Missti vinnuna og óskar eftir því að víkja úr sæti sínu strax eftir kosningar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. maí 2018 15:00 Guðríður Matt Þorbjörnsdóttir segir ömurlegt að þurfa að velja á milli starfs og framboðsins. Guðríður Matt Þorbjörnsdóttir, sem skipar annað sæti á lista Framsóknar í Ísafjarðarbæ, hefur óskað eftir því að víkja úr sæti sínu að kosningum loknum vegna breyttra aðstæðna. Guðríður missti vinnuna í bæjarfélaginu og ætlar að flytja til Reykjavíkur, en hún segir frá þessu í einlægum pistli á Facebook síðu sinni. „Aldrei í lifanda lífi hefði mig grunað hve líf mitt ætti eftir að breytast á komandi tímum, og það hratt. Ég seldi íbúðina mína, íhugaði það að fara suður, en hætti snarlega við þegar Framsókn bað um krafta mína í komandi bæjarstjórnarkosningum og ákvað að búa hér áfram. Íbúðamálin myndu reddast síðar. Skjótt skipast veður í lofti, og vel það. Nokkrum vikum eftir að ég hafði tekið ákvörðun og boðið mig fram í 2. sæti á lista Framsóknar, fékk ég þær fregnir úr Grunnskólanum að ég myndi ekki fá þar vinnu næsta haust.“Fékk fréttirnar í grænmetiskælinum Kaup Guðríðar á íbúð í Reykjavík höfðu vakið athygli og hafði hún því skrifað langa færslu um að hún væri ekki á förum úr bæjarfélaginu. Það breyttist þó fljótt og á hún von á því að slúðrað verði um þessa ákvörðun. Guðríður er leiðbeinandi og segir að sér hafi verið lofað starfi áfram í grunnskólanum en við það hafi ekki verið staðið. Hún hafði sagt upp starfi sínu til þess að geta starfað fyrir skólann. „Fyrir þá sem ekki vita, þá eru leiðbeinendur (sem ekki eru grunnskólakennarar að lögum), ráðnir tímabundið yfir hvert skólaár með undanþágu Menntamálaráðuneytis. Reyndar fékk ég þessar fregnir frá óháðum aðila í grænmetiskælinum í Nettó, löngu áður en ég fékk fregnirnar fyrstu hendi frá skólastjórnanda. Sem er efni í annan pistil, en nokkru síðar var þetta staðfest, ég væri atvinnulaus eftir smá stund. Ég fór á fund yfirmanna skólasviðs að minni beiðni, þar sem að fyrir tæpu ári síðan, þegar ég sagði upp öruggu starfi mínu sem launafulltrúi á bæjarskrifstofunni til að halda áfram starfi í Grunnskólanum að beiðni stjórnenda, var ég fullvissuð um það að til þessa myndi ekki koma þrátt fyrir að ég væri bara leiðbeinandi. Ég myndi ekki standa uppi atvinnulaus nokkrum mánuðum síðar. En annað kom á daginn, sem kennir manni að taka orð aldrei trúanleg án þess að hafa allt skriflegt í hendi. Fyrir mig var þetta mikið sjokk.“Varð spæld, svekkt og hrædd Það að halda áfram að kenna árganginum var partur af ákvörðun Guðríðar að búa áfram á Ísafirði. Hún er því mjög ósátt við það hvernig málið fór. „Við skulum hafa alveg á hreinu, ég veit fullvel að ég er ekki með réttindi líkt og grunnskólakennari, og skil aðstæður mætavel. Þ.e. umsóknir fólks með réttindi voru það margar að stjórnendur gátu valið úr, sem er mjög ánægjulegt fyrir skólann og samfélagið, að hingað fjölgi fólki og menntuðum kennurum, en þetta er engu að síður ekki það sem mér var lofað og ég fullvissuð um við uppsögn hins starfsins.“ Guðríður hefur svipast um eftir öðru starfi en hefur ekkert fundið sem hentar. „Mínar aðstæður eru slíkar, að ég sé ein um að skaffa mínu heimili tekjur. Það er ekkert bakland á bakvið mig, sem grípur inn í þegar ég missi atvinnu og þar með tekjurnar. Ég var því miður mín, spæld, sár og svekkt og hrædd um hvað skyldi verða. Gæti ég staðið undir mínum skuldum og skuldbindingum? ,,Þetta reddast! Það dettur eitthvað í hendurnar á þér”, sögðu margir við mig, en það er auðveldara að segja slíkt en að vera í þessum óvissusporum.