Óttast að Ebóla kunni að breiðast út Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. maí 2018 06:32 Talið er að um 23 hafa látið lífið af völdum Ebólu í Kongó á síðustu dögum. Vísir/getty Sérfræðingar óttast að Ebólufaraldurinn kunni að vera að taka sig upp á ný í Afríkuríkinu Austur-Kongó. Á síðustu dögum hefur verið tilkynnt um 43 smittilfelli í landinu og hefur Ebólan dregið um helming hinna smituðu til dauða. Tilfelli hafa til þessa verið bundin við dreifaðri byggðir Austur-Kongó en heilbrigðisráðherra landsins staðfesti í samtali við þarlenda fjölmiðla að læknar höfðu greint nokkur smit í borginni Mbandaka fyrr í þessum mánuði. Það þykir mikið áhyggjuefni, borgin sé ekki aðeins mjög þéttbýl heldur er hún fjölfarin áningarstaður á leiðinni til höfuðborgarinnar Kinshasa. Því er óttast að ef ekki tekst að einangra tilfellin geti þau dreifst mjög hratt um Austur-Kongó, jafnvel alla Vestur-Afríku. Talsmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segir í samtali við breska ríkisútvarpið að 430 einstaklingar séu til rannsóknar vegna gruns um að hafa komist í návígi við smitbera. Stofnunin hafi sent rúmlega 4000 skammta af tilraunalyfi til Austur-Kongó á síðustu dögum og von sé á fleiri skömmtum á næstunni. Lyfið er sagt hafa gefið góða raun í síðasta Ebólu-faraldri, sem reið yfir Vestur-Afríku frá upphafi árs 2014 til 2016. Talið er að Ebólan hafi dregið um 11.300 manns til dauða á tímabilinu. Hins vegar sé hægara sagt en gert að koma lyfinu til þeirra sem þurfa á því að halda. Sem fyrr segir eru flest tilfellin í dreifaðri byggðum þar sem rafmagn er af skornum skammti. Lyfið sé mjög viðkvæmt og þurfi að vera geymt í þartilgerðum kælum, sem sé erfitt að stinga í samband þegar ekkert er rafmagnið. Ebóla Tengdar fréttir Ebóla skýtur upp kollinum í Kongó Minnst sautján hafa látið lífið vegna veirunnar skæðu. 10. maí 2018 11:54 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Sérfræðingar óttast að Ebólufaraldurinn kunni að vera að taka sig upp á ný í Afríkuríkinu Austur-Kongó. Á síðustu dögum hefur verið tilkynnt um 43 smittilfelli í landinu og hefur Ebólan dregið um helming hinna smituðu til dauða. Tilfelli hafa til þessa verið bundin við dreifaðri byggðir Austur-Kongó en heilbrigðisráðherra landsins staðfesti í samtali við þarlenda fjölmiðla að læknar höfðu greint nokkur smit í borginni Mbandaka fyrr í þessum mánuði. Það þykir mikið áhyggjuefni, borgin sé ekki aðeins mjög þéttbýl heldur er hún fjölfarin áningarstaður á leiðinni til höfuðborgarinnar Kinshasa. Því er óttast að ef ekki tekst að einangra tilfellin geti þau dreifst mjög hratt um Austur-Kongó, jafnvel alla Vestur-Afríku. Talsmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segir í samtali við breska ríkisútvarpið að 430 einstaklingar séu til rannsóknar vegna gruns um að hafa komist í návígi við smitbera. Stofnunin hafi sent rúmlega 4000 skammta af tilraunalyfi til Austur-Kongó á síðustu dögum og von sé á fleiri skömmtum á næstunni. Lyfið er sagt hafa gefið góða raun í síðasta Ebólu-faraldri, sem reið yfir Vestur-Afríku frá upphafi árs 2014 til 2016. Talið er að Ebólan hafi dregið um 11.300 manns til dauða á tímabilinu. Hins vegar sé hægara sagt en gert að koma lyfinu til þeirra sem þurfa á því að halda. Sem fyrr segir eru flest tilfellin í dreifaðri byggðum þar sem rafmagn er af skornum skammti. Lyfið sé mjög viðkvæmt og þurfi að vera geymt í þartilgerðum kælum, sem sé erfitt að stinga í samband þegar ekkert er rafmagnið.
Ebóla Tengdar fréttir Ebóla skýtur upp kollinum í Kongó Minnst sautján hafa látið lífið vegna veirunnar skæðu. 10. maí 2018 11:54 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Ebóla skýtur upp kollinum í Kongó Minnst sautján hafa látið lífið vegna veirunnar skæðu. 10. maí 2018 11:54