Lögregla gerði húsleit hjá fyrrum forsætisráðherra Malasíu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. maí 2018 23:45 Najib Razak tapaði óvænt í þingkosningunum sem fram fóru fyrir viku síðan. Vísir/Getty Lögregla gerði húsleit í í dag á heimili Najib Razak, fyrrum forsætisráðherra Malasíu. Najib tapaði í þingkosningunum sem fram fóru fyrir viku síðan. Mahathir Mohamad núverandi forsætisráðherra Malasíu sagði strax að hann væri að íhuga að opna aftur rannsóknina á meintri spillingu Najib. Eftir að úrslitin voru ljós sagði Mahathir að hann væri ekki að leita eftir hefndum heldur vildi hann hans koma á lögum og reglum í landinu á ný. Samkvæmt frétt BBC sást fjöldi lögreglubíla fyrir utan heimili fyrrum forsætisráðherrans í dag. Almenningur og fjölmiðlar voru einnig fyrir utan og fylgdust með aðgerðum lögreglu. Lögregluyfirvöld hafa staðfest húsleitina en vildu ekki gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Najib neitar sök en var settur í farbann fram yfir helgi. Hann hafði ætlað úr landi með eiginkonu sinni á laugardag. Ásakanir um spillingu hafa lengi fylgt Najib, þá sérstaklega tengt sjóð sem hann stofnaði á meðan hann var enn í embætti. Mahathir var eitt sinn meðlimur í Barisan Nasional-bandalaginu en sagði sig úr því árið 2016 eftir að Najib var sakaður um að hafa stungið 700 milljónum dollara í vasann úr einum af fjárfestingarsjóðum ríkisins. Najib neitaði öllum ásökunum og var hreinsaður af þeim af malasískum yfirvöldum.Sakaður um að þagga málið niður Mahathir Mohamad, sem er 92 ára gamall og fyrrum forsætisráðherra, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í Malasíu þann 9. Maí. Mahathir myndaði bandalag gegn ríkisstjórn landsins. Með bandalaginu náði hann að að sigra Barisan Nasional-bandalagið sem hefur verið við völd í Malasíu í meira en 60 ár, eða allt frá því að landið fékk sjálfstæði frá Bretlandi. Mahatir ætlar að láta af embætti fyrir árið 2020 og er líklegt að fyrrum lærisveinn hans, Anwar Ibrahim, muni þá taka við en honum var nýlega sleppt úr fangelsi eftir að Mahathir, lét það vera sitt fyrsta embættisverk að fara fram á náðun yfir Anwar. Mál Najib er enn til rannsóknar í öðrum löndum og hefur Najib verið sakaður um að þagga málið niður í Malasíu með því að reka tiltekna embættismenn. Malasía Tengdar fréttir Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56 Situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en verður næsti forsætisráðherra Malasíu Anwar Ibrahim, fyrrverandi vonarstjarna malasískra stjórnmála, er aftur líklegur framtíðarleiðtogi landsins eftir að fréttir bárust af því að hann verði náðaður á næstunni. Hann situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en gæti orðið forsætisráðherra innan tveggja ára. 11. maí 2018 10:05 Vonarstjarnan laus úr haldi Malasíska stjórnmálamanninum Anwar Ibrahim hefur verið sleppt úr fangelsi, sem ætlað er að marki endurkomu hans í þarlend stjórnmál. 16. maí 2018 06:40 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira
Lögregla gerði húsleit í í dag á heimili Najib Razak, fyrrum forsætisráðherra Malasíu. Najib tapaði í þingkosningunum sem fram fóru fyrir viku síðan. Mahathir Mohamad núverandi forsætisráðherra Malasíu sagði strax að hann væri að íhuga að opna aftur rannsóknina á meintri spillingu Najib. Eftir að úrslitin voru ljós sagði Mahathir að hann væri ekki að leita eftir hefndum heldur vildi hann hans koma á lögum og reglum í landinu á ný. Samkvæmt frétt BBC sást fjöldi lögreglubíla fyrir utan heimili fyrrum forsætisráðherrans í dag. Almenningur og fjölmiðlar voru einnig fyrir utan og fylgdust með aðgerðum lögreglu. Lögregluyfirvöld hafa staðfest húsleitina en vildu ekki gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Najib neitar sök en var settur í farbann fram yfir helgi. Hann hafði ætlað úr landi með eiginkonu sinni á laugardag. Ásakanir um spillingu hafa lengi fylgt Najib, þá sérstaklega tengt sjóð sem hann stofnaði á meðan hann var enn í embætti. Mahathir var eitt sinn meðlimur í Barisan Nasional-bandalaginu en sagði sig úr því árið 2016 eftir að Najib var sakaður um að hafa stungið 700 milljónum dollara í vasann úr einum af fjárfestingarsjóðum ríkisins. Najib neitaði öllum ásökunum og var hreinsaður af þeim af malasískum yfirvöldum.Sakaður um að þagga málið niður Mahathir Mohamad, sem er 92 ára gamall og fyrrum forsætisráðherra, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í Malasíu þann 9. Maí. Mahathir myndaði bandalag gegn ríkisstjórn landsins. Með bandalaginu náði hann að að sigra Barisan Nasional-bandalagið sem hefur verið við völd í Malasíu í meira en 60 ár, eða allt frá því að landið fékk sjálfstæði frá Bretlandi. Mahatir ætlar að láta af embætti fyrir árið 2020 og er líklegt að fyrrum lærisveinn hans, Anwar Ibrahim, muni þá taka við en honum var nýlega sleppt úr fangelsi eftir að Mahathir, lét það vera sitt fyrsta embættisverk að fara fram á náðun yfir Anwar. Mál Najib er enn til rannsóknar í öðrum löndum og hefur Najib verið sakaður um að þagga málið niður í Malasíu með því að reka tiltekna embættismenn.
Malasía Tengdar fréttir Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56 Situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en verður næsti forsætisráðherra Malasíu Anwar Ibrahim, fyrrverandi vonarstjarna malasískra stjórnmála, er aftur líklegur framtíðarleiðtogi landsins eftir að fréttir bárust af því að hann verði náðaður á næstunni. Hann situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en gæti orðið forsætisráðherra innan tveggja ára. 11. maí 2018 10:05 Vonarstjarnan laus úr haldi Malasíska stjórnmálamanninum Anwar Ibrahim hefur verið sleppt úr fangelsi, sem ætlað er að marki endurkomu hans í þarlend stjórnmál. 16. maí 2018 06:40 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira
Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56
Situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en verður næsti forsætisráðherra Malasíu Anwar Ibrahim, fyrrverandi vonarstjarna malasískra stjórnmála, er aftur líklegur framtíðarleiðtogi landsins eftir að fréttir bárust af því að hann verði náðaður á næstunni. Hann situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en gæti orðið forsætisráðherra innan tveggja ára. 11. maí 2018 10:05
Vonarstjarnan laus úr haldi Malasíska stjórnmálamanninum Anwar Ibrahim hefur verið sleppt úr fangelsi, sem ætlað er að marki endurkomu hans í þarlend stjórnmál. 16. maí 2018 06:40