Undirbúa sig fyrir viðskiptaþvinganir Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. maí 2018 06:27 Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, vill standa vörð um hagsmuni evrópskra fyrirtækja. Vísir/EPa Evrópusambandið reynir nú að blása lífi í löggjöf sem myndi gera evrópskum fyrirtækjum kleift að stunda viðskipti í Íran, þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna. Hin svokallaða „hömlunarlöggjöf,“ eins og hún er kölluð á vef breska ríkisútvarpsins, var kynnt til sögunnar árið 1996 í tengslum við viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Kúbu. Henni var hins vegar aldrei beitt og hefur því í raun legið óhreyfð í rúma tvo áratugi. Evrópusambandið ákvað hins vegar í morgun að byrja að endurskrifa löggjöfina svo hún nái til nýjustu viðskiptaþvingananna gegn Íran. Bandaríkjastjórn tilkynnti í liðinni viku að hún hygðist draga sig úr kjarnorkusamningnum við Íran og innleiða aftur víðtækar viðskiptaþvinganir gegn stjórnvöldum í Teheran. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að löggjöfin verði nýtt til að standa vörð um hagsmuni evrópskra stórfyrirtækja í Íran.Sjá einnig: Bandaríkin hóta evrópskum stórfyrirtækjumBandaríkjastórn hefur ýjað að því að að beita viðskiptaþvingunum gegn fyrirtækjunum sem munu halda áfram að stunda viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. Við þessu vill Juncker bregðast, ef allt fer á versta veg. „Það er skylda okkar að verja evrópsk fyrirtæki og á það jafnt við um litlar sem og meðalstórar einingar,“ sagði Juncker á blaðamannafundi í Búlgaríu í dag. Talið er að löggjöfin muni kveðja á um digran sjóð sem notaður verður til að aðstoða bandarísk fyrirtæki við að standa straum af þeim kostnaði sem af bandarísku viðskiptaþvingununum kann að hljótast. Bandaríkin Evrópusambandið Kúba Tengdar fréttir Bandaríkin hóta evrópskum stórfyrirtækjum Donald Trump er reiðubúinn að beita viðskiptaþvingunum gegn evrópskum fyrirtækjum sem munu halda áfram að eiga viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. 14. maí 2018 06:22 Fyrstu viðskiptaþvinganirnar taka gildi Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöld viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina. 11. maí 2018 06:29 Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við Íran Utanríkisráðherra Frakklands segir algjörlega ótækt að evrópsk fyrirtæki þurfi að rifta milljarðasamningum vegna einhliða ákvarðana Bandaríkjastjórnar. Hann fordæmir þá ákvörðun Trump stjórnarinnar að virða ekki gerða samninga við Íran. 11. maí 2018 08:54 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira
Evrópusambandið reynir nú að blása lífi í löggjöf sem myndi gera evrópskum fyrirtækjum kleift að stunda viðskipti í Íran, þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna. Hin svokallaða „hömlunarlöggjöf,“ eins og hún er kölluð á vef breska ríkisútvarpsins, var kynnt til sögunnar árið 1996 í tengslum við viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Kúbu. Henni var hins vegar aldrei beitt og hefur því í raun legið óhreyfð í rúma tvo áratugi. Evrópusambandið ákvað hins vegar í morgun að byrja að endurskrifa löggjöfina svo hún nái til nýjustu viðskiptaþvingananna gegn Íran. Bandaríkjastjórn tilkynnti í liðinni viku að hún hygðist draga sig úr kjarnorkusamningnum við Íran og innleiða aftur víðtækar viðskiptaþvinganir gegn stjórnvöldum í Teheran. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að löggjöfin verði nýtt til að standa vörð um hagsmuni evrópskra stórfyrirtækja í Íran.Sjá einnig: Bandaríkin hóta evrópskum stórfyrirtækjumBandaríkjastórn hefur ýjað að því að að beita viðskiptaþvingunum gegn fyrirtækjunum sem munu halda áfram að stunda viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. Við þessu vill Juncker bregðast, ef allt fer á versta veg. „Það er skylda okkar að verja evrópsk fyrirtæki og á það jafnt við um litlar sem og meðalstórar einingar,“ sagði Juncker á blaðamannafundi í Búlgaríu í dag. Talið er að löggjöfin muni kveðja á um digran sjóð sem notaður verður til að aðstoða bandarísk fyrirtæki við að standa straum af þeim kostnaði sem af bandarísku viðskiptaþvingununum kann að hljótast.
Bandaríkin Evrópusambandið Kúba Tengdar fréttir Bandaríkin hóta evrópskum stórfyrirtækjum Donald Trump er reiðubúinn að beita viðskiptaþvingunum gegn evrópskum fyrirtækjum sem munu halda áfram að eiga viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. 14. maí 2018 06:22 Fyrstu viðskiptaþvinganirnar taka gildi Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöld viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina. 11. maí 2018 06:29 Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við Íran Utanríkisráðherra Frakklands segir algjörlega ótækt að evrópsk fyrirtæki þurfi að rifta milljarðasamningum vegna einhliða ákvarðana Bandaríkjastjórnar. Hann fordæmir þá ákvörðun Trump stjórnarinnar að virða ekki gerða samninga við Íran. 11. maí 2018 08:54 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira
Bandaríkin hóta evrópskum stórfyrirtækjum Donald Trump er reiðubúinn að beita viðskiptaþvingunum gegn evrópskum fyrirtækjum sem munu halda áfram að eiga viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. 14. maí 2018 06:22
Fyrstu viðskiptaþvinganirnar taka gildi Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöld viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina. 11. maí 2018 06:29
Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við Íran Utanríkisráðherra Frakklands segir algjörlega ótækt að evrópsk fyrirtæki þurfi að rifta milljarðasamningum vegna einhliða ákvarðana Bandaríkjastjórnar. Hann fordæmir þá ákvörðun Trump stjórnarinnar að virða ekki gerða samninga við Íran. 11. maí 2018 08:54