Þakklát fyrir mikla búbót Hjörvar Ólafsson skrifar 16. maí 2018 17:30 Það eru komnir meiri peningar fyrir frjálsíþróttafólkið okkar. vísir/ernir Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands, FRÍ, samþykkti á fundi sínum í upphafi vikunnar þá tillögu sem afrekssjóður sambandsins lagði fyrir stjórnina um fyrri úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2018. Nýverið var framlag ríkissjóðs til afrekssjóðs ÍSÍ hækkað og við það eykst það fjármagn sem sjóður á borð við afrekssjóð FRÍ hefur úr að spila. Guðmundur Karlsson, framkvæmdastjóri FRÍ, segir að aukinheldur hafi sambandinu gengið vel að laða að sér styrktaraðila fyrir afrekssjóðinn. „Það var ofboðslega jákvætt skref tekið þegar ríkið ákvað að stíga fastar til jarðar hvað varðar styrkveitingu sína til sérsambanda á borð við okkur. Við erum í efsta flokki þegar kemur að styrkjum til sérsambanda og við erum mjög ánægð með framlag ríkissjóðs. Þá hefur stuðningsaðilum fjölgað og styrkir þeirra hækkað undanfarið,“ sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið. Afrekssjóður FRÍ úthlutar nú tæpum níu milljónum króna, en sjóðurinn byggir á ýmsum tekjum sambandsins, til að mynda þeim sem koma í gegnum Afrekssjóð ÍSÍ og styrkjum sem FRÍ safnar eins og áður kemur fram. Guðmundur segir að jákvæð skref hafi verið tekin á undanförnum árum, en vissulega megi gera betur fyrir okkar fremsta fólk í frjálsum íþróttum. „Okkar stærsta verkefni í sumar í fullorðinsflokki er Evrópumeistaramótið sem fram fer í Berlín í Þýskalandi. Þessir styrkir duga vissulega ekki einir og sér til þess að afreksfólk sem við eigum geti æft á pari við afreksfólk stærstu þjóðanna í frjálsíþróttaheiminum. Þetta borgar ekki þann kostnað sem kemur til varðandi þátttöku þeirra á stórmótum. Þetta er hins vegar mikil búbót og við erum afar þakklát fyrir þetta,“ sagði Guðmundur enn fremur um styrkveitinguna. „Afreksefni okkar verða svo á ferðinni á Evrópumeistaramóti U18 sem fram fer í Györ í Ungverjalandi í byrjun júlí og svo er Heimsmeistaramót U20 viku seinna í Tampere í Finnlandi. Við erum komin með nokkra þátttakendur inn á þessi mót og svo eru fjölmörg verkefni fram undan hér heima og erlendis þar sem þátttakendum á mótinu gæti klárlega fjölgað. Framtíðin er björt í frjálsum íþróttum hér á Íslandi,“ segir Guðmundur um komandi verkefni hjá íslensku frjálsíþróttafólki. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Sér eftir því sem hann sagði Dagskráin í dag: Brýtur Amorim annað sjónvarp? Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Sjá meira
Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands, FRÍ, samþykkti á fundi sínum í upphafi vikunnar þá tillögu sem afrekssjóður sambandsins lagði fyrir stjórnina um fyrri úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2018. Nýverið var framlag ríkissjóðs til afrekssjóðs ÍSÍ hækkað og við það eykst það fjármagn sem sjóður á borð við afrekssjóð FRÍ hefur úr að spila. Guðmundur Karlsson, framkvæmdastjóri FRÍ, segir að aukinheldur hafi sambandinu gengið vel að laða að sér styrktaraðila fyrir afrekssjóðinn. „Það var ofboðslega jákvætt skref tekið þegar ríkið ákvað að stíga fastar til jarðar hvað varðar styrkveitingu sína til sérsambanda á borð við okkur. Við erum í efsta flokki þegar kemur að styrkjum til sérsambanda og við erum mjög ánægð með framlag ríkissjóðs. Þá hefur stuðningsaðilum fjölgað og styrkir þeirra hækkað undanfarið,“ sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið. Afrekssjóður FRÍ úthlutar nú tæpum níu milljónum króna, en sjóðurinn byggir á ýmsum tekjum sambandsins, til að mynda þeim sem koma í gegnum Afrekssjóð ÍSÍ og styrkjum sem FRÍ safnar eins og áður kemur fram. Guðmundur segir að jákvæð skref hafi verið tekin á undanförnum árum, en vissulega megi gera betur fyrir okkar fremsta fólk í frjálsum íþróttum. „Okkar stærsta verkefni í sumar í fullorðinsflokki er Evrópumeistaramótið sem fram fer í Berlín í Þýskalandi. Þessir styrkir duga vissulega ekki einir og sér til þess að afreksfólk sem við eigum geti æft á pari við afreksfólk stærstu þjóðanna í frjálsíþróttaheiminum. Þetta borgar ekki þann kostnað sem kemur til varðandi þátttöku þeirra á stórmótum. Þetta er hins vegar mikil búbót og við erum afar þakklát fyrir þetta,“ sagði Guðmundur enn fremur um styrkveitinguna. „Afreksefni okkar verða svo á ferðinni á Evrópumeistaramóti U18 sem fram fer í Györ í Ungverjalandi í byrjun júlí og svo er Heimsmeistaramót U20 viku seinna í Tampere í Finnlandi. Við erum komin með nokkra þátttakendur inn á þessi mót og svo eru fjölmörg verkefni fram undan hér heima og erlendis þar sem þátttakendum á mótinu gæti klárlega fjölgað. Framtíðin er björt í frjálsum íþróttum hér á Íslandi,“ segir Guðmundur um komandi verkefni hjá íslensku frjálsíþróttafólki.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Sér eftir því sem hann sagði Dagskráin í dag: Brýtur Amorim annað sjónvarp? Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Sjá meira