Þegar menn falla á lyfjaprófi í bandaríska hafnaboltanum þá mega þeir gera ráð fyrir því að missa af mörgum leikjum.
Á því fékk Robinson Cano hjá Seattle Mariners að kenna í gær er hann var dæmdur í 80 leikja bann. Hann hefur sætt sig við bannið.
Cano er einn launahæsti leikmaður MLB-deildarinnar og er hálfnaður með tíu ára samning sem mun færa honum 25 milljarða króna í vasann. Hann hefur átta sinnum verið valinn í stjörnulið deildarinnar og hefur slegið heimahafnarhlaup 305 sinnum.
Ólöglega efnið tók hann í heimalandi sínu, Dóminikanska lýðveldinu, og viðurkennir að hafa gert mistök.
Sport