SÞ, ofarlega á myndinni, og Danny Danon, fastafulltrúi Ísraels, tókust á fyrir Öryggisráðinu í gær. Vísir/epa Útfarir Palestínumanna sem féllu fyrir kúlum Ísraelshers í fyrradag fóru flestar fram í gær. Minnst tveir til viðbótar féllu í gær í áframhaldandi mótmælum. Minnst 58 palestínskir mótmælendur féllu í mótmælum á Gazaströndinni í fyrradag og um 2.700 særðust. Meðal hinna látnu voru átta börn yngri en sextán ára, þar af eitt átta mánaða að aldri. Fólkið hafði komið saman við öryggisgirðinguna við landamæri Ísraels og kveikt í dekkjum, kastað grjóti, lausamunum og smásprengjum yfir girðinguna. Því var svarað með byssukúlum úr rifflum ísraelskra hermanna. Viðbrögð Ísraelsmanna hafa verið harðlega gagnrýnd af alþjóðasamfélaginu en Sameinuðu þjóðirnar (SÞ), Bretar, Frakkar og Rússar eru meðal þeirra sem fordæmt hafa aðgerðirnar. Ísraelar hafa borið því við að þeir hafi verið að svara mótmælendum í sömu mynt. Bandaríkin hafa stutt sjálfsvarnarrétt Ísraela. Mótmæli hafa verið daglegt brauð á Gaza frá lokum marsmánaðar en síðan þá hafa 109 Palestínumenn hið minnsta fallið og áætlað er að um 12 þúsund hafi særst. Mótmælin náðu hámarki í fyrradag en þá var sendiráð Bandaríkjanna í Ísrael formlega flutt frá höfuðborginni Tel Avív til Jerúsalem. Borgin helga hefur lengi verið bitbein þjóðanna tveggja og telja Palestínumenn að tilfærslan styrki tilkall Ísraela til hennar. Málið var rætt í Öryggisráði SÞ í gær en fulltrúi Kúveits lagði fram drög að yfirlýsingu sem kvað á um yfirlýsingu um reiði og sorg vegna dauða Palestínumannanna. Þar var einnig kveðið á um sjálfstæða rannsókn á atvikinu og að aðildarríki SÞ virtu ályktun Öryggisráðsins um að setja ekki upp sendiskrifstofur í Jerúsalem. Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu þegar greidd voru atkvæði um tillöguna.Byrjað var að bera Palestínumenn sem voru skotnir til bana í mótmælum á Gasa til grafar í gær.Vísir/AFPDagurinn í gær markaði 70 ára afmæli Nakba, eða katastrófunnar, en 15. maí 1948 neyddust hundruð þúsunda Palestínumanna til að yfirgefa heimili sín vegna hins nýstofnaða Ísraels. „Ég skal tala alveg hreint út. Þegar Palestínumenn tala um réttinn til að snúa aftur, þá meina þeir í raun eyðingu Ísraels,“ sagði Danny Danon, fastafulltrúi Ísraels hjá SÞ, þegar málið var rætt í Öryggisráðinu. Riyad Mansour, sendiherra Palestínu við SÞ, sakaði Ísraela á móti um stríðsglæpi. „Síðustu átta vikur höfum við grátbeðið ykkur um að koma í veg fyrir fjöldamorð Ísraela á Palestínumönnum. Gæti verið að ekki hafi verið hlustað á okkur og aðvaranir ekki teknar alvarlega?“ sagði Mansour. Fatou Bensouda, aðalsaksóknari Alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins í Haag, sendi AFP-fréttastofunni yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að hún hefði atvikið til rannsóknar. „Starfsfólk mitt fylgist náið með vendingum stöðunnar og kannar hvort heimild sé til saksóknar vegna mögulegra brota sem falla innan lögsögu dómstólsins,“ segir í yfirlýsingunni. Hún bætti því við að ofbeldinu yrði að linna og hvatti stríðandi aðila til að láta af aðgerðum sem gætu haft frekari dauðsföll í för með sér. Þá brýndi Bensouda fyrir Ísraelsmönnum að gæta hófs í aðgerðum sínum og að láta af gegndarlausri valdbeitingu sinni. Birtist í Fréttablaðinu Kúveit Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30 4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Útfarir