Vísindamenn líkja eftir loftslagsbreytingum á hálendi Íslands Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. maí 2018 06:00 Plastbúr á vegum Ingibjargar Svölu Jónsdóttur sem starfað hefur undir merkjum International Tundra Experiment í yfir tuttugu ár. Ingibjörg Svala Ólafur S. Andrésson, prófessor í erfðafræði við Háskóla Íslands, hyggst rannsaka áhrif fyrirsjáanlegra loftslagsbreytinga með því að líkja eftir þeim með sérhönnuðum búrum sunnan Löðmundarvatns á Landmannaafrétti. Ólafur kveðst í bréfi sem tekið var fyrir á fundi Hálendisnefndar Rangárþings ytra vinna að rannsóknaverkefni um hlut hélumosavistar og annarra svæða sem einkennast af lífskurn á hálendinu. Útvíkka eigi verkefnið með athugun á áhrifum hlýnunar á hélumosavistina. Það sé gert með glærum plastbúrum sem séu opin að ofan. „Reynslan af slíkum búrum í langtímarannsóknum á Þingvöllum, Auðkúluheiði og víðar á norðurslóðum er góð, og sýnt að með þeim er hægt að hækka jafnaðarhitastig um nærri tvær gráður, og líkja þannig eftir fyrirsjáanlegum loftslagsbreytingum,“ útskýrir Ólafur í bréfinu. Meta eigi líkleg áhrif hlýnunar á vistgerð sem sé mjög útbreidd á hálendum svæðum hérlendis og víðar á norðurslóðum. Ingibjörg Svala Jónsdóttir prófessor, sem starfar með Ólafi og unnið hefur að slíkum verkefnum á alþjóðlegum grundvelli í meira en tuttugu ár, segir reynsluna af aðferðinni góða. Rannsóknin sunnan Löðmundarvatns beinist að mjög mikilvægu vistkerfi á Íslandi. Um sé að ræða skán sem bindi yfirborð jarðvegsins og mynduð sé af ótal mörgum lífverum; fyrst og fremst örverum. „Þetta er mjög mikilvægt kerfi og það er ekkert vitað um hvernig það bregst við hlýnun,“ segir hún. Svæðið sunnan Löðmundarvatns er sérstaklega hentugt í þessu skyni og hálendisnefndin veitti leyfi fyrir rannsókninni. Setja á upp sjö eða átta plastbúr sem eru um einn fermetri hvert og um 40 sentimetra há ásamt mælitæki í hverju búri. Rannsóknin á að standa í að minnsta kosti þrjú ár og í allt að tíu ár. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15 Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15 Flóðahætta á öllum landfyllingum við lok aldarinnar Sjávarflóð verða algengari og skeinuhættari þegar sjávarstaða við Ísland heldur áfram að hækka á þessari öld. 15. maí 2018 09:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ólafur S. Andrésson, prófessor í erfðafræði við Háskóla Íslands, hyggst rannsaka áhrif fyrirsjáanlegra loftslagsbreytinga með því að líkja eftir þeim með sérhönnuðum búrum sunnan Löðmundarvatns á Landmannaafrétti. Ólafur kveðst í bréfi sem tekið var fyrir á fundi Hálendisnefndar Rangárþings ytra vinna að rannsóknaverkefni um hlut hélumosavistar og annarra svæða sem einkennast af lífskurn á hálendinu. Útvíkka eigi verkefnið með athugun á áhrifum hlýnunar á hélumosavistina. Það sé gert með glærum plastbúrum sem séu opin að ofan. „Reynslan af slíkum búrum í langtímarannsóknum á Þingvöllum, Auðkúluheiði og víðar á norðurslóðum er góð, og sýnt að með þeim er hægt að hækka jafnaðarhitastig um nærri tvær gráður, og líkja þannig eftir fyrirsjáanlegum loftslagsbreytingum,“ útskýrir Ólafur í bréfinu. Meta eigi líkleg áhrif hlýnunar á vistgerð sem sé mjög útbreidd á hálendum svæðum hérlendis og víðar á norðurslóðum. Ingibjörg Svala Jónsdóttir prófessor, sem starfar með Ólafi og unnið hefur að slíkum verkefnum á alþjóðlegum grundvelli í meira en tuttugu ár, segir reynsluna af aðferðinni góða. Rannsóknin sunnan Löðmundarvatns beinist að mjög mikilvægu vistkerfi á Íslandi. Um sé að ræða skán sem bindi yfirborð jarðvegsins og mynduð sé af ótal mörgum lífverum; fyrst og fremst örverum. „Þetta er mjög mikilvægt kerfi og það er ekkert vitað um hvernig það bregst við hlýnun,“ segir hún. Svæðið sunnan Löðmundarvatns er sérstaklega hentugt í þessu skyni og hálendisnefndin veitti leyfi fyrir rannsókninni. Setja á upp sjö eða átta plastbúr sem eru um einn fermetri hvert og um 40 sentimetra há ásamt mælitæki í hverju búri. Rannsóknin á að standa í að minnsta kosti þrjú ár og í allt að tíu ár.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15 Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15 Flóðahætta á öllum landfyllingum við lok aldarinnar Sjávarflóð verða algengari og skeinuhættari þegar sjávarstaða við Ísland heldur áfram að hækka á þessari öld. 15. maí 2018 09:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15
Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15
Flóðahætta á öllum landfyllingum við lok aldarinnar Sjávarflóð verða algengari og skeinuhættari þegar sjávarstaða við Ísland heldur áfram að hækka á þessari öld. 15. maí 2018 09:00