“ Eftir að rekast á áhugaverða atvinnuauglýsingu fékk Guðríður nýtt starf, en það er í Reykjavík og þurfti hún því að taka erfiða ákvörðun. „Nú þyrfti ég að leggjast undir feld. Hvort geri ég? Hvort tek ég nýju starfi, atvinnuöryggi og öruggum tekjum, þó það þýði flutninga, eða held ég áfram hér fyrir vestan, sé til hvað verður, og vonandi, hugsanlega, mögulega dettur eitthvað starf upp í hendurnar á mér fljótlega?“Séð yfir Ísafjörð.Vísir/EgillÁ von á umtali og Gróusögum Guðríður segir að staðan sé alveg ömurleg og þótti erfitt að velja á milli starfsins og framboðsins. Hún sá ekkert annað í stöðunni en að flytja úr bæjarfélaginu. „Það eru einungis 10 dagar í kosningar. Ekki er hægt að segja sig frá slíku framboði þar sem það er lögfest fyrir löngu, nema með því að drepast. Þar sem það lagar stöðu mína lítið, verð ég að tilkynna hér með, að ef markmið okkar um að ná inn tveimur fulltrúum í bæjarstjórn að 10 dögum liðnum og ég fái sæti í bæjarstjórn, mun ég biðja um leyfi að víkja, og 3. sætið tekur minn stað. Þar er Kristján Þór næstur í röðum, en vandaðri, heilsteyptari og duglegri mann finnið þið vart.“ Hún biður fólk að taka ákvörðun sína ekki út á öðrum, þetta hafi eingöngu verið hennar ákvörðun. „Ég vona að þið sýnið mér skilning, þó mér sjálfri finnst ég hafa brugðist.“ Guðríður á þó von á því að þessi ákvörðun eigi eftir að „skemmta skrattanum“ að einhverju leyti. „Ég sjálf á eflaust eftir að fá eitthvað umtal, pílur og Gróusögur, og það verður bara að hafa það. En munum! Tökum vel á móti fólki sem kemur og kveðjum það vel sem fer, svo því líði vel með að snúa aftur.“Maður kemur í manns stað Framsóknarflokkurinn tilkynnti breytinguna á Facebook í dag og óskar þar Guðríði alls hins besta. „Það verður sjónarsviptir af því að missa Gullu í burtu og óskum við henni alls hins besta en hún hefur verið öflug í kosningabaráttunni og lagt mikið til í málefnastarfinu. Hún mun áfram berjast með okkur fram að kjördegi enda málefnastaðan sterk og listinn vel skipaður. Maður kemur í manns stað og mun Kristján Þór Kristjánsson, öflugur fulltrúi okkar taka sæti Gullu og koll af kolli mun listinn færast upp að kosningum loknum. Svo nærri kosningum er auðvitað alltof seint að breyta framboðslistanum formlega en við sem skipum listann vorum öll sammála um að tilkynna þessar breyttu aðstæður strax svo kjósendur viti nákvæmlega að hverju þeir ganga.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samgöngur og þrýstingur á uppbyggingu stærstu málin fyrir kosningar á Vestfjörðum Heitustu málin hjá Vestfirðingum eru án nokkurs vafa er aukið laxeldi og bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnarstigið getur barist fyrir þessum hagsmunum. 13. maí 2018 18:51 Ákall um bættar samgöngur, pottar í skugga og hnýsnir farþegar Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 heimsótti Vestfirði í liðinni viku. 16. maí 2018 09:00 Íbúafjöldi á Ísafirði mun næstum þrefaldast Met er slegið í komu skemmtiferðaskipa í ár og er nú þegar búið að slá það met á næsta ári samkvæmt bókunum. 