Palestínumanna sem féllu fyrir kúlum Ísraelshers í fyrradag fóru flestar fram í gær. Minnst tveir til viðbótar féllu í gær í áframhaldandi mótmælum. Minnst 58 palestínskir mótmælendur féllu í mótmælum á Gazaströndinni í fyrradag og um 2.700 særðust. Meðal hinna látnu voru átta börn yngri en sextán ára, þar af eitt átta mánaða að aldri. Fólkið hafði komið saman við öryggisgirðinguna við landamæri Ísraels og kveikt í dekkjum, kastað grjóti, lausamunum og smásprengjum yfir girðinguna. Því var svarað með byssukúlum úr rifflum ísraelskra hermanna. Viðbrögð Ísraelsmanna hafa verið harðlega gagnrýnd af alþjóðasamfélaginu en Sameinuðu þjóðirnar (SÞ), Bretar, Frakkar og Rússar eru meðal þeirra sem fordæmt hafa aðgerðirnar. Ísraelar hafa borið því við að þeir hafi verið að svara mótmælendum í sömu mynt. Bandaríkin hafa stutt sjálfsvarnarrétt Ísraela. Mótmæli hafa verið daglegt brauð á Gaza frá lokum marsmánaðar en síðan þá hafa 109 Palestínumenn hið minnsta fallið og áætlað er að um 12 þúsund hafi særst. Mótmælin náðu hámarki í fyrradag en þá var sendiráð Bandaríkjanna í Ísrael formlega flutt frá höfuðborginni Tel Avív til Jerúsalem. Borgin helga hefur lengi verið bitbein þjóðanna tveggja og telja Palestínumenn að tilfærslan styrki tilkall Ísraela til hennar. Málið var rætt í Öryggisráði SÞ í gær en fulltrúi Kúveits lagði fram drög að yfirlýsingu sem kvað á um yfirlýsingu um reiði og sorg vegna dauða Palestínumannanna. Þar var einnig kveðið á um sjálfstæða rannsókn á atvikinu og að aðildarríki SÞ virtu ályktun Öryggisráðsins um að setja ekki upp sendiskrifstofur í Jerúsalem. Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu þegar greidd voru atkvæði um tillöguna.Byrjað var að bera Palestínumenn sem voru skotnir til bana í mótmælum á Gasa til grafar í gær.Vísir/AFPDagurinn í gær markaði 70 ára afmæli Nakba, eða katastrófunnar, en 15. maí 1948 neyddust hundruð þúsunda Palestínumanna til að yfirgefa heimili sín vegna hins nýstofnaða Ísraels. „Ég skal tala alveg hreint út. Þegar Palestínumenn tala um réttinn til að snúa aftur, þá meina þeir í raun eyðingu Ísraels,“ sagði Danny Danon, fastafulltrúi Ísraels hjá SÞ, þegar málið var rætt í Öryggisráðinu. Riyad Mansour, sendiherra Palestínu við SÞ, sakaði Ísraela á móti um stríðsglæpi. „Síðustu átta vikur höfum við grátbeðið ykkur um að koma í veg fyrir fjöldamorð Ísraela á Palestínumönnum. Gæti verið að ekki hafi verið hlustað á okkur og aðvaranir ekki teknar alvarlega?“ sagði Mansour. Fatou Bensouda, aðalsaksóknari Alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins í Haag, sendi AFP-fréttastofunni yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að hún hefði atvikið til rannsóknar. „Starfsfólk mitt fylgist náið með vendingum stöðunnar og kannar hvort heimild sé til saksóknar vegna mögulegra brota sem falla innan lögsögu dómstólsins,“ segir í yfirlýsingunni. Hún bætti því við að ofbeldinu yrði að linna og hvatti stríðandi aðila til að láta af aðgerðum sem gætu haft frekari dauðsföll í för með sér. Þá brýndi Bensouda fyrir Ísraelsmönnum að gæta hófs í aðgerðum sínum og að láta af gegndarlausri valdbeitingu sinni.
Birtist í Fréttablaðinu Kúveit Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30 4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30
4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. 15. maí 2018 10:44