Birgir Örn vel stemmdur fyrir bardaga í Litháen Pétur Marinó Jónsson skrifar 18. maí 2018 18:30 Birgir eftir sinn síðasta sigur. Fightstar/Mike Ruane Birgir Örn Tómasson berst sinn þriðja MMA bardaga á árinu annað kvöld. Bardaginn fer fram í Litháen en þetta er í annað sinn sem Birgir berst í Litháen. Síðast gekk ýmislegt á þegar Birgir var í Litháen. Birgir Örn hefur unnið alla þrjá atvinnubardaga sína í MMA með rothöggi í 1. lotu. Á morgun mætir hann heimamanninum Paulius Zitinevius í léttvigt en aðeins er mánuður síðan Birgir steig síðast í búrið. „Allur undirbúningur hefur gengið mjög vel. Ég er í topp formi og í góðum gír og er bara hrikalega vel stemmdur fyrir þessum bardaga,“ segir Birgir. Þetta er í annað sinn sem Birgir keppir á King of the Cage bardagakvöldi í Litháen en síðast þegar hann barðist þar gekk ýmislegt á. Þegar Birgir mætti í vigtun var hann skyndilega kominn með nýjan andstæðing og átti að taka af sér tvö kíló til viðbótar. Birgir náði því og vann svo bardagann með rothöggi í 1. lotu. Andstæðingurinn sem Birgir átti að mæta síðast í Litháen er sá sami og Birgir á að mæta nú en í dag voru engin skrípalæti. Báðir bardagamenn voru í tilsettri þyngd í hádeginu í dag og fátt sem kemur í veg fyrir bardagann á morgun. Bardagakvöldið var sérstök upplifun fyrir Birgi og þurftu þeir Birgir og Diego Björn Valencia (sem barðist einnig þetta kvöld) að hita upp í ísköldu herbergi á steypilögðu gólfinu. Þá voru aðeins fjögur hanskapör til skiptanna á milli bardagamanna kvöldsins og bárust hanskarnir til bardagamannanna oft á síðustu stundu. „Ferðin hefur gengið vel hingað til og ég er frekar vongóður á að það verði ekkert rugl eins og seinast hér í Litháen, en það kemur bara í ljós. Er við öllu búinn,“ segir Mjölnismaðurinn. Birgir er 36 ára og er tíminn því ekki að vinna með honum. Hann er því tilbúinn að taka öllu sem býðst svo lengi sem hann fær tækifæri til að berjast. Bardaginn fer fram annað kvöld og mun Birgir sýna beint frá bardaganum á opinberri Facebook síðu sinni hér. MMA Tengdar fréttir Íslensku bardagastrákarnir gerðu það gott í London Birgir Örn Tómasson er enn ósigraður sem atvinnumaður í MMA en hann vann um nýliðna helgi sinn þriðja bardaga á ferlinum. 16. apríl 2018 14:00 Skammur fyrirvari lítið áhyggjuefni fyrir Diego Þrír Íslendingar keppa í MMA annað kvöld í London. Strákarnir fengu allir mislangan undirbúning fyrir bardaga sína en eru tilbúnir í slaginn eftir að hafa náð tilsettri þyngd fyrr í dag. 13. apríl 2018 23:30 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Sjá meira
Birgir Örn Tómasson berst sinn þriðja MMA bardaga á árinu annað kvöld. Bardaginn fer fram í Litháen en þetta er í annað sinn sem Birgir berst í Litháen. Síðast gekk ýmislegt á þegar Birgir var í Litháen. Birgir Örn hefur unnið alla þrjá atvinnubardaga sína í MMA með rothöggi í 1. lotu. Á morgun mætir hann heimamanninum Paulius Zitinevius í léttvigt en aðeins er mánuður síðan Birgir steig síðast í búrið. „Allur undirbúningur hefur gengið mjög vel. Ég er í topp formi og í góðum gír og er bara hrikalega vel stemmdur fyrir þessum bardaga,“ segir Birgir. Þetta er í annað sinn sem Birgir keppir á King of the Cage bardagakvöldi í Litháen en síðast þegar hann barðist þar gekk ýmislegt á. Þegar Birgir mætti í vigtun var hann skyndilega kominn með nýjan andstæðing og átti að taka af sér tvö kíló til viðbótar. Birgir náði því og vann svo bardagann með rothöggi í 1. lotu. Andstæðingurinn sem Birgir átti að mæta síðast í Litháen er sá sami og Birgir á að mæta nú en í dag voru engin skrípalæti. Báðir bardagamenn voru í tilsettri þyngd í hádeginu í dag og fátt sem kemur í veg fyrir bardagann á morgun. Bardagakvöldið var sérstök upplifun fyrir Birgi og þurftu þeir Birgir og Diego Björn Valencia (sem barðist einnig þetta kvöld) að hita upp í ísköldu herbergi á steypilögðu gólfinu. Þá voru aðeins fjögur hanskapör til skiptanna á milli bardagamanna kvöldsins og bárust hanskarnir til bardagamannanna oft á síðustu stundu. „Ferðin hefur gengið vel hingað til og ég er frekar vongóður á að það verði ekkert rugl eins og seinast hér í Litháen, en það kemur bara í ljós. Er við öllu búinn,“ segir Mjölnismaðurinn. Birgir er 36 ára og er tíminn því ekki að vinna með honum. Hann er því tilbúinn að taka öllu sem býðst svo lengi sem hann fær tækifæri til að berjast. Bardaginn fer fram annað kvöld og mun Birgir sýna beint frá bardaganum á opinberri Facebook síðu sinni hér.
MMA Tengdar fréttir Íslensku bardagastrákarnir gerðu það gott í London Birgir Örn Tómasson er enn ósigraður sem atvinnumaður í MMA en hann vann um nýliðna helgi sinn þriðja bardaga á ferlinum. 16. apríl 2018 14:00 Skammur fyrirvari lítið áhyggjuefni fyrir Diego Þrír Íslendingar keppa í MMA annað kvöld í London. Strákarnir fengu allir mislangan undirbúning fyrir bardaga sína en eru tilbúnir í slaginn eftir að hafa náð tilsettri þyngd fyrr í dag. 13. apríl 2018 23:30 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Sjá meira
Íslensku bardagastrákarnir gerðu það gott í London Birgir Örn Tómasson er enn ósigraður sem atvinnumaður í MMA en hann vann um nýliðna helgi sinn þriðja bardaga á ferlinum. 16. apríl 2018 14:00
Skammur fyrirvari lítið áhyggjuefni fyrir Diego Þrír Íslendingar keppa í MMA annað kvöld í London. Strákarnir fengu allir mislangan undirbúning fyrir bardaga sína en eru tilbúnir í slaginn eftir að hafa náð tilsettri þyngd fyrr í dag. 13. apríl 2018 23:30