16. maí 2018 21:30 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Guðríður Matt Þorbjörnsdóttir, sem skipar annað sæti á lista Framsóknar í Ísafjarðarbæ, hefur óskað eftir því að víkja úr sæti sínu að kosningum loknum vegna breyttra aðstæðna. Guðríður missti vinnuna í bæjarfélaginu og ætlar að flytja til Reykjavíkur, en hún segir frá þessu í einlægum pistli á Facebook síðu sinni. „Aldrei í lifanda lífi hefði mig grunað hve líf mitt ætti eftir að breytast á komandi tímum, og það hratt. Ég seldi íbúðina mína, íhugaði það að fara suður, en hætti snarlega við þegar Framsókn bað um krafta mína í komandi bæjarstjórnarkosningum og ákvað að búa hér áfram. Íbúðamálin myndu reddast síðar. Skjótt skipast veður í lofti, og vel það. Nokkrum vikum eftir að ég hafði tekið ákvörðun og boðið mig fram í 2. sæti á lista Framsóknar, fékk ég þær fregnir úr Grunnskólanum að ég myndi ekki fá þar vinnu næsta haust.“Fékk fréttirnar í grænmetiskælinum Kaup Guðríðar á íbúð í Reykjavík höfðu vakið athygli og hafði hún því skrifað langa færslu um að hún væri ekki á förum úr bæjarfélaginu. Það breyttist þó fljótt og á hún von á því að slúðrað verði um þessa ákvörðun. Guðríður er leiðbeinandi og segir að sér hafi verið lofað starfi áfram í grunnskólanum en við það hafi ekki verið staðið. Hún hafði sagt upp starfi sínu til þess að geta starfað fyrir skólann. „Fyrir þá sem ekki vita, þá eru leiðbeinendur (sem ekki eru grunnskólakennarar að lögum), ráðnir tímabundið yfir hvert skólaár með undanþágu Menntamálaráðuneytis. Reyndar fékk ég þessar fregnir frá óháðum aðila í grænmetiskælinum í Nettó, löngu áður en ég fékk fregnirnar fyrstu hendi frá skólastjórnanda. Sem er efni í annan pistil, en nokkru síðar var þetta staðfest, ég væri atvinnulaus eftir smá stund. Ég fór á fund yfirmanna skólasviðs að minni beiðni, þar sem að fyrir tæpu ári síðan, þegar ég sagði upp öruggu starfi mínu sem launafulltrúi á bæjarskrifstofunni til að halda áfram starfi í Grunnskólanum að beiðni stjórnenda, var ég fullvissuð um það að til þessa myndi ekki koma þrátt fyrir að ég væri bara leiðbeinandi. Ég myndi ekki standa uppi atvinnulaus nokkrum mánuðum síðar. En annað kom á daginn, sem kennir manni að taka orð aldrei trúanleg án þess að hafa allt skriflegt í hendi. Fyrir mig var þetta mikið sjokk.“Varð spæld, svekkt og hrædd Það að halda áfram að kenna árganginum var partur af ákvörðun Guðríðar að búa áfram á Ísafirði. Hún er því mjög ósátt við það hvernig málið fór. „Við skulum hafa alveg á hreinu, ég veit fullvel að ég er ekki með réttindi líkt og grunnskólakennari, og skil aðstæður mætavel. Þ.e. umsóknir fólks með réttindi voru það margar að stjórnendur gátu valið úr, sem er mjög ánægjulegt fyrir skólann og samfélagið, að hingað fjölgi fólki og menntuðum kennurum, en þetta er engu að síður ekki það sem mér var lofað og ég fullvissuð um við uppsögn hins starfsins.“ Guðríður hefur svipast um eftir öðru starfi en hefur ekkert fundið sem hentar. „Mínar aðstæður eru slíkar, að ég sé ein um að skaffa mínu heimili tekjur. Það er ekkert bakland á bakvið mig, sem grípur inn í þegar ég missi atvinnu og þar með tekjurnar. Ég var því miður mín, spæld, sár og svekkt og hrædd um hvað skyldi verða. Gæti ég staðið undir mínum skuldum og skuldbindingum? ,,Þetta reddast! Það dettur eitthvað í hendurnar á þér”, sögðu margir við mig, en það er auðveldara að segja slíkt en að vera í þessum óvissusporum.“ Eftir að rekast á áhugaverða atvinnuauglýsingu fékk Guðríður nýtt starf, en það er í Reykjavík og þurfti hún því að taka erfiða ákvörðun. „Nú þyrfti ég að leggjast undir feld. Hvort geri ég? Hvort tek ég nýju starfi, atvinnuöryggi og öruggum tekjum, þó það þýði flutninga, eða held ég áfram hér fyrir vestan, sé til hvað verður, og vonandi, hugsanlega, mögulega dettur eitthvað starf upp í hendurnar á mér fljótlega?