Vítahringur heimilisleysis Valgerður Árnadóttir skrifar 17. maí 2018 19:02 Heimilisleysi í Reykjavík hefur tvöfaldast á fimm árum. Hér er ekki átt við þá sem búa í ótryggu húsnæði og flakkar milli vina og vandamanna. Yfir 350 manns í Reykjavík teljast heimlislaus. Talan er hærri því því hópur fólks er skráður með lögheimili þótt þau séu á vergangi. Fólk á götunni á ekki að vera ósýnilegt og við eigum ekki að láta eins og þau séu ekki til. Það eru grundvallar-mannréttindi að hafa skjól yfir höfuðið. Óttækt er að hér búi fólk á vergangi og í ótryggu húsnæði. Við verðum að bæta hér úr.Það þarf að opna heimili fyrir tvígreindar konur sem glíma við geðsjúkdóma og fíknivanda, bjóða upp á öruggt neyslurými fyrir fíkla og varanleg úrræði fyrir heimilislausa. Reynsla erlendis hefur sýnt að árangursríkasta leiðin til að leysa geð- og fíknivanda utangarðsfólks er að veita öruggt skjól og tækifæri til vinnu eða menntunar. Margir í þessum hópi velkjast inn og út af heilbrigðisstofnunum og fangelsum en þegar þau eru á bataleið og eru send út í heiminn þá er ekkert sem tekur við þeim. Það er ekki auðvelt að taka þátt í samfélaginu þegar allur tími og orka fer í að tryggja sér næturstað. Þetta er vítahringur sem ekki leysist af sjálfu sér. Ef ekkert er að gert þá mun vandinn halda áfram að vinda upp á sig. Sjálf kaus ég Besta flokkinn á sínum tíma því það var eitt af fáum kosningarloforðum þeirra að leysa vanda heimilislausra en það eru liðin 8 ár og vandinn hefur bara versnað. Píratar í Reykjavík komu á tveggja ára tilraunaverkefni “Housing first” árið 2016 með Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndafræði „Housing First“ er húsnæði fyrir utangarðsfólk án kvaða. Aðferðafræðin er í samræmi við stefnu okkar í velferðar- og forvarnamálum, en þar segir að þeir sem eigi hvergi höfði að halla skuli njóta þeirra mannréttinda að fá þak yfir höfuð án kvaða. Fyrst sýnum við fólki virðingu og samkennd því þannig sköpum við traust til næstu skrefa. Fólk gleymir því þegar það hrópar „Utangarðsmenn, hvað með fjölskyldufólk sem vantar húsnæði?” að eitt málefni útilokar ekki annað, húsnæðisvandi fjölskyldufólks er ekki leystur með þvi að hunsa utangarðsfólk. Það felst bæði samfélagslegur og efnahagslegur ávinningur af því að leysa vanda utangarðsfólks, það er dýrt að reka heilbrigðisstofnanir og fangelsi og öryggi fyrir utangarðsfólk þýðir einnig aukið öryggi fyrir fjölskyldur og samfélagið allt. Það er í forgangi hjá Pírötum að leysa húsnæðisvandann og byggja húsnæði á viðráðanlegu verði. Við viljum úthluta lóðum til óhagnaðardrifinna leigufélaga og stórbæta byggingareglugerðir svo unnt verði að byggja húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir venjulegt fólk. Í velferðarsamfélagi á enginn að þurfa að búa við skort. Tími sérhagsmuna og græðgisgamma verður að enda.Höfundur skipar 5. sæti Pírata í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Valgerður Árnadóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Heimilisleysi í Reykjavík hefur tvöfaldast á fimm árum. Hér er ekki átt við þá sem búa í ótryggu húsnæði og flakkar milli vina og vandamanna. Yfir 350 manns í Reykjavík teljast heimlislaus. Talan er hærri því því hópur fólks er skráður með lögheimili þótt þau séu á vergangi. Fólk á götunni á ekki að vera ósýnilegt og við eigum ekki að láta eins og þau séu ekki til. Það eru grundvallar-mannréttindi að hafa skjól yfir höfuðið. Óttækt er að hér búi fólk á vergangi og í ótryggu húsnæði. Við verðum að bæta hér úr.Það þarf að opna heimili fyrir tvígreindar konur sem glíma við geðsjúkdóma og fíknivanda, bjóða upp á öruggt neyslurými fyrir fíkla og varanleg úrræði fyrir heimilislausa. Reynsla erlendis hefur sýnt að árangursríkasta leiðin til að leysa geð- og fíknivanda utangarðsfólks er að veita öruggt skjól og tækifæri til vinnu eða menntunar. Margir í þessum hópi velkjast inn og út af heilbrigðisstofnunum og fangelsum en þegar þau eru á bataleið og eru send út í heiminn þá er ekkert sem tekur við þeim. Það er ekki auðvelt að taka þátt í samfélaginu þegar allur tími og orka fer í að tryggja sér næturstað. Þetta er vítahringur sem ekki leysist af sjálfu sér. Ef ekkert er að gert þá mun vandinn halda áfram að vinda upp á sig. Sjálf kaus ég Besta flokkinn á sínum tíma því það var eitt af fáum kosningarloforðum þeirra að leysa vanda heimilislausra en það eru liðin 8 ár og vandinn hefur bara versnað. Píratar í Reykjavík komu á tveggja ára tilraunaverkefni “Housing first” árið 2016 með Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndafræði „Housing First“ er húsnæði fyrir utangarðsfólk án kvaða. Aðferðafræðin er í samræmi við stefnu okkar í velferðar- og forvarnamálum, en þar segir að þeir sem eigi hvergi höfði að halla skuli njóta þeirra mannréttinda að fá þak yfir höfuð án kvaða. Fyrst sýnum við fólki virðingu og samkennd því þannig sköpum við traust til næstu skrefa. Fólk gleymir því þegar það hrópar „Utangarðsmenn, hvað með fjölskyldufólk sem vantar húsnæði?” að eitt málefni útilokar ekki annað, húsnæðisvandi fjölskyldufólks er ekki leystur með þvi að hunsa utangarðsfólk. Það felst bæði samfélagslegur og efnahagslegur ávinningur af því að leysa vanda utangarðsfólks, það er dýrt að reka heilbrigðisstofnanir og fangelsi og öryggi fyrir utangarðsfólk þýðir einnig aukið öryggi fyrir fjölskyldur og samfélagið allt. Það er í forgangi hjá Pírötum að leysa húsnæðisvandann og byggja húsnæði á viðráðanlegu verði. Við viljum úthluta lóðum til óhagnaðardrifinna leigufélaga og stórbæta byggingareglugerðir svo unnt verði að byggja húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir venjulegt fólk. Í velferðarsamfélagi á enginn að þurfa að búa við skort. Tími sérhagsmuna og græðgisgamma verður að enda.Höfundur skipar 5. sæti Pírata í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar