Líkur á að klórgasi hafi verið beitt Andri Eysteinsson skrifar 16. maí 2018 11:30 Alþjóðaefnavopnastofnunin greindi frá niðurstöðum rannsókna sinna í dag Vísir/AFP Klórgasi var líklega beitt í árásum á sýrlensku borgina Saraqib í nágrenni Aleppo í febrúar. Alþjóðaefnavopnastofnunin (OPCW) greindi í morgun frá niðurstöðum rannsókna á hylkjum sem fundust eftir árásina þann 4. febrúar síðastliðinn. Rannsókn OPCW leiddi í ljós að miklar líkur séu á því að klórgas hafi verið í hylkjunum. Einnig þykja frásagnir vitna og rannsókn á umhverfi benda til þess að um klórgas hafi verið að ræða. Fjöldi fólks þurfti að leita sér læknishjálpar vegna öndunarerfiðleika en ekki hefur komið fram hver stóð á bak við árásina. Áður hefur OPCW ásamt Sameinuðu þjóðunum greint frá notkun sýrlenska stjórnarhersins á taugaeitrinu Saríni og frá notkun uppreisnarmanna á sinnepsgasi. Ríkisstjórn Bashar Al-Assad forseta hefur áður þvertekið fyrir notkun hersins á efnavopnum og sakar þess í stað uppreisnarmenn um að setja árásirnar á svið. Stofnunin rannsakar einnig hvort efnavopnum hafi verið beitt í árásinni á Douma í nágrenni Damaskus þann 7. apríl. Sú árás leiddi til loftárása Bandaríkjamanna, Frakka og Breta á mögulegar vopnageymslur Sýrlendinga 14. apríl. Aðalritari OPCW, Ahmet Uzumcu, fordæmdi efnavopnaárásirnar í yfirlýsingu þar sem hann sagði árásirnar brjóta á ótvíræðu banni á efnavopnum sem sett var með Efnavopnasamningnum árið 1997, en hann undirritaði Sýrland árið 2013. Sýrland Tengdar fréttir Ísraelsher gerði loftárás á Sýrland Að minnsta kosti níu eru fallnir eftir að Ísraelsher gerði í kvöld flugskeytaárás rétt utan við höfuðborgina Damascus. 8. maí 2018 23:25 Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00 Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Sjá meira
Klórgasi var líklega beitt í árásum á sýrlensku borgina Saraqib í nágrenni Aleppo í febrúar. Alþjóðaefnavopnastofnunin (OPCW) greindi í morgun frá niðurstöðum rannsókna á hylkjum sem fundust eftir árásina þann 4. febrúar síðastliðinn. Rannsókn OPCW leiddi í ljós að miklar líkur séu á því að klórgas hafi verið í hylkjunum. Einnig þykja frásagnir vitna og rannsókn á umhverfi benda til þess að um klórgas hafi verið að ræða. Fjöldi fólks þurfti að leita sér læknishjálpar vegna öndunarerfiðleika en ekki hefur komið fram hver stóð á bak við árásina. Áður hefur OPCW ásamt Sameinuðu þjóðunum greint frá notkun sýrlenska stjórnarhersins á taugaeitrinu Saríni og frá notkun uppreisnarmanna á sinnepsgasi. Ríkisstjórn Bashar Al-Assad forseta hefur áður þvertekið fyrir notkun hersins á efnavopnum og sakar þess í stað uppreisnarmenn um að setja árásirnar á svið. Stofnunin rannsakar einnig hvort efnavopnum hafi verið beitt í árásinni á Douma í nágrenni Damaskus þann 7. apríl. Sú árás leiddi til loftárása Bandaríkjamanna, Frakka og Breta á mögulegar vopnageymslur Sýrlendinga 14. apríl. Aðalritari OPCW, Ahmet Uzumcu, fordæmdi efnavopnaárásirnar í yfirlýsingu þar sem hann sagði árásirnar brjóta á ótvíræðu banni á efnavopnum sem sett var með Efnavopnasamningnum árið 1997, en hann undirritaði Sýrland árið 2013.
Sýrland Tengdar fréttir Ísraelsher gerði loftárás á Sýrland Að minnsta kosti níu eru fallnir eftir að Ísraelsher gerði í kvöld flugskeytaárás rétt utan við höfuðborgina Damascus. 8. maí 2018 23:25 Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00 Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Sjá meira
Ísraelsher gerði loftárás á Sýrland Að minnsta kosti níu eru fallnir eftir að Ísraelsher gerði í kvöld flugskeytaárás rétt utan við höfuðborgina Damascus. 8. maí 2018 23:25
Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00
Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47