Erlent

Konur bjargi sér með mynt í nærfötunum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Hvort íslenskar krónur komi að gagni skal þó ósagt látið.
Hvort íslenskar krónur komi að gagni skal þó ósagt látið.
Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn og Árósum ráðleggja ungum konum sem óttast að verða þvingaðar í hjónaband erlendis að fela mynt í nærfötunum.

Með málmleitartæki á flugvöllum verði þannig hægt að koma í veg fyrir ferð þeirra úr landi. Sífellt fleiri leita sér hjálpar í Danmörku vegna deilna sem tengjast svokölluðum fjölskylduheiðri.

Árið 2015 bárust 242 erindi vegna nauðungarhjónabanda auk annars, að því er segir í svari félagsmálaráðuneytisins til danska þingsins. Árið 2017 voru erindin 307.

Á sama tíma fjölgaði dvalargestum hjá Red-Savehouses úr 108 í 151. Um er að ræða athvarf fyrir ungt fólk sem vill komast úr nauðungarhjónaböndum og flýja ofbeldi tengt fjölskylduheiðri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×