Oddviti meirihlutans í Árborg ekki hræddur við íbúakosningu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. maí 2018 21:00 Breyti íbúakosning niðurstöðu bæjarstjórnar um miðbæjarskipulag Selfoss gæti það skapað bæjarfélaginu skaðabótaskyldu gagnvart þeim sem þegar er með vilyrði um uppbyggingu á svæðinu. Þetta segir oddviti Framsóknar og óháðra í Árborg. Oddviti meirihlutans er ekki hræddur við að íbúakosning fari fram. Eitt helsta kosningamálið fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í Árborg er breytingin á aðal- og deiliskipulagi miðbæjar Selfoss. Bæjarráð Árborgar samþykkti vilyrði til Sigtúns þróunarfélagsins um uppbyggingu á alhliða miðbæjarstarfsemi og ferðaþjónustu á svæðinu í mars 2015 og var breyting á skipulaginu samþykkt á fundi bæjarstjórnar í febrúar síðastliðinum með sjö atkvæðum Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar gegn tveimur atkvæðum bæjarfulltrúa Samfylkingar. Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg.Mynd/Stöð 2„Við lögðum fram í vetur formlega tillögu í bæjarstjórn um að þetta mál færi í íbúakosningu, hún var kolfelld í bæjarstjórn. Meirihluti felldi þá tillögu með fulltingi Framsóknarmanna,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg. Í framhaldinu tók hópur íbúa sig saman og efndi til undirskriftasöfnunar til að knýja fram íbúakosningu vegna miðbæjarskipulagsins og þurfti að safna að lágmarki um 1900 undirskriftum sem tókst og í gær samþykkti Bæjarstjórn Árborgar að efna til kosningar sem allra fyrst.Gunnar Egilsson, formaður bæjarráðs í Árborg og oddviti á lista Sjálfstæðisflokksins.Mynd/Stöð 2„Ég er ekkert hræddur við það, íbúakosning, já já, ef fólk vill það þá bara gerum við það. Við auðvitað skorumst ekkert undan því,“ segir Gunnar Egilsson, formaður bæjarráðs í Árborg og oddviti á lista Sjálfstæðisflokksins.Helgi S. Haraldsson, oddviti Framsóknar og óháðra í Árborg.Mynd/Stöð 2„Ég tel að þetta skipti okkur verulegu máli, að þetta komist í gang þessi uppbygging, það sé númer eitt, tvö og þrjú. Íbúakosning á þessum tímapunkti, að safna undirskriftum, ég tel að það sé of seint framkomið. Ég tel að ef það verði íbúakosning og menn bakki út úr þessu þá sé sveitarfélagið orðið skaðabótaskylt, því miður,“ segir Helgi S. Haraldsson, oddviti Framsóknar og óháðra í Árborg.Álfheiður Eymarsdóttir skipar annað sæti á lista Áfram Árborgar.Mynd/Stöð 2Fulltrúi á lista Áfram Árborg fagnar því að kosningin fari fram. „Hún hefði náttúrulega átt að far fram fyrir löngu síðan og áður en það var samið við verktaka, bara einn. Þetta var ekki auglýst og það voru engir aðrir sem fengu tækifæri á að hanna hér fallegan miðbæ,“ segir Álfheiður Eymarsdóttir, sem skipar annað sæti á lista Áfram Árborgar. Kosningar 2018 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir „Það eru engir James Bond aukahlutir en þessir bílar eru mjög vel útbúnir“ Miðflokkurinn vill að foreldrar ráði alfarið skiptingu orlofs Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Sjá meira
Breyti íbúakosning niðurstöðu bæjarstjórnar um miðbæjarskipulag Selfoss gæti það skapað bæjarfélaginu skaðabótaskyldu gagnvart þeim sem þegar er með vilyrði um uppbyggingu á svæðinu. Þetta segir oddviti Framsóknar og óháðra í Árborg. Oddviti meirihlutans er ekki hræddur við að íbúakosning fari fram. Eitt helsta kosningamálið fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í Árborg er breytingin á aðal- og deiliskipulagi miðbæjar Selfoss. Bæjarráð Árborgar samþykkti vilyrði til Sigtúns þróunarfélagsins um uppbyggingu á alhliða miðbæjarstarfsemi og ferðaþjónustu á svæðinu í mars 2015 og var breyting á skipulaginu samþykkt á fundi bæjarstjórnar í febrúar síðastliðinum með sjö atkvæðum Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar gegn tveimur atkvæðum bæjarfulltrúa Samfylkingar. Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg.Mynd/Stöð 2„Við lögðum fram í vetur formlega tillögu í bæjarstjórn um að þetta mál færi í íbúakosningu, hún var kolfelld í bæjarstjórn. Meirihluti felldi þá tillögu með fulltingi Framsóknarmanna,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg. Í framhaldinu tók hópur íbúa sig saman og efndi til undirskriftasöfnunar til að knýja fram íbúakosningu vegna miðbæjarskipulagsins og þurfti að safna að lágmarki um 1900 undirskriftum sem tókst og í gær samþykkti Bæjarstjórn Árborgar að efna til kosningar sem allra fyrst.Gunnar Egilsson, formaður bæjarráðs í Árborg og oddviti á lista Sjálfstæðisflokksins.Mynd/Stöð 2„Ég er ekkert hræddur við það, íbúakosning, já já, ef fólk vill það þá bara gerum við það. Við auðvitað skorumst ekkert undan því,“ segir Gunnar Egilsson, formaður bæjarráðs í Árborg og oddviti á lista Sjálfstæðisflokksins.Helgi S. Haraldsson, oddviti Framsóknar og óháðra í Árborg.Mynd/Stöð 2„Ég tel að þetta skipti okkur verulegu máli, að þetta komist í gang þessi uppbygging, það sé númer eitt, tvö og þrjú. Íbúakosning á þessum tímapunkti, að safna undirskriftum, ég tel að það sé of seint framkomið. Ég tel að ef það verði íbúakosning og menn bakki út úr þessu þá sé sveitarfélagið orðið skaðabótaskylt, því miður,“ segir Helgi S. Haraldsson, oddviti Framsóknar og óháðra í Árborg.Álfheiður Eymarsdóttir skipar annað sæti á lista Áfram Árborgar.Mynd/Stöð 2Fulltrúi á lista Áfram Árborg fagnar því að kosningin fari fram. „Hún hefði náttúrulega átt að far fram fyrir löngu síðan og áður en það var samið við verktaka, bara einn. Þetta var ekki auglýst og það voru engir aðrir sem fengu tækifæri á að hanna hér fallegan miðbæ,“ segir Álfheiður Eymarsdóttir, sem skipar annað sæti á lista Áfram Árborgar.
Kosningar 2018 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir „Það eru engir James Bond aukahlutir en þessir bílar eru mjög vel útbúnir“ Miðflokkurinn vill að foreldrar ráði alfarið skiptingu orlofs Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Sjá meira