Íslenski boltinn

Pepsimörk kvenna: Þýðir ekkert bara að dekka Berglindi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Farið var yfir frábæra byrjun Breiðabliks í Pepsi-deild kvenna í Pepsi-mörkum kvenna sem voru á Stöð 2 Sport í gærkvöldi.  

„Það er rosalegt „talent” í Blika-liðinu. Þær eru ungar og þær eru með næst yngsta byrjunarliðið í þessari umferð,” sagði Daði Rafnsson, einn spekinga þáttarins.

„Það er ógn úr öllum áttum og meira segja Fjolla er farinn að skora. Það þýðir ekkert bara að dekka Berglindi. Þú þarft að hafa áhyggjur af Öglu Maríu og varamönnunum.”

Breiðablik rúllaði yfir Stjörnuna í fyrstu umferðinni og gaf það tóninn fyrir Blikaliðið.

„Það kom öllum á óvart hvernig þau úrslitin urðu. Þetta er spennandi lið og maður er búin að bíða spennt að sjá. Þær líta vel út en þær eiga eftir að fá stærri próf,” sagði annar spekingur þáttarins, Mist Rúnarsdóttir.

Allt innslagið má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×