Lögregla gerði húsleit hjá fyrrum forsætisráðherra Malasíu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. maí 2018 23:45 Najib Razak tapaði óvænt í þingkosningunum sem fram fóru fyrir viku síðan. Vísir/Getty Lögregla gerði húsleit í í dag á heimili Najib Razak, fyrrum forsætisráðherra Malasíu. Najib tapaði í þingkosningunum sem fram fóru fyrir viku síðan. Mahathir Mohamad núverandi forsætisráðherra Malasíu sagði strax að hann væri að íhuga að opna aftur rannsóknina á meintri spillingu Najib. Eftir að úrslitin voru ljós sagði Mahathir að hann væri ekki að leita eftir hefndum heldur vildi hann hans koma á lögum og reglum í landinu á ný. Samkvæmt frétt BBC sást fjöldi lögreglubíla fyrir utan heimili fyrrum forsætisráðherrans í dag. Almenningur og fjölmiðlar voru einnig fyrir utan og fylgdust með aðgerðum lögreglu. Lögregluyfirvöld hafa staðfest húsleitina en vildu ekki gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Najib neitar sök en var settur í farbann fram yfir helgi. Hann hafði ætlað úr landi með eiginkonu sinni á laugardag. Ásakanir um spillingu hafa lengi fylgt Najib, þá sérstaklega tengt sjóð sem hann stofnaði á meðan hann var enn í embætti. Mahathir var eitt sinn meðlimur í Barisan Nasional-bandalaginu en sagði sig úr því árið 2016 eftir að Najib var sakaður um að hafa stungið 700 milljónum dollara í vasann úr einum af fjárfestingarsjóðum ríkisins. Najib neitaði öllum ásökunum og var hreinsaður af þeim af malasískum yfirvöldum.Sakaður um að þagga málið niður Mahathir Mohamad, sem er 92 ára gamall og fyrrum forsætisráðherra, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í Malasíu þann 9. Maí. Mahathir myndaði bandalag gegn ríkisstjórn landsins. Með bandalaginu náði hann að að sigra Barisan Nasional-bandalagið sem hefur verið við völd í Malasíu í meira en 60 ár, eða allt frá því að landið fékk sjálfstæði frá Bretlandi. Mahatir ætlar að láta af embætti fyrir árið 2020 og er líklegt að fyrrum lærisveinn hans, Anwar Ibrahim, muni þá taka við en honum var nýlega sleppt úr fangelsi eftir að Mahathir, lét það vera sitt fyrsta embættisverk að fara fram á náðun yfir Anwar. Mál Najib er enn til rannsóknar í öðrum löndum og hefur Najib verið sakaður um að þagga málið niður í Malasíu með því að reka tiltekna embættismenn. Malasía Tengdar fréttir Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56 Situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en verður næsti forsætisráðherra Malasíu Anwar Ibrahim, fyrrverandi vonarstjarna malasískra stjórnmála, er aftur líklegur framtíðarleiðtogi landsins eftir að fréttir bárust af því að hann verði náðaður á næstunni. Hann situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en gæti orðið forsætisráðherra innan tveggja ára. 11. maí 2018 10:05 Vonarstjarnan laus úr haldi Malasíska stjórnmálamanninum Anwar Ibrahim hefur verið sleppt úr fangelsi, sem ætlað er að marki endurkomu hans í þarlend stjórnmál. 16. maí 2018 06:40 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Lögregla gerði húsleit í í dag á heimili Najib Razak, fyrrum forsætisráðherra Malasíu. Najib tapaði í þingkosningunum sem fram fóru fyrir viku síðan. Mahathir Mohamad núverandi forsætisráðherra Malasíu sagði strax að hann væri að íhuga að opna aftur rannsóknina á meintri spillingu Najib. Eftir að úrslitin voru ljós sagði Mahathir að hann væri ekki að leita eftir hefndum heldur vildi hann hans koma á lögum og reglum í landinu á ný. Samkvæmt frétt BBC sást fjöldi lögreglubíla fyrir utan heimili fyrrum forsætisráðherrans í dag. Almenningur og fjölmiðlar voru einnig fyrir utan og fylgdust með aðgerðum lögreglu. Lögregluyfirvöld hafa staðfest húsleitina en vildu ekki gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Najib neitar sök en var settur í farbann fram yfir helgi. Hann hafði ætlað úr landi með eiginkonu sinni á laugardag. Ásakanir um spillingu hafa lengi fylgt Najib, þá sérstaklega tengt sjóð sem hann stofnaði á meðan hann var enn í embætti. Mahathir var eitt sinn meðlimur í Barisan Nasional-bandalaginu en sagði sig úr því árið 2016 eftir að Najib var sakaður um að hafa stungið 700 milljónum dollara í vasann úr einum af fjárfestingarsjóðum ríkisins. Najib neitaði öllum ásökunum og var hreinsaður af þeim af malasískum yfirvöldum.Sakaður um að þagga málið niður Mahathir Mohamad, sem er 92 ára gamall og fyrrum forsætisráðherra, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í Malasíu þann 9. Maí. Mahathir myndaði bandalag gegn ríkisstjórn landsins. Með bandalaginu náði hann að að sigra Barisan Nasional-bandalagið sem hefur verið við völd í Malasíu í meira en 60 ár, eða allt frá því að landið fékk sjálfstæði frá Bretlandi. Mahatir ætlar að láta af embætti fyrir árið 2020 og er líklegt að fyrrum lærisveinn hans, Anwar Ibrahim, muni þá taka við en honum var nýlega sleppt úr fangelsi eftir að Mahathir, lét það vera sitt fyrsta embættisverk að fara fram á náðun yfir Anwar. Mál Najib er enn til rannsóknar í öðrum löndum og hefur Najib verið sakaður um að þagga málið niður í Malasíu með því að reka tiltekna embættismenn.
Malasía Tengdar fréttir Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56 Situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en verður næsti forsætisráðherra Malasíu Anwar Ibrahim, fyrrverandi vonarstjarna malasískra stjórnmála, er aftur líklegur framtíðarleiðtogi landsins eftir að fréttir bárust af því að hann verði náðaður á næstunni. Hann situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en gæti orðið forsætisráðherra innan tveggja ára. 11. maí 2018 10:05 Vonarstjarnan laus úr haldi Malasíska stjórnmálamanninum Anwar Ibrahim hefur verið sleppt úr fangelsi, sem ætlað er að marki endurkomu hans í þarlend stjórnmál. 16. maí 2018 06:40 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56
Situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en verður næsti forsætisráðherra Malasíu Anwar Ibrahim, fyrrverandi vonarstjarna malasískra stjórnmála, er aftur líklegur framtíðarleiðtogi landsins eftir að fréttir bárust af því að hann verði náðaður á næstunni. Hann situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en gæti orðið forsætisráðherra innan tveggja ára. 11. maí 2018 10:05
Vonarstjarnan laus úr haldi Malasíska stjórnmálamanninum Anwar Ibrahim hefur verið sleppt úr fangelsi, sem ætlað er að marki endurkomu hans í þarlend stjórnmál. 16. maí 2018 06:40