Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Heimir Már Pétursson skrifar 17. maí 2018 19:45 Samfylkingin er með afgerandi forystu í nýrri skoðanakönnun Gallup fyrir Viðskiptablaðið og fengi níu fulltrúa kjörna í borgarstjórn og gæti myndað meirihluta með Pírötum. Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum.Sjá einnig: Samfylkingin með 7 prósentustiga forskotÍ könnun Gallup sem gerð var dagana 2. til 14. maí fyrir Viðskiptablaðið er Samfylkingin lang stærst með 31,2 prósent og níu borgarfulltrúa.Mynd/Stöð 2Kosningarnar í Reykjavík geta orðið spennandi fyrir margra hluta sakir. Ekki síst vegna þess að það er verið að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 23. Það þýðir að þröskuldurinn til að ná inn manni lækkar frá því sem áður var. En hann getur legið allt frá 2,6 prósentum upp í 4,2 prósent, allt eftir því hvernig atkvæðin dreifast. Í könnun Gallup sem gerð var dagana 2. til 14. maí fyrir Viðskiptablaðið er Samfylkingin lang stærst með 31,2 prósent og níu borgarfulltrúa og gæti myndað meirihluta með Pírötum sem fengju þrjá fulltrúa en Vinstri græn sem eru í meirihluta með þessum flokkum í dag fengju 6,7 prósent atkvæða og einn fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,8 prósenta fylgi í könnun Gallup og fengi sjö fulltrúa og þyrfti fulltingi þriggja annarra flokka til að mynda meirihluta. Miðflokkurinn og Viðreisn næðu inn einum manni hvor og athygli vekur að Sósíalistaflokkurinn næði einnig inn manni með 3,8 prósenta fylgi. Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði fór yfir liðnar sveitarstjórnarkosningar og spáði í framtíðina á málþingi í Háskóla Íslands í dag þar sem meðal annars kom fram að kjörsón hefur minnkað mikið í undanförnum sveitarstjórnarkosningum.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði.Mynd/Stöð 2„Það má eiginlega segja að kjörsókn hafi verið í næstum frjálsu falli eftir 2002. Fór þá undir 80 prósent í fyrsta skipti 2006 og hefur svo haldið áfram að hrapa,“ segir Grétar Þór. En í síðustu kosningum árið 2014 var kjörsóknin 66,5 prósent og þótt kjörsókn í alþingiskosningum hafi líka minnkað hefur hún verið mun betri en í sveitarstjórnarkosningum. Í sveitarstjórnarkosningum 2014 var kjörsóknin minnst hjá yngstu kjósendunum en jókst eftir þrítugsaldurinn. Kjörsókn getur ráðið miklu um úrslitin í Reykjavík því nokkur af minnstu framboðunum vantar lítið upp á að ná inn fulltrúa. „Þannig að þetta getur sveiflast allt frá sex og upp í níu flokka kannski sem komast inn.“ Mesta spennan verður kannski um hver af þessum litlu flokkum nær inn fulltrúum? „Það virðist vera og það getur hreinlega orðið það sem verður mest spennandi,“ segir Grétar Þór. En þessi framboð virðist helst kroppa fylgi af núverandi meirihlutaflokkum í borginni. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29 Hafna hatursorðræðu í kosningabaráttunni Níu flokkar sem bjóða fram lista til borgarstjórnar í komandi sveitarstjórnarkosningum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu. 16. maí 2018 14:30 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Samfylkingin er með afgerandi forystu í nýrri skoðanakönnun Gallup fyrir Viðskiptablaðið og fengi níu fulltrúa kjörna í borgarstjórn og gæti myndað meirihluta með Pírötum. Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum.Sjá einnig: Samfylkingin með 7 prósentustiga forskotÍ könnun Gallup sem gerð var dagana 2. til 14. maí fyrir Viðskiptablaðið er Samfylkingin lang stærst með 31,2 prósent og níu borgarfulltrúa.Mynd/Stöð 2Kosningarnar í Reykjavík geta orðið spennandi fyrir margra hluta sakir. Ekki síst vegna þess að það er verið að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 23. Það þýðir að þröskuldurinn til að ná inn manni lækkar frá því sem áður var. En hann getur legið allt frá 2,6 prósentum upp í 4,2 prósent, allt eftir því hvernig atkvæðin dreifast. Í könnun Gallup sem gerð var dagana 2. til 14. maí fyrir Viðskiptablaðið er Samfylkingin lang stærst með 31,2 prósent og níu borgarfulltrúa og gæti myndað meirihluta með Pírötum sem fengju þrjá fulltrúa en Vinstri græn sem eru í meirihluta með þessum flokkum í dag fengju 6,7 prósent atkvæða og einn fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,8 prósenta fylgi í könnun Gallup og fengi sjö fulltrúa og þyrfti fulltingi þriggja annarra flokka til að mynda meirihluta. Miðflokkurinn og Viðreisn næðu inn einum manni hvor og athygli vekur að Sósíalistaflokkurinn næði einnig inn manni með 3,8 prósenta fylgi. Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði fór yfir liðnar sveitarstjórnarkosningar og spáði í framtíðina á málþingi í Háskóla Íslands í dag þar sem meðal annars kom fram að kjörsón hefur minnkað mikið í undanförnum sveitarstjórnarkosningum.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði.Mynd/Stöð 2„Það má eiginlega segja að kjörsókn hafi verið í næstum frjálsu falli eftir 2002. Fór þá undir 80 prósent í fyrsta skipti 2006 og hefur svo haldið áfram að hrapa,“ segir Grétar Þór. En í síðustu kosningum árið 2014 var kjörsóknin 66,5 prósent og þótt kjörsókn í alþingiskosningum hafi líka minnkað hefur hún verið mun betri en í sveitarstjórnarkosningum. Í sveitarstjórnarkosningum 2014 var kjörsóknin minnst hjá yngstu kjósendunum en jókst eftir þrítugsaldurinn. Kjörsókn getur ráðið miklu um úrslitin í Reykjavík því nokkur af minnstu framboðunum vantar lítið upp á að ná inn fulltrúa. „Þannig að þetta getur sveiflast allt frá sex og upp í níu flokka kannski sem komast inn.“ Mesta spennan verður kannski um hver af þessum litlu flokkum nær inn fulltrúum? „Það virðist vera og það getur hreinlega orðið það sem verður mest spennandi,“ segir Grétar Þór. En þessi framboð virðist helst kroppa fylgi af núverandi meirihlutaflokkum í borginni.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29 Hafna hatursorðræðu í kosningabaráttunni Níu flokkar sem bjóða fram lista til borgarstjórnar í komandi sveitarstjórnarkosningum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu. 16. maí 2018 14:30 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29
Hafna hatursorðræðu í kosningabaráttunni Níu flokkar sem bjóða fram lista til borgarstjórnar í komandi sveitarstjórnarkosningum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu. 16. maí 2018 14:30