Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. maí 2018 06:00 Aðalstjórnstöðin á tilraunasvæðinu í Punggye-ri. Loftmyndin er tekin með gervihnetti árið 2013. Lítil virkni hefur verið á svæðinu frá kjarnorkutilraun síðasta árs. Vísir/Getty Fundur Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í landamærabænum Panmunjom í apríl er flestum enn í fersku minni. Fundurinn átti sér óvæntan aðdraganda en á honum skrifuðu leiðtogarnir undir yfirlýsingu þar sem meðal annars var kveðið á um að ríkin myndu vinna að kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga. Nú síðast um helgina bárust þær fréttir að Norður-Kórea áformi að taka í sundur tæki sín og tól á kjarnorkuprófunarsvæði sínu í Punggye-ri. Áformar einræðisríkið að sú vinna fari fram í næstu viku. Göng verða felld saman með sprengingum og eftirlitstæki fjarlægð. „Kjarnorkumálastofnun landsins og aðrar tengdar stofnanir undirbúa nú þetta verkefni til þess að tryggja að það sé öllum ljóst að kjarnorkutilraunum hafi verið hætt,“ sagði í frétt ríkismiðilsins KCNA.Kjarnorkusvæði Norður-Kóreu í Yongbyon.Vísir/gettyLjóst er að ástandið á Kóreuskaga nú er mun friðvænlegra en í fyrra, þegar Kim sagðist ætla að varpa sprengjum á bandarísku eyjuna Gvam. En þótt Norður-Kórea heiti nú kjarnorkuafvopnun er, í ljósi sögunnar, ekki hægt að fagna strax. Óvíst er hvort útfærsla Norður-Kóreu á kjarnorkuafvopnun verði Bandaríkjamönnum þóknanleg. Líklegt er að ríkisstjórn Donalds Trump forseta fari fram á að eftirlitsaðilar fái að fylgjast með því að afvopnun verði þannig háttað að ferlið sé óafturkræft og afgerandi. Þá er þess skemmst að minnast að Norður-Kórea hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar skrifað undir samninga um að losa sig við vopn sín og hætta vinnu að kjarnorkuáætlun landsins. Við það hefur ekki enn verið staðið. Raunveruleg geta Norður-Kóreu til að varpa þessum gereyðingarvopnum á óvini sína er óljós. Hins vegar hallast Bandaríkjamenn nú að því, samkvæmt skjölum sem lekið var í Washington Post í fyrra, að einræðisríkinu hafi tekist að smækka sprengjur sínar nóg til að hægt sé að flytja þær með langdrægum eldflaugum. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Ætla að jafna kjarnavopnatilraunasvæði sitt við jörðu Norður-Kóreumenn hyggjast jafna kjarnorkutilraunasvæði sitt við jörðu síðar í mánuðinum. 12. maí 2018 15:53 Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Fundur Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í landamærabænum Panmunjom í apríl er flestum enn í fersku minni. Fundurinn átti sér óvæntan aðdraganda en á honum skrifuðu leiðtogarnir undir yfirlýsingu þar sem meðal annars var kveðið á um að ríkin myndu vinna að kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga. Nú síðast um helgina bárust þær fréttir að Norður-Kórea áformi að taka í sundur tæki sín og tól á kjarnorkuprófunarsvæði sínu í Punggye-ri. Áformar einræðisríkið að sú vinna fari fram í næstu viku. Göng verða felld saman með sprengingum og eftirlitstæki fjarlægð. „Kjarnorkumálastofnun landsins og aðrar tengdar stofnanir undirbúa nú þetta verkefni til þess að tryggja að það sé öllum ljóst að kjarnorkutilraunum hafi verið hætt,“ sagði í frétt ríkismiðilsins KCNA.Kjarnorkusvæði Norður-Kóreu í Yongbyon.Vísir/gettyLjóst er að ástandið á Kóreuskaga nú er mun friðvænlegra en í fyrra, þegar Kim sagðist ætla að varpa sprengjum á bandarísku eyjuna Gvam. En þótt Norður-Kórea heiti nú kjarnorkuafvopnun er, í ljósi sögunnar, ekki hægt að fagna strax. Óvíst er hvort útfærsla Norður-Kóreu á kjarnorkuafvopnun verði Bandaríkjamönnum þóknanleg. Líklegt er að ríkisstjórn Donalds Trump forseta fari fram á að eftirlitsaðilar fái að fylgjast með því að afvopnun verði þannig háttað að ferlið sé óafturkræft og afgerandi. Þá er þess skemmst að minnast að Norður-Kórea hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar skrifað undir samninga um að losa sig við vopn sín og hætta vinnu að kjarnorkuáætlun landsins. Við það hefur ekki enn verið staðið. Raunveruleg geta Norður-Kóreu til að varpa þessum gereyðingarvopnum á óvini sína er óljós. Hins vegar hallast Bandaríkjamenn nú að því, samkvæmt skjölum sem lekið var í Washington Post í fyrra, að einræðisríkinu hafi tekist að smækka sprengjur sínar nóg til að hægt sé að flytja þær með langdrægum eldflaugum.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Ætla að jafna kjarnavopnatilraunasvæði sitt við jörðu Norður-Kóreumenn hyggjast jafna kjarnorkutilraunasvæði sitt við jörðu síðar í mánuðinum. 12. maí 2018 15:53 Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Ætla að jafna kjarnavopnatilraunasvæði sitt við jörðu Norður-Kóreumenn hyggjast jafna kjarnorkutilraunasvæði sitt við jörðu síðar í mánuðinum. 12. maí 2018 15:53
Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10