“Séð yfir Ísafjörð.Vísir/EgillÁ von á umtali og Gróusögum Guðríður segir að staðan sé alveg ömurleg og þótti erfitt að velja á milli starfsins og framboðsins. Hún sá ekkert annað í stöðunni en að flytja úr bæjarfélaginu. „Það eru einungis 10 dagar í kosningar. Ekki er hægt að segja sig frá slíku framboði þar sem það er lögfest fyrir löngu, nema með því að drepast. Þar sem það lagar stöðu mína lítið, verð ég að tilkynna hér með, að ef markmið okkar um að ná inn tveimur fulltrúum í bæjarstjórn að 10 dögum liðnum og ég fái sæti í bæjarstjórn, mun ég biðja um leyfi að víkja, og 3. sætið tekur minn stað. Þar er Kristján Þór næstur í röðum, en vandaðri, heilsteyptari og duglegri mann finnið þið vart.“ Hún biður fólk að taka ákvörðun sína ekki út á öðrum, þetta hafi eingöngu verið hennar ákvörðun. „Ég vona að þið sýnið mér skilning, þó mér sjálfri finnst ég hafa brugðist.“ Guðríður á þó von á því að þessi ákvörðun eigi eftir að „skemmta skrattanum“ að einhverju leyti. „Ég sjálf á eflaust eftir að fá eitthvað umtal, pílur og Gróusögur, og það verður bara að hafa það. En munum! Tökum vel á móti fólki sem kemur og kveðjum það vel sem fer, svo því líði vel með að snúa aftur.“Maður kemur í manns stað Framsóknarflokkurinn tilkynnti breytinguna á Facebook í dag og óskar þar Guðríði alls hins besta. „Það verður sjónarsviptir af því að missa Gullu í burtu og óskum við henni alls hins besta en hún hefur verið öflug í kosningabaráttunni og lagt mikið til í málefnastarfinu. Hún mun áfram berjast með okkur fram að kjördegi enda málefnastaðan sterk og listinn vel skipaður. Maður kemur í manns stað og mun Kristján Þór Kristjánsson, öflugur fulltrúi okkar taka sæti Gullu og koll af kolli mun listinn færast upp að kosningum loknum. Svo nærri kosningum er auðvitað alltof seint að breyta framboðslistanum formlega en við sem skipum listann vorum öll sammála um að tilkynna þessar breyttu aðstæður strax svo kjósendur viti nákvæmlega að hverju þeir ganga.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samgöngur og þrýstingur á uppbyggingu stærstu málin fyrir kosningar á Vestfjörðum Heitustu málin hjá Vestfirðingum eru án nokkurs vafa er aukið laxeldi og bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnarstigið getur barist fyrir þessum hagsmunum. 13. maí 2018 18:51 Ákall um bættar samgöngur, pottar í skugga og hnýsnir farþegar Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 heimsótti Vestfirði í liðinni viku. 16. maí 2018 09:00 Íbúafjöldi á Ísafirði mun næstum þrefaldast Met er slegið í komu skemmtiferðaskipa í ár og er nú þegar búið að slá það met á næsta ári samkvæmt bókunum. 16. maí 2018 21:30 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Samgöngur og þrýstingur á uppbyggingu stærstu málin fyrir kosningar á Vestfjörðum Heitustu málin hjá Vestfirðingum eru án nokkurs vafa er aukið laxeldi og bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnarstigið getur barist fyrir þessum hagsmunum. 13. maí 2018 18:51
Ákall um bættar samgöngur, pottar í skugga og hnýsnir farþegar Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 heimsótti Vestfirði í liðinni viku. 16. maí 2018 09:00
Íbúafjöldi á Ísafirði mun næstum þrefaldast Met er slegið í komu skemmtiferðaskipa í ár og er nú þegar búið að slá það met á næsta ári samkvæmt bókunum. 16. maí 2018 21:30